Aumingja Vilhjálmur

Nú er svo komið að ég er farinn að vorkenna Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, honum er kennt um allan vandræðaganginn í Sjálfstæðisflokknum.  Samherjar hans í borgarstjórn vilja ekki styðja við bakið á honum í erfiðu máli.  Svo kemur Geir H. Haarde, forsætisráðherra í "Silfur Egils"  í gær og segir að Viðhjálmur hafi aðeins tæpa viku til að gera upp hug sinn og ekki treystir Geir sér heldur til að lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Vilhjálm og vill meina að fylgishrun flokksins undanfarið sé Vilhjálmi að kenna og Bjarni Benidiktsson alþingismaður segir í útvarpinu að Vilhjálmur eigi að taka ákvörðun strax því þetta sé að skaða flokkinn.  Mér finnst að þarna sé verið að hengja bakara fyrir smið, dettur Gerir H. Haarde virkilega í hug að hann sem formaður flokksins beri enga ábyrgð á fylgistapinu núna undanfarið.  Það sem Geir og fleiri geta ekki skilið að Samfylkingin er mun vinsælli í þessari ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn og er að soga til sín fylgi frá þeim.  Þetta er að vísu alveg nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum, því fram að þessu hafa allir flokkar sem hafa farið með þeim í ríkisstjórn tapað fylgi.  Ég ætla hér með að skora á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að taka strax ákvörðun og lýsa því yfir að hann muni ekki segja af sé heldur ætli að vera áfram í forustu flokksins í Reykjavík og verða borgarstjóri eftir 14 mánuði.  Þá virkilega myndi hann rasskella rækilega þetta lið sem er í dag að vina gegn honum innan flokksins.  Vilhjálmur er mjög reyndur stjórnmálamaður og góður drengur og hefur unnið mikið fyrir sinn flokk og á þess vegna ekki skilið þessa meðferð hjá flokknum.

"Áfram gamli góði Villi"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er farið að vera pínlegt.  Það er ekki fallegt að hengja einn mann til að reyna að bjarga rassinum á öllum hinum, sem hljóta að bera sömu ábyrgð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ásthildur, það eru margir í þessum flokki sem ættu að skammast sín.

Jakob Falur Kristinsson, 18.2.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband