Breytingar hjá bönkunum

KaupþingKaupþing Singer & Friedlander hyggst hætta starfsemi á sviði eignafjármögnunar og hrávöruviðskiptafjármögnunar auk þess sem gerðar hafa verið skipulagsbreytingar innan fyrirtækjasviðsins í Bretlandi. Þessar breytingar koma til með að hafa jákvæð áhrif á kostnaðarhlið bankans og losa um lausafé sem nemur rúmlega 1 milljarði punda (130 milljörðum króna) á árinu 2008.

Ekki datt mér í hug að þegar ég var að skrifa um hinn nýja stjórnarformann Glitnis, Þorstein Már Baldvinsson, fyrir stuttu að hans stjórnunarstíll færi svona fljótt til hinna bankanna.  En það er raunverulega að gerast.  Nú er tími ofurlauna, bitlinga og bruðls hjá bönkunum, liðinn tími.  Það mun sennilega verða langt í næstu galaveislu, þar sem hver flaska af borðvíni hefur kostað mánaðarlaun verkamanns.  Það hafa margir fullyrt að okkar fjármálaveldi væri svo fínt og gott að atvinnugreinar eins og sjávarútvegur skipti engu máli.   Hún væri bara fyrir einhverja sérvitringa.  En hvað er gert núna þegar allt er að fara á hliðina, þá er sóttur maður úr sjávarútveginum til að bjarga málum.


mbl.is Breytingar hjá Kaupþingi losa um lausafé upp á 130 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Starfsemi þarf að skila RAUNVERULEGU verðmæti í þjóðarbúið, það hefur starfsemi fjármálafyrirtækjanna EKKIgert hingað til.  Ekki kæmi mér það á óvart þótt staða Íslensku viðskiptabankanna sé mun lakari en sagt er.

Jóhann Elíasson, 26.2.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og ef til vill einhver sannleikur í hruninu ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Þú skrifaðir: Nú er tími ofurlauna, bitlinga og bruðls hjá bönkunum, liðinn tími."Vona að það muni reynast rétt. Tími til kominn að þetta lið komist með fæturna niður á jörðina og hugsi rökrétt.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:53

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég er alveg sannfærður um að nú fær þetta lið að vinna fyrir sínum launum eins og annað fólk.  Hvorki öll þessi bankastarfsemi eða álframleiðslan skilar miklum nettótekjum í þjóðarbúið, þegar allt er reiknað til enda.

Jakob Falur Kristinsson, 26.2.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband