Hvað vilja Vestfirðingar?

Það er stór spurning hvað Vestfirðingar vilja gera í sínum málum.  Við hjá BBV-Samtökunum erum á fullri ferð og viðræðum við erlenda aðila um að koma með fjármagn og vinnu til Vestfjarða.  En því miður virðast mjög fáir vilja leggja okkur lið og ganga í samtökin og á sama tíma eru haldnir kynningarfundir um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Ég sem gamall Vestfirðingur skil þetta ekki, því það sem fyrst og fremst vantar á Vestfjörðum er atvinna og fjármagn til framkvæmda og endurreisa Vestfirði úr þeirri lægð sem þeir eru nú komnir í.  Það hafði samband við mig útgerðarmaður sem hefur mikinn áhuga á að kaupa og byggja upp Hesteyri í Jökulfjörðum og hefja þar útgerð og vinnslu með tilheyrandi umsvifum.  Ef þetta heldur svona áfram endar það með því að við í BBV-Samtökunum gefumst upp og óbreytt ástand verður á Vestfjörðum.  Við getum þetta ekki án þátttöku íbúanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

GLEÐILEGT SUMAR KÆRI BLOGGVINUR OG KÆRAR ÞAKKIR FYRIR VETURINN

Jóhann Elíasson, 24.4.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Jakob.
Gleðilegt sumar.
Takk fyrir veturinn og góð kynnir.
Það er spurning hvað Vestfirðingar vilja og landsbyggðin öll.
Það er komið nóg og það þarf björgunaraðgerðir til að snúa við þeirri þróun sem er í gangi að fólk flýr landsbyggðina t.d. vegna þess að það vantar fjölbreytileika í atvinnulífið. Fólk sem getur ekki lengur unnið erfiðisvinnu hefur ekkert val eins og á svona litlum stöðum eins og Vopnafirði.
Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Aida.

Sko vestfirðingar eru trúlausir á vestfirðir Jakob.

Eðlilega!!

Eg myndi segja að það þarf að fá eithvað til að þreyfa á,þá mun fólk vakna.

To good to bee true, ef þú skilur hvað eg meina.

Eg vil skrá mig í samtökin en það hreinlega gekk ekki en þú getur gert það fyrir mig Jakob, viltu hjálpa mér til þess.

Ekki missa trúnna á Vestfirði, haltu áfram að gera það sem þú ert að gera og þið,og svo vona eg að fá að sjá þig í sumar og heyra.

Við þurfum gott spark hér, komdu!

Aida., 24.4.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Vestfirðir rísa ! Vertu viss !

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.4.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Til að skrá sig í samtökin er nóg að skrifa nafn og kennitölu í gestabókina á síðunni bbv1950.  En ég skal með ánægju skrá þig og við í undirbúningshópnum erum að undirbúa kynningarferð í sumar um Vestfirði til að kynna hvað við ætlum að gera.  Ég mun með ánægju flytja til Vestfjarða og hrista þar upp í hlutunum ef á þarf að halda.

Jakob Falur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Aida.

Takk Jakob fyrir það.

Já skráðu mig endilega, og yeas hristu vel upp í hlutunum hér.

Hlakka mikið til að fá að sjá þig og heyra í þér.

Aida., 29.4.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband