Aflavermæti skipa

Mynd 179853 Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 75,3 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007 samanborið við 70,5 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur tæpum 5 milljörðum króna eða 6,7% milli ára. Aflaverðmæti í nóvember var 6 milljarðar sem er svipað og í nóvember 2006.

Ef desember verður svipaður og nóvember verður líklegt aflaverðmæti allra íslenskra skipa 2007 um 80 milljarðar.  Þetta kann að þykja nokkuð gott, en þá er þess að gæta að þessi atvinnugrein er orðin svo skuldsett vegna kvótakerfisins, þar sem aflaheimildir eru stöðugt að færast á færri skip og munu nú heildarskuldir vera orðnar um 300 milljarðar eða nærri því fjórfalt aflaverðmætið.  Hér áður fyrr, var það notað sem þumalputtaregla að til að rekstur skips gæti skilað arði þá yrði að fiska fyrir a.m.k. jafn miklum verðmætum og skuldirnar væru.  Það verður líka að líta til þess að hluti þessara skulda eru vegna vinnslustöðva í landi, sem skila líka auknu verðmæti en að stærstum hluta eru þær vegna kaupa á aflaheimildum og tilheyra því útgerðinni.  Þetta eru orðnar hættulega miklar skuldir og lítið má útaf bera svo ekki hrynji allt saman.  Bankarnir hafa verið duglegir að lána til kaupa á veiðiheimildum og veðið fyrir lánunum er óveiddur fiskur í sjónum.  Hvað skeður nú þegar engin loðna finnst, en er veðsett að fullu?   Skeður ekki það sama og á hlutabréfamarkaðinum að þegar hlutabréf sem voru keypt fyrir lánsfé með veði í bréfunum sjálfum og fóru að lækka í verði.  Þá ýmist kröfðust bankarnir að menn kæmu með aukin veð eða þeir innkölluðu bréfin og seldu síðan á lægra verði á markaðnum og eftir sátu fyrrum eigendur með skuldasúpu á bakinu.  Fer ekki að koma að því sama með veiðiheimildirnar, að þær verða smátt og smátt allar komnar í eigu bankanna og síðan seldar á útsölu og eftir sitja útgerðir nær gjaldþrota.  Þá fer LÍÚ-grátkórinn af stað og heimtar aðstoð frá ríkisvaldinu og við skattgreiðendur verðum látnir borga fyrir eign sem öll þjóðin á samkvæmt 1. grein laga um stjórn fiskveiða.  Nú er komið að því að stokka spilin upp á nýtt og að ríkið innkalli allar veiðiheimildir og leigði þær síðan út aftur á sanngjörnu verði t.d. 10% af söluverðmæti afla eins og gert er í Nýja-Sjálandi.


mbl.is Aflaverðmæti 75,3 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband