4.3.2008 | 09:56
Björgum Vestfjörðum
Einn af mínum bloggvinum, hún Rósa mín á Vopnafirði, benti mér á mjög snjalla hugmynd til að bjarga Vestfjörðum. Þessi hugmynd er að vísu komin frá Reynir Pétri, sem ég ekkert hver er. Rósa er Vestfirðingur eins og ég og nú ætla ég að setja þessa hugmynd hér fram og óska eftir að allir Vestfirðingar, sem eru hér á blogginu, leggi okkur lið. Mín blogg-síða mun verða umræðu vettvangur um þessa tillögu og þið notið athugasemdar dálkinn hjá mér til að koma með tillögur um breytingar eða bara skrifa ykkar nafn sem verður litið á sem staðfestingu á þátttöku ykkar. Hér á eftir kemur tilaga Reynis Péturs;
1. Grafa skipaskurð úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og þar með væru Vestfirðir orðnir að eyju aðeins tengd meginlandi Íslands með brú.
2. Mín útfærsla á tillögu Reynis Péturs er eftirfarandi:
1. Vestfirðir yrðu sjálfstjórnarhérað í ríkinu Ísland, svipað og Færeyjar og Grænland eru hjá Danmörk.
2. Þeir þingmenn sem eiga lögheimili á Vestfjörðum og eru nú á Alþingi fyrir Norðvestur- kjördæmi yrðu þingmenn Vestfjarða á Alþingi. Vestfirðir yrðu með sína heimastjórn og mætti nýta Fjórðungssamband Vestfjarða í því sambandi.
3. Vestfirði fengju engar tekjur frá Íslandi af stóriðju, en á mói kæmi að Vestfirðir réðu alfarið yfir sínum fiskimiðum, sem yrði útfært nánar í samvinnu við ríkisstjórn Íslands.
4. Öll sú þjónusta sem Vestfirðir þyrftu að fá frá ríkinu Ísland, t.d. rafmagn, utanríkismál ofl, yrði greidd með því að Vestfirðir seldu veiðiheimildir til ákveðinna fiskiskipa íslenska ríkisins.
5. Allt sem er í dag sameiginlegt yrði skipt eftir höfðatölu og er ég þar að meina, Heilbrigðismál, Framhaldsskóla, Háskóla, Vegagerð ofl.
Með þessu gætu Vestfirðir alveg bjargað sér sjálfir og öll umræða um einhver sérstakan Vestfjarðavanda væri úr sögunni. Ég er sannfærður um að allir þeir miklu fjársjóðir, sem Vestfirðir eiga í dag t.d. ósnortin náttúra, fiskimiðinn og margt fleira, gerðu Vestfirði svo ríkt samfélag að það gæti á nokkrum árum farið að veita öðrum fjárhagsaðstoð.
Nú hvet ég alla sanna Vestfirðinga og alla aðra, sem eru hér á blogginu að taka þátt í þessu með okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Athugasemdir
Það eru mörg ár síðan ég byrjaði að tala um að gera Vestfirði að sjálfstæðu ríki. Með eignarrétt yfir fiskimiðunum, ég hef rætt þessa hugmynd við Kristinn H. Gunnarsson og Guðjón Arnar. Ég bað þá um að kanna möguleikana og stöðu okkar til að stíga þetta skref. Það er löngu komin tími á alvarlegar umræður um þetta skref, áður en stjónrvöld ganga endanlega frá tilveru okkar. Ég tel þetta einu raunhæfu leiðina til bjargar okkar hluta. En eitt er alveg ljóst að ég vil ekki sjá núverandi sjávarútvegsráðherra fara með neitt vald í því ríki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:21
Frábærar hugmyndir. Tek undir hvert orð hjá Ásthildi.
Marta B Helgadóttir, 4.3.2008 kl. 10:32
Ég er alveg sammála þérað EKG á ekki að far með neitt vald þarna, ég setti bara þessa hugmynd um að okkar þingmenn yrðu fulltrúar á Alþingi fyrir Vestfirði öllu öðru munum við ráða sjálf. En þú er sú fyrsta sem skrifar og nú er bara að sjá hvernig boltinn rúllar áfram.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 10:34
Sæll Jakob. Ég er mikið að hugsa um tillöguna hans Reynis Péturs. Hann vildi láta grafa skipaskurð á milli Vestfjarðarkjálkans og þá meginlandsins og að Vestfirðir yrðu sjálfstætt ríki. Þú kemur með stæl þarna og ýtir Halldóri til hliðar og verður æðstráðandi. Ég mæli með þér. Allir sem eru ættaðir frá Vestfjörðum eru eðalfólk.
Baráttukveðjur fyrir Vestfjarðarkjálkanum.
Sæll aftur. Ég er með upplýsingar fyrir þig um Reynir Pétur. Árið 1985 gekk hann umhverfis landið til að safna fyrir byggingu íþróttaleikhúsi á Sólheimum í Grímsnesi. Hann var svo glaður að geta gengið áfram og þurfa aldrei að fara til baka. Hann verður 60 ára á þessu ári og er hraustur og glaður. Ég man svo vel eftir viðtölunum við hann. Hann vissi liggur við allt milli himins og jarðar og svo man ég þessa mögnuðu hugmynd að Vestfirðir yrðu sjálfstætt ríki. Baráttukveðjur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:34
Þakka ég þér fyrir Rósa mín, og nú veit ég hver maðurinn er. Það er greinilega mikill áhugi á hugmyndinni, því bara á meðan ég var að svara henni Ásthildi voru komnir nokkrir aðilar með skrif.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 10:38
Sæll og blessaður.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 13:15
Sæll Jakob.
Ekki velta sér upp úr þessu.
Og eins og sannir Vestfirðingar eru, þá eiga þeir að hefja verkið núna.
Við sem erum ekki alveg HEILSUGLAÐIR getum ábyggilega orðið til einhverra nota,því eins og ég segi.
Nú er allra handa þörf,
og þarft að sjá til sólar.
Í Vestfirðingi í aldahvörf,
engir setustólar.
Þórarinn Þ Gíslason 4.3.2008 kl. 13:21
Jæja þá byrjum við bara að moka. Brettum upp ermar bræður og systur og vinnum okkur fram til sigurs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 13:32
Þetta fer bara vel af stað, Ásthildur og nú skal ekkert gefið eftir. Nú skulum við sýna þessum fuglum sem eru kallaðir ráðherrar og þingmenn, hvað Vestfirðingar geta ef við stöndum saman. Olíustöðin skal hent út í hafsauga og Sir Halldóri á eftir, ef hann fer ekki að tala eins og maður. Nú ráðum við og Vestfirði skulu sína og sanna að þar er best að búa í dag og næstu 1.000 ár.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 13:48
ARNARFJÖRÐUR
Arnarfjörður feiknarstór,
fegurð af öðrum ber,
þar búa ýmsar verur
og yndislegt fólk þar er.
Á sumrin blessar sólin
elsku fjörðinn minn,
þar blása sjaldan vindar
og blessaður er ylurinn.
Þegar ég sit hérna
og það berst í tal,
hvar sé best að vera
hugsa ég um Bíldudal.
Þó fæddist ég á mölinni,
á hjarta mitt þó heima
í firði vestur á fjörðum
sem aldrei mun ég gleyma.
Miriam Petra
1990-
Tileinkað öllu þeim skrítnu skyldmennum sem ég á fyrir vestan og hátíðinni Bíldudals Grænum 2007.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 14:24
Sæll Jakob.
"En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar."
DÝRAFJÖRÐUR
Ó,Dýrafjörður, þú dregur nafnið
af dánumanni sem fyrst þig leit.
Hann las í brekkunum blómasafnið
og byggði síðan í þínum reit.
Við Dýrafjörðinn er fjöldi blóma
og fegurð meiri en orð fá lýst,
þar fjöllin hljómana enduróma
í ótal bylgjum, já það er víst.
Frímann Jónasson skólastjóri frá Fremri-Kotum í Skagafirði (1901-1988)
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 14:47
Rósa, það er ekki til einn einasti skrýtinn maður á Vestfjörðum og ekki heldur það fólk sem þaðan er ættað. Allir vestfirðingar, hvar sem þeir búa er hörkuduglegt og heiðarlegt fólk. Ég skil ekki hvernig þér dettur svona andskotans kjaftæði í hug.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 14:48
Sæll Jakob. Við vitum það en þessi blessuð kona sem samdi þetta ljóð heldur það en það er hennar VANDAMÁL. Ég kunni ekki við að þurrka þessa vitleysu út.
Baráttukveðjur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:04
Nú fyrir gefðu ég hélt að þetta væri eftir þig. Hún á greinilega við mikið vandamál að stríða þessi heimska kelling, er örugglega frænka þessara olíu-rugludall sem ætla að eyðileggja Vestfirði.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 15:14
Hvað varð af þér Ásthildur mín, ekki ertu orðin uppgefinn strax.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 15:17
Sæll Jakob. Þú ert fyndinn. Með því að leyfa þessari setningu að fljóta með þá sýndi ég framá hvað hún var og er vitgrönn að segja svona um Vestfirðinga sem eru eðalfólk
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:32
Ég leyfi allt á minni síðu ef það er ekki eitthvað andskotans rugl og vitleysa. Þá er því kastað út.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 15:53
Rósa: Það vantaði bara: "Í faðmi fjalla blárra,; þar freyðir aldan köld.
Jakob: Ef þú leyfir ekki 'eitthvað andskotans rugl og vitleysu', þá leyfir þú ekki 'ALLT', eins og þú segir.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2008 kl. 19:18
Sæl öll. Áfram með baráttuna. Jóni Steinari verður að ósk sinni.
Ísafjörður
Í faðmi fjalla blárra
þar freyðir aldan köld.
Í sölum hamra hárra
á Huldan góða völd.
Er lætur blysin blika
um bládimm klettaskörð,
er kvöldsins geislar kvika
og kyssa Ísafjörð.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:56
Jón Steinar, ég segi að ég leyfi ALLTá minni síðu og ef þú ert læs, þá stendur skýrum stöfum á forsíðunni upplýsingar um höfund að ég kast öllu út sem eru með skítast og svívirðingar og það kalla ég andskotans rugl og kjaftæði. Og þú þarft ekkert að taka að þér að svara fyrir hana Rósu. Hún klárar það örugglega sjálf, og þú þarft ekkert að vera neinn siðgæðisvörður á minni síðu, það geri ég sjálfur, en ef þetta á að vera eitthvað sniðugt hjá þér, þá er það ekki húmor sem ég kann að meta. Axel olíuhreinsistöð verður aldrei byggð á Íslandi, því um leið og slík stöð yrð reist, þá yrði mengunin slík og ekki bara á Vestfjörðum heldur fer þetta með hafstraumum allt í hringum Ísland og ekki bara með straumum hafsins heldur líka með fiskum, því þeir kunna víst að synda. Ég hef rætt þetta við efnaverkfræðing í Háskólanum og það tæki ekki nema 2-3 ár ár eyðileggja allt lífríkið við Ísland. Gróður á landi færi á sama veg og um leið allur landbúnaðurinn á einu bretti. Ísland gæti hvergi í heiminum selt sínar afurðir, enda yrði ekkert til að selja. Þetta er þvílíkt rugl og vitleysa að ég skil ekki að nokkrum manni með fullu viti detti slíkt í hug hvað þá að ætla að framkvæma slíkt. Nei sjálfstæði Vestfjarða og nýta allar þær náttúru perlur, sem þar eru, mun koma og það verður ekki hætt fyrr en slíkt er í höfn.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 21:44
Ég styð hugmyndir um sjálfstæði Vestfjarða - hugmyndir um skipaskurðinn eru gamlar og til er sú saga að tröll hafi byrjað á að grafa hann og því sé Gilsfjörðurinn svona langur og mjór. Það sem þau köstuðu úr skóflunum eru nú eyjar á Breiðafirði.
Þarna inni í botni Gilsfjarðar er ég alinn upp og ég skal glaður gæta landamæra fyrir Vestfirðinga.
Dofri Hermannsson, 4.3.2008 kl. 22:42
Þakka þér fyrir Dofri, þitt boð verður þegið með þökkum, því þegar allt fer að blómstra á Vestfjörðum mun verða gífurleg ásókn í að fá þar landvistarleyfi og fá að njót alls þess sem Vestfirðir munu hafa upp á að bjóða. Við skoðum allar góðar hugmyndir Axel, bara að ekki verði mengun.
Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 22:55
Sæl öll. Meira af ljóðum um dásamlegu Vestfirðina.
Við Ísafjarðardjúp
Eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal
Undra djúp við Íshafs villtu slóð,
Um þig vil ég kveða lítinn óð.
Harpan er gömul, höndin stirð og köld,
En hugurinn geymir sögn, og mynda fjöld.
Hér hnitar örninn hring við klettarið,
horfir yfir voga og fiskimið.
Æður og svanir út við hólma kvaka,
Í ám og vötnum fiskar bjartir vaka.
Um ystu látur urt og kópar synda,
við augum blasir hópur kynjamynda.
Æðey, Vigur, Kaldalón og Klettar,
Kofri, Hestur; jökulurðir grettar.
Gengið hef ég um Hljóðabungu um nótt,
Í Heydal rætt við dverg og álfadrótt.
Við innlögn siglt um sævardjúpið kalda,
er sólin gyllir ský og öldufalda.
-Mikla djúp ég minnist ávallt þín, -
á meðan sólin gleður augu mín.
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:15
Mikið kannt þú af ljóðum Rósa, mig er farið að gruna að þú sért að koma með öll þessi ljóð til að fá vænan bitling hjá væntanlegri Ríkisstjórn Vestfjarða og ég skal láta undan frekjunni í þér og reyna að þú fáir að verða fjallkonan á Þjóðhátíðisdegi Vestfjarða, þegar þar að kemur.
Jakob Falur Kristinsson, 5.3.2008 kl. 00:08
Sæll Jakob.
Ég myndi nú segja að við ættuð að hafa unga fjallkonu nema að við ætlum að vera eins og Vesturíslendingar en þar eru stútungkerlingar valdar í embætti fjallkonu á Íslendingadeginum í Gimli. Hef verið þar tvisvar.
Ég vona að það verði fjör hjá þér hér á morgunn að berjast fyrir Sjálfstæði Vestfirðinga Nú er pistillinn kominn í "Heitar umræður" og þá stækkar hópurinn sem skoðar færsluna. Eða ég vona það allavega.
Verðum við ekki að viðurkenna áður en ég yfirgef fjörið hér að það var sett upp smá leikrit hér og þú þóttist vera pirraður við mig.
Í sambandi við ljóðin þá voru sum þeirra í bókunum Fletta og Gluggasteinn eftir Sverrir Gíslason frá Heydal í Mjóafirði V/Djúp
KVÖLDDósóþeus Tímóteusson:
Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur
og svalar bárur lauga fjörustein
og upp af bláum öldum mistrið stígur
og úðans perlur titra á skógargrein
og handan yfir hafið til mín flýgur
eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein.
Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur
og svalar bárur lauga fjörustein.
BARÁTTUKVEÐJUR OG GÓÐA NÓTT
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.