Vandi í Eyjum

Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu mála í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og hvetur ríkisstjórnina til að grípa til aðgerða tafarlaust. Þetta kemur fram í ályktun sem bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í kvöld.

Ekki ætla ég að gera lítið úr vandamálum í Vestmannaeyjum vegna banns við loðnuveiðum en fyrirtækin þar eru sterk og þola smá mótvind.  Það sýnir best hve öflug fyrirtæki þeir eiga í Eyjum að ekkert byggðalag á landinu, kemst með tærnar þar sem þeir hafa hælanna varðandi endurnýjun í sínum skipaflota.  Auðvitað á að koma til móts við þau byggðalög sem glíma nú við mikinn vanda vegna skerðingar á þorski og sum fá líka á sig aukinn vanda vegna loðnuveiðibanns og við blasir að byggðalögin hreinlega leggist niður.  Það er engin hætta á slíku með Vestmannaeyjar og mörg byggðalög verr sett en Vestmannaeyjar.  Nú hefur bæjarstjórn sett fram kröfur á hendur ríkisvaldinu í sex liðum:

1.   Sjávarútvegurinn verði styrktur með því að aflétta íþyngjandi álögum.  Þarna mun vera átt við Auðlindagjaldið.  Þetta gjald er tengt afkomu útgerðar svo að ef tap er á útgerð fellur það sjálfkrafa niður og ef hagnaður verður þá greiðist auðvitað gjaldið, svo ekki þarf neinar sérstakar aðgerðir þess vegna.

2.  Látið verði með öllu af handaflstýrðum aðgerðum í sjávarútvegi.  Þarna mun vera átt við Byggðakvótann, ég verð nú að segja fyrir mig að ansi er nú langt gengið þegar öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins vilja láta rífa af litlum sjávarbyggðum þennan byggðakvóta sem á mörgum stöðum er þeirra eina lífsvon.

3.   Opinber umræða um sjávarútvegi verði af meiri ábyrgð en hingað til.  Þarna skil ég nú ekki alveg hvað bæjarstjórnin er að meina.  Mér dettur helst í hug að þeir vilji láta banna alla gagnrýni á flottrollsveiðum á síld og loðnu.  Á ég virkilega að trúa því að þeir vilji koma upp hér ritskoðun og takmörkunum á málfrelsi fólks, þetta er rugl.

4.   Fræðslusvið sjávarútvegs verði styrkt og hafrannsóknir efldar.  Þessu er ég sammála.

5.   Hafnaraðstaða verði bætt.  Þetta skil ég ekki og sem fyrrverandi sjómaður hef ég ekki komið í betri höfn en er í Eyjum í dag og veit ekki hverju þarf þar við að bæta.

6.   Hvalveiðar verðir hafnar af auknum þunga.  Þessu er ég innilega sammála.

Mér finnst þessar tillögur vera þess eðlis að verið sé að óska eftir að hinn mikli hagnaður sem hefur verið af loðnuveiðum og vinnslu loðnu verði bættur, þeir eru ekki að óttast tap heldur minni hagnað. Hvar halda menn að þetta myndi enda ef ríkisvaldið tæki að sér að bæta fyrirtækjum skertan hagnað, við værum komin í slíka lönguvitleysu að ekki þarf að ræða það.  Ég sá í sjónvarpsfréttum í gær viðtal við fiskverkakonu varðandi loðnustoppið og hún sagði;  "Þetta er gífurlegt áfall og sem dæmi að við sem erum í vinnslunni förum úr svona rúmum 400 hundruð þúsund í tekjur á mánuði niður í 140-150 þúsund og bætti svo við, þetta er hræðilegt."   Ekki kom fram hjá þessari konu að hún óttaðist atvinnuleysi, aðeins lækkandi tekjur.  Ég get alveg skilið að fólk sé ekki ánægt að lækka í tekjum úr 400 þúsund í 140-150 þúsund.  En það eru nú þær tekjur sem verkafólk í fiskvinnslu víða á landsbyggðinni verður að sætta sig við og ekkert atvinnuöryggi heldur.  Svo eru líka staðir þar sem enginn atvinna hefur verið jafnvel í nokkur ár og fólk aðeins haft rúmar 100 þúsund á mánuði í atvinnuleysisbætur og býr í verðlausum eignum og kemst hvergi í burtu.  Þannig að bænaskjal bæjarstjórnar er bull frá upphafi til enda, því það er enginn alvarlegur vandi í Vestmannaeyjum, þetta loðnuveiðibann er tímabundið og hún mun skila sér og allt fer á fulla ferð aftur í Eyjum.  Ef loðnan kemur ekki þá er aðeins minni hagnaður hjá fyrirtækjum og lægri laun verkafólks. 

Það er ekkert hrun fram undan nema síður sé í Vestmannaeyjum.


mbl.is Stjórnvöld grípi til aðgerða tafarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband