Ný viðhorf

Þorsteinn Már Baldvinsson. Þorsteinn Már Baldvinsson, nýkjörinn formaður stjórnar Glitnis segir að meðan hann sitji sem formaður, verði ekki gerðir frekari starfslokasamningar. Því megi viðskiptavinir og hluthafar Glitnis treysta. Þá boðar Þorsteinn umtalsverða lækkun kostnaðar í bankanum.

Þetta viðtal við Þorstein Már Baldvinsson í gær var mjög gott og nokkuð ljóst að hann ætlar sér að gera góða hluti hjá Glitnir.  Enda má segja að allt bruðlið og fjáraustur út úr bankanum hafi verið komin langt út fyrir það sem eðlilegt geti talist og allt á kostnað hluthafa.  Hann segir líka í þessu viðtali að það eigi að greiða góðum mönnum góð laun en á móti komi líka þá krafa að þeir menn standi sig vel í starfi.  En fram að þessu hefur árangur í starfi ekkert skipt máli í samandi við hverjir fái mikil laun.  Ég fagna innkomu Þorsteins í íslenskt fjármálalíf og veita að nú á margt eftir að breytast til hins betra.

Gangi þér vel Þorsteinn Már Baldvinsson


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Jakob. vonandi stendur hann við þessi orð en????????????

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hann getur ekki annað, því ef hann gerir það ekki er hann búinn að glata ærunni, en honum er kannski alveg sama. 

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn Már er sá maður sem einna mestu hefur "rænt" af þjóðinni, hann hefur komið fram sem tækifærissinni og mikill eiginhagsmunaseggur.  Það að ætla sér að "lækka" stjórnarlaun Glitnis eru nú ekki annað en vinsældaráðagerðir enda sjá það allir að þegar stjórnarlaun eru um 350.000 fyrir "aukavinnu"  sem er mun meira en venjulegur maður getur gert sér vonir um að fá í laun fyrir heilsdagsvinnu.

Jóhann Elíasson, 25.2.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki Jóhann, að verja Þorstein Már, hann hefur oft hagað sér eins og skepna og ég hef oft gagnrýnt hann fyrir ýmislegt og þín lýsing á honum er alveg rétt.  En ég tel það fagnaðarefni að í stað þess að hann sé að berja á sjómönnum og öðrum útgerðarmönnum fer hann nú að vaða um með sinni frekju og yfirgangi yfir fjármálafyrirtækin.  Því þú hlýtur að vera mér sammála um að þar var alt komið út fyrir skynsamleg mörk í bruðli ,ofurlaunum, kaupaukum, bónusum og veisluhöldum þar sem flaskan af borðvíninu kostaði um ein mánaðarlaun verkamanns.  Það er þetta sem ég er ánægður með að svona skíthæll taki nú þetta bankalið rækilegar í gegn.

Jakob Falur Kristinsson, 26.2.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Jakob, en þú verðu að virða það mér til vorkunnar að þessi maður er birtingarmynd hins illa, í mínum huga, mér fannst þú skrifa "óþarflega vel um hann.  Vissulega er það gott ef maðurinn ætlar að taka til í fjármálageiranum (ekki er nú vanþörf á) en það læðist nú að mér sá grunur að þetta sé gert af illri nauðsyn en ekki ráðvendni, nú voru að berast af því fréttir að Lárus Welding hafi samþykkt að taka á sig launa lækkun úr 5,5 milljónum kr í 2,7 milljónir kr á mánuði, hvor launin sem eru eru ekki í nokkru samræmi við það sem er í gangi í þjóðfélaginu.  Kannski er staða viðskiptabankana ekki eins sterk og af er látið?

Jóhann Elíasson, 26.2.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband