Ja hérna

                           Loðnuskip að veiðum í betri tíð. Hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson liggja enn við bryggju í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunarinnar er verið að gera skipin klár til loðnuleitar. Árni Friðriksson mun fara til loðnuleitar með suðuströndinni á sunnudag og Bjarni Sæmundsson mun fara vestur á þriðjudag. Mun hann fyrst fara í loðnuleit úti fyrir Vestjörðum en þaðan í togararall á Norðurmiðunum.

Hvað er eiginlega að ske, ráðherra búinn að stoppa loðnuveiðar þar til meira finnst af loðnu og bæði leitarskipin liggja í höfn.  Hver ber ábyrgð á svona andskotans vitleysu?  Hvað þarf að gera klárt svo skipin geti farið úr höfn?  Ég hélt að um borð í þessum skipum væru öll tæki og tól til að leita að loðnu.  Það er hneyksli og til stór skammar að á meðan þorskkvótinn er skorinn niður um 60 þúsund tonn og loðnuveiðar bannaðar, þá eru þessi skip alltaf í höfn.  Til hvers var verið að kaupa þessi skip eða annað þeirra því hitt var gefið til Hafró af útgerðarmönnum.  Ég veit ekki betur en að höfnin í Reykjavík sé nær full af skipum sem ekkert verkefni hafa svo ekki þarf að nota hafrannsóknarskipin til þess að liggja við bryggju þar.  Ef þetta er dæmi um vinnubrögð hjá Hafró, þá er nú lítið markandi á þeim að taka.  Ef skipin fara ekki strax á sjó þá á ekki að hlusta á eitt einasta orð frá Hafró og öll skip ættu að fara og veiða eins og þau vildu hvort það væri loðna eða þorskur.  En eitt pössuðu þeir sig á þessir vitleysingar sem þarna stjórna að bíða með að láta stoppa loðnuveiðarnar þar til Norðmenn voru búnir að veiða sinn skammt af loðnu.  Nú stendur til að varðveita gamla varðskipið Óðinn og finna honum viðlegupláss við Kaffivagninn á Granda.  Væri ekki bara hentugra að skipta og setja Árna Friðriksson RE-200 í staðinn og Óðinn í hafrannsóknir.  Árni Friðriksson er hvort sem er alltaf í höfn og lítið notaður.


mbl.is Hafrannsóknarskipin enn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Langt síðan ég hef skrifað inná síðuna hjá þér. Sennilega á að bíða með að leita af loðnunni þangað til hún er að því komin að hrygna. Ég held að þetta lið þurfi að fara í greindarpróf.

Kær kveðja frá Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ætli þei bíði bara ekki þangað til hún er búin að hrygna og dauð á botninum.  Þá finnst auðvitað ekkert oh Hafró getur sagt með stolti að þetta hefðu þeir vitað allan tímann að engin loðna væri til.

Jakob Falur Kristinsson, 22.2.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband