Mótvægisaðgerðir

Hinar svokölluðu Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar taka á sig skrýtna mynd þegar byrjað er að framkvæma þær.  Þannig var frétt í gær í einu dagblaðanna að nú hefði ríkisvaldið skapað tvö ný störf á Egilsstöðum við skráningu skjala fyrir einhverja ríkisstofnunina í Reykjavík.  Ég er ekki að agnúast út í að störfum sé fjölgað á Egilsstöðum hjá ríkinu, en það vakti athygli mína á að þetta væri einn liður í hinum svokölluðum Mótvægisaðgerðum vegna skerðingar á þorskkvóta.  Ég get ekki neitað því að ég hrökk aðeins við og las þetta aftur og aftur.  Nú þekki ég ekki mikið til á Egilstöðum, bara tvisvar komið þangað og ef ég er ekki orðinn endanlega ruglaður þá man ég ekki betur en að þarna væri engin höfn, hvað þá fiskiskip.  Eina skipið sem ég hef heyrt um á þessu svæði er skipið Lagarfljótsormurinn, sem siglir með ferðamenn.  Ég hef heldur aldrei heyrt um að einhver fiskvinnsla væri á Egilsstöðum, en það getur svo sem vel verið þótt ég viti það ekki.  En það væri fróðlegt að fá upplýsingar um hvað þorskkvótinn á Egilsstöðum var skertur mikið við síðustu kvótaúthlutun.  Getur einhver frætt mig um það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér er nú nær að halda Jakob, að þú eins og margir aðrir, setjir einhvert = merki við mótvægisaðgerðir versus fiskvinnslu. Þetta er að mínu viti algert bull, það er eins og það sé það sé meginmál að búa bara til einhver störf og kannski ekki síst í fiskvinnslu. Við megum ekki vera svo innisnjóaðir að sjá ekkert annað en slor og salt, sem enginn vill vinna við lengur. Það verður að finna unga fólkinu eitthvað annað en þessa þvælu í sjávarútvegi til að draga andan við.....sorry vinur en svona sé ég þetta, sjávarútvegur er bara skuldir og vandræði, sérð þú einhver önnur bjargráð þar, vilt þú hvetja þína afkomendur til að setja sig niður í lyginni....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.2.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þú segir nokkuð Hafsteinn, auðvitað eru þetta bara skuldir og basl, en það er eins og þetta sé einhver baktería.  Þannig að ef maður byrjar einu sinni að starfa í þessari grein er erfitt að losna frá henni aftur og þótt maður sé löngu hættur er hugurinn alltaf við þetta.  Það þyrfti að vera til einhver meðferðarstofnun fyrir fyrrverandi útgerðar- og sjómenn.

Jakob Falur Kristinsson, 17.2.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband