Hvað vilja Vestfirðingar?

Það mætti halda að margir á Vestfjörðum vildu óbreytt ástand og ég verð að segja að ég hef orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með viðbrögðum sumra Vestfirðinga við tillögum okkar í BB-Samtökunum.  Er orðið framtíð eitthvað sem Vestfirðingar skilja ekki, vill þetta fólk bara mæta á kjörstað á 4 ára fresti og kjósa yfir sig sömu vitleysingana aftur og aftur, sem síðan berja á þeim á eftir og niðurlægja Vestfirði á flestum sviðum og sumir þeirra þora varla að koma til Vestfjarða, nema í skjóli nætur.    Fær fólk aldrei nóg af þessu rugli?  Finnst fólki allt í lagi að stöðugur fólksstraumur er frá Vestfjörðum og ekkert lát á og allt stefnir í að Vestfirðir fari í eyði.  Ég ætla rétt að vona að þegar við förum í fundarherferð um Vestfirði muni augu fólks opnast.  Við erum að falla á tíma með að bjarga Vestfjörðum.  Hristum nú rækilega upp í stjórnkerfinu svo Vestfirðir fái að dafna og blómstra.   

Ekkert hik nú verða verkin að tala og fríríkið Vestfirðir skal koma og áfram nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Við viljum að Vestfirðir dafni og blómstri en það verður ekki nema að stjórnvöldum sé send skýr skilaboð um hvað Vestfirðingar vilja og ef ekki er á þá hlusta þarf að gera eitthvað virkilega róttækt. Það verður að stöðva þessa sorglegu þróun sem á sér stað á Vestfjörðum og víðar á landsbyggðinni.

Forgangsröðun stjórnvalda er til skammar. Fyrirtæki þjóðarinnar voru færð einhverjum eðalmönnum á silfurfati, ekkert sparað í sendiráðsglæsihallir erlendis, ekkert sparað í Öryggisráðið sem er snobbráð sem við höfum ekkert í að gera. Einkaþotur notaðar til að fara með ráðafólkið okkar á snobbfundi víða um heim. Væri hægt að spara og ferðast um eins og venjulegt fólk gerir.

Tími til kominn að stokka upp spilin. Burtu með spillingu og snobb. Inn með réttlæti og fólkið í landinu á að vera númer eitt í forgangsröð stjórnvalda.

Við heyrum um umferðarslys núna dag eftir dag á þjóðvegum landsins sem eru ekta sveitavegir. Þessir vegir voru ekki byggðir fyrir alla þessa vöruflutningabíla. Þeir eru svo mjóir og það er hræðilegt að mæta þessum bílum t.d. í rigningu. Ég þarf að ríghalda í stýrið á meðan ég mæti þessum trukkum. Þeir ausa yfir bílinn svo miklu vatni að þurrkurnar hafa ekki við og ég sé ekkert út í svolítinn tíma. Ég má oft þakka fyrir að hafa ekki farið út af vegna vatnsausturs og einnig vegna vindkviðu sem kemur frá þessum tillitslausu ökumönnum sem ættu að aka hægar við svona skilyrði.

Einn af bloggvinum mínum lenti í slysinu á Reykjanesbraut fyrir nokkrum dögum. Mér er sagt að þarna sé búið að vera ófremdarástand lengi en það þurfti hræðilegt slys til að eitthvað var farið að gera. Jakob er þetta rétt??

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já því miður Rósa mín þá er þetta rétt og vegamerkingar svo ruglingslegar að maður á auðvelt með að ruglast á því hvort maður er að aka á tvíbreiðunum vegi eða einbreiðum.  Nú er víst verið að bjóða verkið út aftur og ég hef heyrt að lægsta tilboð sé frá nýju fyrirtæki sem að standa eigendur þess sem fór á hausinn og gafst upp á verkinu.  Bara ný kennitala.

Jakob Falur Kristinsson, 12.4.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ojj bara sama ógeðslega spillingin. Fólk fer í gjaldþrot og stofnar nýtt fyrirtæki aftur og aftur og sleppur við að borga reikninga hér og þar í staðinn. Óþolandi hvað fólk getur verið siðlaust og því er alveg sama þó þau skuldi fyrirtækjum sem vinir þeirra eða kunningjar standa að. Þessir fyrirtæki geta aldrei náð að fá til baka það sem þeir voru búnir að vinna fyrir þessa aðila sem leika á kerfið svona aftur og aftur. Svona hringleikhúsum þarf að loka í eitt skipti fyrir öll.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Aida.

Sammála því.

Fólk er bara hrætt skiljanlega.

Fólk þarf að sjá eitthvað sem það getur þreifað á, til að trúa, skiljanlega miða við að það er búið að prenta inn í fólkið að það eigi ekkert gott skilið miða við framkomu stjórnvalda.

Hlakka til sumarsins.

Aida., 12.4.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Stjórnvöldum er alveg sama um hinn venjulega íbúa þessa lands og í stað þess að gera eitthvað af viti eru ráðherrar á ferð og flugi með einkaþotum og smjaðra fyrir Bandaríkjamönnum.  Ingibjörg Sólrún hefði ekki þurft að fara til USA til að dásama vináttu okkar við USA, það hefði alveg dugað venjulegt símtal.

Jakob Falur Kristinsson, 14.4.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband