Írak

Pílagrími sést hér ganga fram hjá íröskum hermanni á leið...Að minnsta kosti 40 létu lífið og 60 særðust í sjálfsvígsárás sem beint var gegn sjíta pílagrímum í bænum Iskandariya, suður af Bagdad í dag. Árásin var gerð á þjóðvegi í átt að Karbala borg, þar sem trúarhátíð er haldin. Önnur árás var gerð gegn pílagrímum í Bagdad en þar létust þrír og 49 særðust.

Til hamingju Bush, þér ætar að takast að slátra eins og eitt stykki þjóð í tilraunum til að koma á friði í Írak.

Það mun verða mjög friðsælt í Írak þegar allir íbúar eru dauðir.  Það er allt leyfilegt að nota ef tilgangurinn er góður, eins og að koma á algerum friði í þessu stóra landi.  Það má heldur ekki gleymast að það er ekki illgirni sem rekur Bush áfram þarna, heldur náði hann beinu sambandi við Guð almáttugan, að eigin sögn.  Ekki dettur mér í hug að Bush segi ósatt, þessi ljúfi og indæli maður. 


mbl.is Látnum fjölgar eftir sjálfsvígsárás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, en Runni bandaríkjaforseti var ekki að sprengja núna, heldur voru það svona múslimar sem sprengdu hinsvegin múslima. Áður en Runni réðist ínn í Irak voru svona múslimar undirokaðir af þessum hinnsvegin. Svona múslimarnir eru núna að nota tækifærið sem Runni gaf þeim til að jafna metin við þessa hinsvegin. Svona og hinsvegin múslimarnir tala sama tungumálið og líta aleg eins ú í sjón en geta ekki lifað saman í friði af því að þeir hafa ekki fengið næga fræðslu um yfirburði fjölmenningarsamfélagsins.

Sem sagt, Svona og hinsvegin múslimar eru að sprengja hvorir aðra í loft upp vegna mismunandi afstöðu til smáa letursins í kóraninum.

maggi 24.2.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Buch er rugludallur. Hlakka til þegar stríðsóði Buch lætur af störfum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Sema Erla Serdar

Maggi, ertu 12 ára?!

Sema Erla Serdar, 24.2.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil ekkert í honum Bússa hann hefði bara átt að nota kjarnorkuna, miklu fljótlegra.  Þeir hafa gert það áður einir þjóða ekki satt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég skil nú ekkert hvað maggi er að skrifa um og spyr eins og Sema Erla.  Ertu 12 ára eð nálægt því.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband