Laus góð stað hjá borginni

Í þættinum Mannamál í gær, sat fyrir svörum hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni, sjálfur forsætisráðherrann, Geir H. Haarde.  Sigmundur spurði hann fast og ákveðinn um allt klúðrið hjá sjálfstæðismönnum í borgarstjórn og að þessi nýgerða samþykkt væri ekkert nema að velta vandamálinu á undan sér.  Geir vafðist fyrst aðeins tunga um tönn, en fór síðan að útskýra málið og sagði; Það er að vísu ekki endanleg lausn, samt lausn á vissan hátt, því í málefnasamningi þeirra við Ólaf F. Magnússyni væri skrifað að Vilhjálmur yrði næsti borgarstjóri, en nú hefði orðalaginu verið breytt með samþykki Ólafs að óákveðið væri um næsta borgarstjóra.  Það mál yrði borgarstjórnarflokkurinn samtals 14 manns að ákveða, en hann yrði að vera sjálfstæðismaður, síðan var farið að ræða um efnahagsmál ofl.

Ég tók Geir á orðinu og lagði inn umsókn um starf borgarstjóra og má lesa bréfið hér fyrir neðan:

Nú bíð ég bara spenntur eftir að verða boðaður í viðtal út af starfinu.

Sandgerði 24. febrúar 2008

Borgarstjórnarstjórnarflokkur

Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Valhöll

Háleytisbraut 1

105 Reykjavík

 

Undirritaður sækir hér með um stöðu borgastjórans í Reykjavík, sem að sögn Geirs H. Haarde, er laus eftir rúmt ár.   Ég er að vísu flokksbundinn  í  öðrum flokki en ef þið óskið frekar að ég sé í Sjálfstæðisflokknum, þá er það ekkert mál, ég hef áður skipt um flokk svo auðvelt væri að gera það aftur.  Eftirfarandi mælir með mér í þessa stöðu:

 

1.                  Ég kann að tala og er talinn  ágætur ræðumaður

2.                  Ég skil Ensku

3.                  Ég er að vísu bindindismaður á vín, en þar sem ég veit að borgarstjóri þarf að mæta víða í veislur og boð.  Þá byrja ég bara að drekka aftur.

4.                  Ég er maður sátta og reyni að forðast allar deilur.

5.                  Ég kann að segja ósatt og oft nokkuð góður í að kjafta mig út úr vandræðum.

6.                  Ég get verið undirförull ef á þarf að halda og eins að tala illa um fólk.

7.                  Ég er fjölmiðlafælinn og mun passa að fréttamenn komi ekki nálægt ykkur.

8.                  Ég kann mikið af sögum um pólitíska andstæðinga ykkar.

9.                  Ég get skipum skoðun á nokkrum mínútum og hef yfirleitt þá skoðun, sem kemur best í hvert skipti.

10.              Svo síðast og ekki síst skipta laun ekki máli, ég fæ bara heimild til að fá úr borgarsjóði það sem mig vantar í hver sinn og mun gæta hófs í því.

 

 Ég vona að þið veljið mig svo forðast megi átök ykkar á milli um þetta embætti.

 

Virðingarfyllst,

  

Jakob Kristinsson kt. 090250-7369    Heimasími: 4562107   GSM: 8232954

Netfang: jakobkr@internet.is

Suðurgötu 17-21

245 Sandgerði

  

PS. Ég óska nafnleyndar.

 

Meðmælendur:

1.                  Össur Skarphéðinsson, ráherra

2.                  Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður

3.                  Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að það sé enginn leið til að hafna svona hæfum umsækjanda sem þú ert.

Sigurður Eðvaldsson 25.2.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað ekki og ég mun bjóða þér í veislu í Höfða þegar ég tek við.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sé að þú ert algjörlega kjörin í starfið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Þú yrði auðvita flottasti borgarstjóri sem Reykjavíkurbúar hafa átt ef Geir H. Haarde og félagar eru nógu skynsamir til að ráða þig. 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

er ekki bara óhætt að óska til haminju et ekki ímyndað mér hæfari umsækjandi

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.2.2008 kl. 22:29

6 identicon

Sæll Jakob.

Þú verður örugglega ráðinn á stundinni,

fæddur í hlutverkið, og nú er að semja un alla Bittlingana.

Og ekki gleyma STARFSLOKASAMNINGNUM 10 ÁR,   Á TVÖFÖLDUM LAUNUM.

Ætlar þú að bjóða mér í samningateitið.

BARÁTTUKVEÐJUR.

Þórarinn Þ Gíslason 26.2.2008 kl. 01:46

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita býð ég öllum sem eru hér á þessu bloggi og ef Höfði verður of lítill, þá verður bara að notast við einhverja íþróttarhöllina.  Allir gestir fá síðan gjöf í formi peninga.  Ég mun mæta á staðinn með skjalatösku eins og Ástþór Magnússon og raða fimm þúsund króna seðlabúntum á borð í ýmsum þykktum og svo velja gestir bara það sem þeim líst best á.

Ég heimsótti Geir H. Haarde og frú í gærkvöld og hann sagði að þetta væri eins og Lottó-vinningur fyrir flokkinn.  Ég verð nú bara að segja það eins og Geir, "þetta er tilboð sem ekki er hægt að hafna."

Jakob Falur Kristinsson, 26.2.2008 kl. 08:02

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér líst vel á þig í þessu nýja framtíðarstarfi.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 08:21

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 19:27

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Jakob
Ég ætla að vera fyrst til að senda þér blóm vegna nýja starfsins
Kær kveðja Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:24

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég mæli eindregið með þér í þetta starf.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:44

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég mæli eindregið með þér í þetta starf.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband