Björgum Vestfjörðum

Einn af mínum bloggvinum, hún Rósa mín á Vopnafirði, benti mér á mjög snjalla hugmynd til að bjarga Vestfjörðum.  Þessi hugmynd er að vísu komin frá Reynir Pétri, sem ég ekkert hver er.  Rósa er Vestfirðingur eins og ég og nú ætla ég að setja þessa hugmynd hér fram og óska eftir að allir Vestfirðingar, sem eru hér á blogginu, leggi okkur lið.  Mín blogg-síða mun verða umræðu vettvangur um þessa tillögu og þið notið athugasemdar dálkinn hjá mér til að koma með tillögur um breytingar eða bara skrifa ykkar nafn sem verður litið á sem staðfestingu á þátttöku ykkar.  Hér á eftir kemur tilaga Reynis Péturs;

1.   Grafa skipaskurð úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og þar með væru Vestfirðir orðnir að eyju aðeins tengd meginlandi Íslands með brú.

2.   Mín útfærsla á tillögu Reynis Péturs er eftirfarandi:

      1.   Vestfirðir yrðu sjálfstjórnarhérað í ríkinu Ísland, svipað og Færeyjar og Grænland eru hjá  Danmörk.

       2.   Þeir þingmenn sem eiga lögheimili á Vestfjörðum og eru nú á Alþingi fyrir Norðvestur- kjördæmi yrðu þingmenn Vestfjarða á Alþingi.  Vestfirðir yrðu með sína heimastjórn og mætti nýta Fjórðungssamband Vestfjarða í því sambandi.

     3.  Vestfirði fengju engar tekjur frá Íslandi af stóriðju, en á mói kæmi að Vestfirðir réðu alfarið yfir sínum fiskimiðum, sem yrði útfært nánar í samvinnu við ríkisstjórn Íslands.

     4.   Öll sú þjónusta sem Vestfirðir þyrftu að fá frá ríkinu Ísland, t.d. rafmagn, utanríkismál ofl, yrði greidd með því að Vestfirðir seldu veiðiheimildir til ákveðinna fiskiskipa íslenska ríkisins.

     5.   Allt sem er í dag sameiginlegt yrði skipt eftir höfðatölu og er ég þar að meina, Heilbrigðismál, Framhaldsskóla, Háskóla, Vegagerð ofl.

Með þessu gætu Vestfirðir alveg bjargað sér sjálfir og öll umræða um einhver sérstakan Vestfjarðavanda væri úr sögunni.  Ég er sannfærður um að allir þeir miklu fjársjóðir, sem Vestfirðir eiga í dag t.d. ósnortin náttúra, fiskimiðinn og margt fleira, gerðu Vestfirði svo ríkt samfélag að það gæti á nokkrum árum farið að veita öðrum fjárhagsaðstoð.

Nú hvet ég alla sanna Vestfirðinga og alla aðra, sem eru hér á blogginu að taka þátt í þessu með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru mörg ár síðan ég byrjaði að tala um að gera Vestfirði að sjálfstæðu ríki.  Með eignarrétt yfir fiskimiðunum, ég hef rætt þessa hugmynd við Kristinn H. Gunnarsson og Guðjón Arnar.  Ég bað þá um að kanna möguleikana og stöðu okkar til að stíga þetta skref.  Það er löngu komin tími á alvarlegar umræður um þetta skref, áður en stjónrvöld ganga endanlega frá tilveru okkar.  Ég tel þetta einu raunhæfu leiðina til bjargar okkar hluta.  En eitt er alveg ljóst að ég vil ekki sjá núverandi sjávarútvegsráðherra fara með neitt vald í því ríki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábærar hugmyndir. Tek undir hvert orð hjá Ásthildi.

Marta B Helgadóttir, 4.3.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er alveg sammála þérað EKG á ekki að far með neitt vald þarna, ég setti bara þessa hugmynd um að okkar þingmenn yrðu fulltrúar á Alþingi fyrir Vestfirði öllu öðru munum við ráða sjálf.  En þú er sú fyrsta sem skrifar og nú er bara að sjá hvernig boltinn rúllar áfram.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ég er mikið að hugsa um tillöguna hans Reynis Péturs. Hann vildi láta grafa skipaskurð á milli Vestfjarðarkjálkans og þá meginlandsins og að Vestfirðir yrðu sjálfstætt ríki. Þú kemur með stæl þarna og ýtir Halldóri til hliðar og verður æðstráðandi. Ég mæli með þér. Allir sem eru ættaðir frá Vestfjörðum eru eðalfólk. 

Baráttukveðjur fyrir Vestfjarðarkjálkanum.

Sæll aftur. Ég er með upplýsingar fyrir þig um Reynir Pétur. Árið 1985 gekk hann umhverfis landið til að safna fyrir byggingu íþróttaleikhúsi á Sólheimum í Grímsnesi. Hann var svo glaður að geta gengið áfram og þurfa aldrei að fara til baka. Hann verður 60 ára á þessu ári og er hraustur og glaður. Ég man svo vel eftir viðtölunum við hann. Hann vissi liggur við allt milli himins og jarðar og svo man ég þessa mögnuðu hugmynd að Vestfirðir yrðu sjálfstætt ríki. Baráttukveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka ég þér fyrir Rósa mín, og nú veit ég hver maðurinn er.  Það er greinilega mikill áhugi á hugmyndinni, því bara á meðan ég var að svara henni Ásthildi voru komnir nokkrir aðilar með skrif.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Það vex eitt blóm fyrir vestan

Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.

Ég ann þessu eina blómi,
sem aldrei ég fékk að sjá.
Og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.

Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki, að ég er til.

       Guðmundur Árnason / Steinn Steinarr

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 13:15

7 identicon

Sæll Jakob.

Ekki velta sér upp úr þessu.

Og eins og sannir Vestfirðingar eru, þá eiga þeir að hefja verkið núna.

Við sem erum ekki alveg HEILSUGLAÐIR getum ábyggilega orðið til einhverra nota,því eins og ég segi.

Nú er allra handa þörf,

og þarft að sjá til sólar.

Í Vestfirðingi  í aldahvörf,

engir setustólar.

Þórarinn Þ Gíslason 4.3.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja þá byrjum við bara að moka. Brettum upp ermar bræður og systur og vinnum okkur fram til sigurs.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta fer bara vel af stað, Ásthildur og nú skal ekkert gefið eftir.  Nú skulum við sýna þessum fuglum sem eru kallaðir ráðherrar og þingmenn, hvað Vestfirðingar geta ef við stöndum saman.  Olíustöðin skal hent út í hafsauga og Sir Halldóri á eftir, ef hann fer ekki að tala eins og maður.  Nú ráðum við og Vestfirði skulu sína og sanna að þar er best að búa í dag og næstu 1.000 ár.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 13:48

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

ARNARFJÖRÐUR

Arnarfjörður feiknarstór,
fegurð af öðrum ber,
þar búa ýmsar verur
og yndislegt fólk þar er.

Á sumrin blessar sólin
elsku fjörðinn minn,
þar blása sjaldan vindar
og blessaður er ylurinn.

Þegar ég sit hérna
og það berst í tal,
hvar sé best að vera
hugsa ég um Bíldudal.

Þó fæddist ég á mölinni,
á hjarta mitt þó heima
í firði vestur á fjörðum
sem aldrei mun ég gleyma.


Miriam Petra
1990-
Tileinkað öllu þeim skrítnu skyldmennum sem ég á fyrir vestan og hátíðinni Bíldudals Grænum 2007.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 14:24

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

"En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar."

DÝRAFJÖRÐUR 

Ó,Dýrafjörður, þú dregur nafnið
af dánumanni sem fyrst þig leit.
Hann las í brekkunum blómasafnið
og byggði síðan í þínum reit.

Við Dýrafjörðinn er fjöldi blóma
og fegurð meiri en orð fá lýst,
þar fjöllin hljómana enduróma
í ótal bylgjum, já það er víst.

Frímann Jónasson skólastjóri frá Fremri-Kotum í Skagafirði (1901-1988)

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 14:47

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rósa, það er ekki til einn einasti skrýtinn maður á Vestfjörðum og ekki heldur það fólk sem þaðan er ættað.  Allir vestfirðingar, hvar sem þeir búa er hörkuduglegt og heiðarlegt fólk.  Ég skil ekki hvernig þér dettur svona andskotans kjaftæði í hug.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 14:48

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Við vitum það en þessi blessuð kona sem samdi þetta ljóð heldur það en það er hennar VANDAMÁL. Ég kunni ekki við að þurrka þessa vitleysu út.

Baráttukveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:04

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú fyrir gefðu ég hélt að þetta væri eftir þig.  Hún á greinilega við mikið vandamál að stríða þessi heimska kelling, er örugglega frænka þessara olíu-rugludall sem ætla að eyðileggja Vestfirði.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 15:14

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvað varð af þér Ásthildur mín, ekki ertu orðin uppgefinn strax.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 15:17

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Þú ert fyndinn. Með því að leyfa þessari setningu að fljóta með þá sýndi ég framá hvað hún var og er vitgrönn að segja svona um Vestfirðinga sem eru eðalfólk

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:32

17 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég leyfi allt á minni síðu ef það er ekki eitthvað andskotans rugl og vitleysa.  Þá er því kastað út.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 15:53

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rósa: Það vantaði bara: "Í faðmi fjalla blárra,; þar freyðir aldan köld.

Jakob: Ef þú leyfir ekki 'eitthvað andskotans rugl og vitleysu', þá leyfir þú ekki 'ALLT', eins og þú segir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2008 kl. 19:18

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Áfram með baráttuna. Jóni Steinari verður að ósk sinni.

Ísafjörður


Í faðmi fjalla blárra
þar freyðir aldan köld.
Í sölum hamra hárra
á Huldan góða völd.
Er lætur blysin blika
um bládimm klettaskörð,
er kvöldsins geislar kvika
og kyssa Ísafjörð.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:56

20 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jón Steinar, ég segi að ég leyfi ALLTá minni síðu og ef þú  ert læs, þá stendur skýrum stöfum á forsíðunni upplýsingar um höfund að ég kast öllu út sem eru með skítast og svívirðingar og það kalla ég andskotans rugl og kjaftæði.  Og þú þarft ekkert að taka að þér að svara fyrir hana Rósu.  Hún klárar það örugglega sjálf, og þú þarft ekkert að vera neinn siðgæðisvörður á minni síðu, það geri ég sjálfur, en ef þetta á að vera eitthvað sniðugt hjá þér, þá er það ekki húmor sem ég kann að meta. Axel olíuhreinsistöð verður aldrei byggð á Íslandi, því um leið og slík stöð yrð reist, þá yrði mengunin slík og ekki bara á Vestfjörðum heldur fer þetta með hafstraumum allt í hringum Ísland og ekki bara með straumum hafsins heldur líka með fiskum, því þeir kunna víst að synda.  Ég hef rætt þetta við efnaverkfræðing í Háskólanum og það tæki ekki nema 2-3 ár ár eyðileggja allt lífríkið við Ísland.  Gróður á landi færi á sama veg og um leið allur landbúnaðurinn á einu bretti.  Ísland gæti hvergi í heiminum selt sínar afurðir, enda yrði ekkert til að selja.  Þetta er þvílíkt rugl og vitleysa að ég skil ekki að nokkrum manni með fullu viti detti slíkt í hug hvað þá að ætla að framkvæma slíkt.  Nei sjálfstæði Vestfjarða og nýta allar þær náttúru perlur, sem þar eru, mun koma og það verður ekki hætt fyrr en slíkt er í höfn.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 21:44

21 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég styð hugmyndir um sjálfstæði Vestfjarða - hugmyndir um skipaskurðinn eru gamlar og til er sú saga að tröll hafi byrjað á að grafa hann og því sé Gilsfjörðurinn svona langur og mjór. Það sem þau köstuðu úr skóflunum eru nú eyjar á Breiðafirði.

Þarna inni í botni Gilsfjarðar er ég alinn upp og ég skal glaður gæta landamæra fyrir Vestfirðinga. 

Dofri Hermannsson, 4.3.2008 kl. 22:42

22 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir Dofri, þitt boð verður þegið með þökkum, því þegar allt fer að blómstra á Vestfjörðum mun verða gífurleg ásókn í að fá þar landvistarleyfi og fá að njót alls þess sem Vestfirðir munu hafa upp á að bjóða.  Við skoðum allar góðar hugmyndir Axel, bara að ekki verði mengun.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 22:55

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Meira af ljóðum um dásamlegu Vestfirðina.

Við Ísafjarðardjúp

Eftir Guðmund  Einarsson frá Miðdal

 

Undra djúp við Íshafs villtu slóð,

Um þig vil ég kveða lítinn óð.

Harpan er gömul, höndin stirð og köld,

En hugurinn geymir sögn, og mynda fjöld.

 

Hér hnitar örninn hring við klettarið,

horfir yfir voga og fiskimið.

Æður og svanir út við hólma kvaka,

Í ám og vötnum fiskar bjartir vaka.

 

Um ystu látur urt og kópar synda,

við augum blasir hópur kynjamynda.

Æðey, Vigur, Kaldalón og Klettar,

Kofri, Hestur; jökulurðir grettar.

 

Gengið hef ég um Hljóðabungu um nótt,

Í Heydal rætt við dverg og álfadrótt.

Við innlögn siglt um sævardjúpið kalda,

er sólin gyllir ský og öldufalda.

-Mikla djúp ég minnist ávallt þín, -

á  meðan sólin gleður augu mín.

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:15

24 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mikið kannt þú af ljóðum Rósa, mig er farið að gruna að þú sért að koma með öll þessi ljóð til að fá vænan bitling hjá  væntanlegri   Ríkisstjórn Vestfjarða og ég skal láta undan frekjunni í þér og reyna að þú fáir að verða fjallkonan á Þjóðhátíðisdegi Vestfjarða, þegar þar að kemur.

Jakob Falur Kristinsson, 5.3.2008 kl. 00:08

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Ég myndi nú segja að við ættuð að hafa unga fjallkonu nema að við ætlum að vera eins og Vesturíslendingar en þar eru stútungkerlingar valdar í embætti fjallkonu á Íslendingadeginum í Gimli. Hef verið þar tvisvar.

Ég vona að það verði fjör hjá þér hér á morgunn að berjast fyrir Sjálfstæði Vestfirðinga Nú er pistillinn kominn í "Heitar umræður" og þá stækkar hópurinn sem skoðar færsluna. Eða ég vona það allavega.

Verðum við ekki að viðurkenna áður en ég yfirgef fjörið hér að það var sett upp smá leikrit hér og þú þóttist vera pirraður við mig.

Í sambandi við ljóðin þá voru sum þeirra í bókunum Fletta og Gluggasteinn eftir Sverrir Gíslason frá Heydal í Mjóafirði V/Djúp

KVÖLD

Dósóþeus Tímóteusson:

 

Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur

og svalar bárur lauga fjörustein

og upp af bláum öldum mistrið stígur

og úðans perlur titra á skógargrein

og handan yfir hafið til mín flýgur

eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein.

 

Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur

og svalar bárur lauga fjörustein.

BARÁTTUKVEÐJUR OG GÓÐA NÓTT

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband