Vatnsmýrin

Alveg er ég hjartanlega sammála Hrafni Gunnlaugssyni varðandi þessar nýju skipulagstillögur um byggð í Vatnsmýrinni.  Þetta virði eiga að vera 4 hæða kassar sem allir eru eins og verður forljótt og útsýnið verður ekkert, bara næsti steinveggur.   Ef taka á Vatnsmýrina undir byggð verður að byggja þar myndarlega eins og Hrafn bendir á með réttu.   Af hverju má ekki byggja háhýsi í Reykjavík og byggja þar hús af ýmsum stærðum og gerðum.  Þarna myndi sóma sér vel nokkur hús uppá 50-100 hæðir og önnur minni inn á milli eða blönduð byggð.  Stjórnendur Reykjavíkur ættu að taka Kópavog sér til fyrirmyndar, þar þora menn að byggja myndarlega og markmið Reykjavíkur ætti auðvitað að gera aðeins betur og byggja mun hærri hús.  Þessir húskubbar sem nú er verið að setja á skipulag og verða allir eins, munu minna á rússneskan byggingarstíl frá tímum kommúnismans, þar sem allt var byggt eftir sömu teikningu burt séð frá því til hvers ætti að nota húsin.  Þetta er sóun á dýrmætu byggingarlandi og ætla síðan að gera tjörn nánast við hliðina á Reykjavíkurtjörn get ég ekki skilið og skil ekki heldur hvaða tilgangi hún á að þjóna.  Þótt ég sé ekki íbúi í Reykjavík þá er hún samt höfuðborg landsins og þess vegna er þetta í raun mál allra íslendinga.  Nei, þessu verður að breyta svo við eignumst glæsilega höfuðborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi nú bara ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur, geri ég þá kröfu að Keflavík verði gerð að höfuðborg, og allar ríkisstofnanirnar verði fluttar þangað.  Þá getum við kæst landsbyggðalýðurinn, því þá þarf maður ekkert lengur að sækja til Reykjavíkur, og getur farið beint frá Ísafirði til Kaupmannahafnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góð hugmynd Ásthildur, þetta ætti að sjálfsögðu að ger ef Reykjavíkurborg getur ekki leyft flugvellinum að vera í friði.

Jakob Falur Kristinsson, 21.2.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband