Rússarnir koma

Nú er að koma í ljós að þeir aðilar sem ætla að fara af stað með hina fáránlegu hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, eru Rússar.  Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar skrifar í BB að íbúar í Vesturbyggð vilji fá þessa stöð.  Hvernig getur Ragnar verið með svona fullyrðingar sem eru aðeins byggðar á hans hugmyndum.  Ég veit ekki til að nein skoðanakönnun hafi farið fram um afstöðu íbúa.  Hann hlýtur að hafa dreymt þetta manninn eða er hans draumur um þessa stöð svo mikill að hann gefi sér að allir séu honum sammála.  Rússar eru nú ekki þekktir fyrir að hugsa mikið um mengun en Ragnar segir að þetta verði að koma því ekki borði fólkið fjöllin á Vestfjörðum.  Mér ofbýður svona kjaftæði og get upplýst bæjarstjórann um að BBV-Samtökin eru með áform um stórkostlega uppbyggingu á Vestfjörðum og hafa fengið loforð fyrir 500-1000 nýjum störfum og þau loforð eru ekki frá Rússum, heldur vestrænum fyrirtækjum og skapa ekki mengun.  En hingað til hefur lítið orðið úr framkvæmdum vegna áhugaleysis heimamanna en það breytist nú vonandi.  Að óska eftir rússnesku mafíunni til að skapa störf fyrir vestfirðinga er þvílíkt rugl að varla er orðum á það eyðandi.  Það sem þarf að gera Ragnar Jörundsson er að gera eitthvað af viti og alvöru en ekki rugl og vitleysu með rússnesku mafíunni.  Í hvaða félagsskap eru forustumenn á Vestfjörðum að blanda sér í viljandi eða óviljandi.  Það þarf enginn að borða fjöll á Vestfjörðum þótt Rússarnir komi ekki heldur skapa ný störf og kaupa sér mat til að borða.  Á kannski að vera grjót í matinn í hinni nýju olíuhreinsistöð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Þetta er nú ljóta ruglið. Allir sem ég hef talað við á Vestfjörðum eru á móti olíuhreinsistöð.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:31

2 identicon

Halló . Er hægt að fá upplýst um hvað málið snýst ?

BBV-Samtökin eru með áform um stórkostlega uppbyggingu á Vestfjörðum og hafa fengið loforð fyrir 500-1000 nýjum störfum og þau loforð eru ekki frá Rússum, heldur vestrænum fyrirtækjum og skapa ekki mengun. En hingað til hefur lítið orðið úr framkvæmdum vegna áhugaleysis heimamanna en það breytist nú vonandi.

ísfirðingur 16.4.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta hjá þér Jakob. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það er svolítið undarlegt hvað heimamenn sýna okkar starfi lítinn áhuga en ætla í vangadans við Rússnesku mafíuna.  En við gefumst ekki upp og höldum okkar striki og sá dagur mun koma að íbúar Vestfjarða munu sjá hverjir muni reynast þeim best.  Það verða ekki neinir Rússneskir glæpamenn.

Jakob Falur Kristinsson, 18.4.2008 kl. 11:17

5 identicon

Já Sæll Drengur!! hvad er malid ? Afhverju helduru ad Russar eru bara Mafia Folk or sum! Og Hættu Ad tala Svona Ljot um Russar ! Tik!

Andrey Kerzhakov 20.4.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það eru auðvitað til heiðarlegir Rússar eins og íbúar hjá öllum þjóðum.  En eigi að síður er það Rússneska-mafían, sem öllu ræður í efnahagsmálum þar í landi.  Einkavæðingin sem Pútín stóð fyrir var um það að koma ríkisfyrirtækjum í hendur einkaaðilum og þegar þeir aðilar voru ekki Pútín að skapi voru fyrirtækin hirt af þeim og afhent öðrum og til að fullkomna nú verkið voru fyrri eigendur annað hvort drepnir eða setti í fangelsi.  Þótt 99% af Rússum séu heiðarlegt og gott fólk þá dugar þetta 1% til að sverta alla hina.

Jakob Falur Kristinsson, 20.4.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband