12.3.2008 | 07:33
Nýja Frí-ríkið Vestfirðir
Jæja nú tekur alvaran við og næst er að stíga skref 2 sem er að stofna Frí-ríkið Vestfirði og af því að ég ætla að fara á fund hjá Össuri Skarphéðinssyni, sem nú gegnir starfi ráðherra byggðamál, en sá málaflokkur er að færast til Samgönguráðuneytis á næstunni. Það er því mjög áríðandi að þeir sem vilja vera með í þessu skrái sig inn á bloggsíðunni bbv1950.blog.is, svo ég hafi í höndunum nafnaskrá til að leggja fyrir ráðherrann. Það er nóg að skrifa bara í athugasemdardálkinn, nafn, kennitölu og heimilisfang. Einnig væri gott ef viðkomandi lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við hugmyndina. Ég ætla að setja fram nokkrar hugmyndi sem yrðu í væntanlegu frí-ríki;
1. Allri sameign sem Ísland á í dag yrði skipt eftir höfðatölu.
2. Öll strandlengja Íslands yrði mæld og sérstaklega Vestfjarða eftir að búið væri að grafa skipaskurðinn úr Gilsfirði til Húnaflóa. Eftir þessu yrði farið til að skipta öllum aflakvóta á milli Vestfjarða og Íslands. Þá fengu Vestfirðir veiðiheimildir í uppsjávarfiski, úthafskarfa ofl. tegundum.
3. Allar veiðar báta frá Vestfjörðum undir 15 tonnum yrðu gefnar frjálsar. Með því skilyrði að aðeins væri um að ræða krókaveiðar
4. Allar togveiðar yrðu bannaðar nema utan við 50 mílur frá landi.
5. Engir tollar, vörugjöld eða virðisaukaskattur yrði lagður á innfluttar vörur og yrði þá t.d.olía og bensín nær 50% ódýrari en á Íslandi. Einnig flestar innfluttar vörur vörur.
6. Reistar yrðu tvær stórar verslunarmiðstöðvar, önnur á Ísafirði en hin á Patreksfirði og á báðum þessum stöðum yrðu birgðastöðvar fyrir smærri verslanir í hinum minni þorpum.
7. Vestfirðir yrðu með sitt eigið skipa- og olíufélag.
8. Skattar á fyrirtækjum yrðu 0,00 en á einstaklingum 15% þó yrðu mánaðartekjur undir 300 þúsund skattfrjálsar. Sjómenn fengju greitt sérstaka uppbót sem er álíkur sjómannaafslætti í dag.
9. Samningar yrðu gerðir við Ísland um kaup á ýmsri þjónustu.
10. Húshitunarkostnaður yrði greiddur niður um 50%.
11. Komið yrði upp öflugu björgunar- og sjúkraflugi með þyrlum, sem staðsett yrði á Ísafirði.
Svo koma hér fánarnir sem Reynir Pétur hefur hannað:
Þetta er fáni nr. 1
Þetta er fáni nr. 2
Þetta er fáni nr. 3
Þetta er fáni nr. 4
Þetta er fáni nr. 5
Þetta er fáni nr. 6
Nú er bara að að velja besta fánann og það skulum við gera annað hvort hér á minni síðu eða á síðu BBV-Samtakanna. Nú þýðir ekkert að gefast upp og nú þegar eru okkar samtök farin að hafa áhrif í okkar þjóðfélagi. Það sem gerir þessi samtök svona sterk að þau eru ópólitísk í þröngri merkingu þess orðs. Í samtökunum er fólk úr flestum stjórnmálflokkum og við skulum passa okkur á því að draga ekki stjórnmálaflokkanna inn í okkar starf. Við bíðum bara róleg og ég er viss um það, að fyrir næstu kosningar verður til okkar leitað. Við skulum láta flokkanna koma skríðandi til okkar en ekki öfugt, þar liggur okkar styrkur. Og að lokum;
Frí-ríkið Vestfirðir skal koma.
Við gefumst aldrei upp
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:37 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hjúkrunarfræðingar fara í mál við vinnuveitenda sinn
- Kosningar búnar þar, en skella á hér
- Víti til að varast
- Viðsjár í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
Af mbl.is
Erlent
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
Athugasemdir
Hvað er vandamálið?
Jonni, 12.3.2008 kl. 08:45
Vandamálið er ósköp einfalt, það er verið að leggja Vestfirði í eyði og ráðmönnum dettur ekkert annað í hug en planta þarna niður olíuhreinsistöð með tilheyrandi mengun.
Jakob Falur Kristinsson, 12.3.2008 kl. 09:19
Sæll Jakob. Við berjumst fyrir Vestfjörðum. Fánar nr. 5. og 6. eru flottastir.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.3.2008 kl. 11:14
já ég get alveg sætt mig við fána fimm eða sex, þeir eru flottir. Nei auðvitað gefumst við ekki upp. Ég hef fengið nokkar upphringingar til að hvetja félagið áfram. Það eru margir þarna úti sem hugsa til okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 12:27
Líst ekki nógu vel á fánana.
Legg til að hannaður verði tvílitur fáni, hvítur og blár, með mynd af haferni í forgrunni.
Ársæll Níelsson, 12.3.2008 kl. 19:22
Við förum auðvitað ekki að láta val á fána stoppa okkur, það segir bara hver sína skoðun og síðan ræður meirihlutinn. Það eru ótal margir sem vilja styðja við þessa hugmynd um Frí-ríkiðog í morgun sendi ég bæði DV, Fréttablaðinu og 24 stundum, upplýsingar um þessi nýju samtök og vonandi birta einhver af þessum blöðum fréttir af þessu á morgun. Ef fréttir koma á morgun í blöðunum fara hjólin að snúast á fullri ferð. Einnig er ég að hugsa um á morgu að betla hjá RÚV og Stöð 2 auglýsingar um BBV-Samtökin og koma þessu hressilega af stað og fá ráðamenn þessa lands til að hrökkva aðeins við. Þá fyrst förum við að hafa áhrif og á okkur verður hlustað af fullri alvöru. Uppgöf er orð sem ekki er lengur til í mínum orðaforða og því segi ég bara; ÁFRAM, ÁFRAM OG ÁFRAM.
Jakob Falur Kristinsson, 12.3.2008 kl. 23:15
Ég lýsi yfir stuðningi við þessa baráttu þína Jakob.
Hallgrímur Guðmundsson, 13.3.2008 kl. 00:33
Sæll Jakob minn Ég er svo stolt af þér. Þú ert hetjan okkar og ég ætla að berjast með þér og okkar fólki eins og ég get hér á hjara veraldar.
Áfram með baráttuna og gefum ráðamönnum þjóðarinnar langt nef.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:26
Finnst þessi númer 3 bestur. Rauði hlutinn að neðan táknar hitann í jörðu og sá blái himininn.
Annars hef ég sennilega ekki tillögurétt hvað þetta, rakið flóafífl...:-)
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.3.2008 kl. 20:30
Sæll Jakob.
Fáni nr 3 og næstur honum er mér að skapi nr 6.
Baráttukveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason 14.3.2008 kl. 09:18
Sæl öll. Litli strákurinn minn hann Þórarinn líst vel á fána númer sex. Gat nú verið að eitthvað sex væri í huga lítils drengs.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2008 kl. 11:45
Hvernig er nú uppeldið hjá þér Rósa?
Jakob Falur Kristinsson, 14.3.2008 kl. 16:56
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:35
Ein hugmynd varðandi tekjuöflun fyrir þetta nýja fríríki sem mér hugnast nú heldur vel.
Finna fagurt umhverfi með fögru útsýni, t.d. á Látrabjargi.
Þarna yrði komið upp metnaðarfullum grafreitum sem seldir yrðu auðmönnum sem hinsti legstaður. Þessa hugmynd þyrfti að útfæra mjög vandlega og verðleggja síðan hvern grafreit með yfirgengilegri óskammfeilni.
Því dýrari sem skonsan yrði,- þeim mun eftirsóttari!
Svo þyrfti að vera þak á fjöldanum til að gera vitleysuna eftirsóttari.
Árni Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 17:51
Rósa og Jakobk,
Hvort ykkar, ætlar að eigna sér Drenginn-------langt genginn?
Þórarinn Þ Gíslason 16.3.2008 kl. 01:08
Sæll Þórarinn minn. Ætli ég verði ekki að gangast við þér og viðurkenna að ég hef ekki alið þig vel upp.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 01:26
Um hvaða dreng ert þú að ræða Þórarinn? Ef hún Rósa hefur ekki alið þig vel upp, þá getur það enginn og þú verður bara að sætta þig við að vera eins og þú ert.
Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2008 kl. 12:29
Að mörgu leyti góð hugmynd hjá þér. En af hverju heita samtökin BBV?
Jón Halldór Guðmundsson, 16.3.2008 kl. 16:00
Sæll Jakob minn. Við erum að bulla og ég þykist hafa alið hann upp og gert það illa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 17:51
Jón Halldór heitið er nú bara skammstöfun á Bloggarar Bjarga Vestfjörðum = BBV, þannig varð nú nafnið til. En nafnið sem slíkt er ekkert heilagt hjá okkur þremur sem erum í undirbúningshópnum og er auðvelt að breyta.
Jakob Falur Kristinsson, 20.3.2008 kl. 15:59
Sæll Jakob minn
Í FjörðumFagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldarreit.
Menn og dýr þá deyja.
Orgar brim á björgum
bresta öldu hestar,
stapar standa tæpir,
steinar margir veina.
Þoka úr þessu rýkur,
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar
hríð á eftir ríði.
Látra - Björg
BARÁTTUKVEÐJUR/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2008 kl. 01:10
Auðvitað hefur þú tillögurétt eins og aðrir Hafsteinn, þetta eru frjáls samtök og ALLIR hafa rétt á að koma með tilögurog góðar ábendingar.
Þetta er góð hugmynd hjá þér Árni Gunnarsson, við vorum reyndar komin með hugmynd um Látrabjarg sem góðan útsýnisstað. En þetta með grafreitinn er mjög gott og væri t.d. heppilegt á Hrafnseyri og eins og þú segir að hafa það mjög dýrt og takmarka fjöldann, þá yrði slíkt um leið eftirsóknarvert hjá fólki sem á nóg af peningum.
Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2008 kl. 10:08
Sæll Jakob,
Las greinina eftir þig í Mogganum í dag og ég verð nú að segja, þótt Vestfirðingur sé, að þetta er ansi langsótt verkefni að grafa kjálkann frá og hvað þá heldur að stofna Ný-ríki. Sveinbjörn Jónsson frá Suðureyri kom með þessa hugmynd fyrir mörgum áratugum síðan og menn brostu bara því þeir vissu að þetta yrði aldrei að veruleika. Það er allt gott og blessað að viðra ýmsar hugmyndir í þessu sambandi og ég er sammála því að olíuhreinsistöð í Arnarfirði yrði mikið lýti fyrir þessar söguslóðir og náttúruperlur sem fjörðurinn geymir. Hins vegar held ég að svona óraunhæfar hugmyndir ýti ekki mikið við alvarleika málsins. Svo ég spyrji þig nú beint; telur þú virkilega að það sé raunhæft markmið að reyna að grafa kjálkann frá eða er þetta létt spaug hjá kallinum?
Róbert Schmidt
Róbert Schmidt 26.3.2008 kl. 12:23
Þetta er full alvara Róbert. Ég hef ekki ennþá rekist á neitt sem ætti að vera í veginum að grafa þennan skipaskurð og ég er EKKI AÐ GRÍNAST. Það stoppar varla hjá mér síminn og mitt pósthólf fyllist oft á dag og eru þar á ferð hin ýmsu erlendu fyrirtæki sem hafa áhuga á málinu og vilja leggja okkur lið. Eins hefur komið fjöldi fyrirspurna frá moldríku heimsfrægu fólki sem hefur áhuga á að flytja til Vestfjarða ef tekst að búa þar til skattaparadís. Ég skal lofa þér því að standa á bakkanum og veifa til þín þegar þú siglir í gegnum skipaskurðinn í fyrsta sinn. Það getur velverið að menn hafi brosað að Sveinbirni Jónssyni á sínum tíma. En ég mynni líka á að bændur fjölmenntu til Reykjavíkur á sínum tíma til að mótmæla komu símans til Íslands. Það gerir enginn grín af því í dag. Það sem vantar er samstaða og kjarkur til að hrinda þessu í framkvæmd. Þetta kemur því skal ég lofa þér.
Jakob Falur Kristinsson, 28.3.2008 kl. 12:45
Mér finnst þessir fánar ekki flottir verð ég að segja. Þetta eru allir sömu litirnir og í Íslenska fánanum og þeir litir eru fyrir Eld, Ís, og Haf, en ekki eru Eldfjöll eða neitt þannig lagað á Vestfjörðum og ekki heldur jafn mikill ís, og þess vegna finnst mér að það ættu að vera aðrir litir í fána 'Fríríki Vestfjarða'.
Ónafngreindur 28.3.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.