Íslenskt málfar

Mikið rosalega getur farið í taugarnar á mér hvernig sumir nota móðurmálið okkar.  Það er mikið rætt og deilt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þá talar fólk oftast um hvert eigi að "FLYTJA" flugvöllinn.  Það vita flestir að ekki er hægt að flytja þennan flugvöll eitt né neitt.  Annað hvort verður hann notaður þar sem hann er eða nýr völlur verður gerður á öðrum stað.  Svo er það Icelandair sem auglýsir mikið að það fljúgi Á hinar og þessar borgir ekki vildi ég vera farþegi í flugvél sem flýgur á borgir sem þær gera auðvita ekki heldur fljúga til hinna ýmsu borga.  Ég hlustaði líka á viðtal við nýjan forstjóra FL-Croup sem fékk eitthvað um 140 milljónir í árangurstengd laun á síðasta ári sem einn af stjórnendum þess fyrirtækis þótt, félagið hafi tapað 70-80 milljörðum á síðasta ári.  Einnig sagði hann aðspurður um hin mikla ósundurliðaðan kostnað við stjórn fyrirtækisins, en það var um 6 milljarðar, að það þyrfti að taka tillit til undirliggjandi starfsemi  FL-Croup þegar verið væri að gagnrýna þennan mikla kostnað.  Hvað er undirliggjandi starfsemi?  Ekki veit ég það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Undirliggjandi starfsemi hlýtur að vera einhverskonar neðanjarðarstarfsemi.

ég hefði ekkert á móti nokkurra milljóna verðlaunum, fyrir að tapa nokkrum milljörðum. hvernig skyldi FL Group verðlauna þá sem græða?

Brjánn Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þetta er merkilegt fyrirbæri mér datt helst í hug það sama og þú Brjánn.  Það er ekkert greitt fyrir hagnað hjá svona fyrirtækjum.  En ef þú hefðir náð því að tapa svona um 100 milljörðum, þá hefði bónusinn orðið um 100 milljónir.  Svona er bara Ísland í dag.

Jakob Falur Kristinsson, 21.2.2008 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband