Iceland Express

Ég var áðan að horfa á hádegisviðtalið á Stöð 2 og þar sat núna fyrir svörum forstjóri Iceland Express.  Ég verð nú að viðurkenna þótt ég sé nokkuð góður í ensku, þá skildi ég minnst af því sem maðurinn var að segja um framtíðarplön félagsins.  Hver einasta setning var með einhverri ensku-slettu og það á einhverju fjármálasvið, þannig að eftir vitalið vissi ég akkúrat ekkert um hvert þetta félag er að stefna að í framtíðinni eða hvernig starfsemin er í dag.  Það eina sem ég veit að þetta félag er í flugrekstri og flýgur til ákveðinna staða í Evrópu og er ekki gjaldþrota.  Öðru náði ég ekki úr þessu viðtali.

Ég spyr því af hverju geta íslenskir forstjórar fyrir íslensku fyrirtæki og koma fram í sjónvarpsþátt, ekki útskýrt sitt mál á íslensku máli, þannig að allir skilji um hvað er verið að ræða.  Ef menn geta ekki svarað spurningum um sitt öðruvísi en svona, þá ættu þeir að sleppa því að mæta í svona þátt.  Því það sem situr eftir hjá mér um þetta flugfélag er frekar neikvæð ímynd og ég mun aldrei kaupa ótilneyddur far hjá þessu flugfélagi.

Jón Hákon Magnússon sem starfar við almannatengsl og er mjög reyndur á því sviði, skrifaði góða grein í blaðinu 24 stundum í dag þar sem hann er einmitt að benda á hvað það sé algent að talsmenn fyrirtækja komi í sjónvarp eða á blaðamannafundi nánast óundirbúnir og kúðri þar með ímynd fyrirtækis síns, eins og þessi forstjóri gerði núna í hádeginu.  Þá er betra að sleppa því að mæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband