Góðærið

Nú fyrst er allt að fara til fjandans á Íslandi, hvað varðar efnahagsmálin.  Í öllu góðærinu undanfarin ár gleymdu stjórnvöld að leggja til hliðar til að mæta áföllum.  Þess vegna stöndum við algerlega berskjölduð þegar að eins gefur á bátinn.  Hér er að verða algert hrun og við liggur að landið verði gjaldþrota.  Þótt ríkissjóður standi vel er það vegna tekna af gífurlegum innflutningi sem nær allur er í skuld.  Okkar gjaldeyrisvarasjóður er mjög veikur og dugar engan veginn fyrir erlendum skuldum og getur þar með ekki tryggt íslensku krónuna.  Við verðum að eiga gjaldeyrisjóð sem dugar til að greiða erlendar skuldir okkar ef ekki á að fara illa.  Við núverandi aðstæður er krónan ónýtur gjaldmiðill.  Við hefðum átt að fara aðeins hægar í því að ætla að gleypa allan heiminn og allt með  erlendu lánsfé.  Nú er komið að því að borga veisluna stóru og þá kemur í ljós að við eigum ekki fyrir reikningnum og hvað þá?  Það blasir ekkert annað við en gjaldþrot íslensku þjóðarinnar og þess vegna er mjög brýnt að stofna fríríkið Vestfirði og losa a.m.k. hluta þjóðarinnar frá þessari vitleysu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt Erlingur að Vestfirðir geta bjargað sér ef fengist til þess friður fyrir misvitrum stjórnmálamönnum.  Stjórnvöld virðast alveg ætla að hunsa ályktun Sameinuðu Þjóðina um brot á mannréttindum og til að réttlæta það eru týnd til mörg af verstu einræðisríkjum heims og notað sé sem afsökun um að allt í lagi sé að brjóta mannréttindi því til séu ríki sem geri það óspart.

Jakob Falur Kristinsson, 28.4.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er alveg sammála þér Erlingur um skiptingu fiskimiðanna, því stór hluti af landsbyggðinni hefði aldrein byggst upp ef ekki hefði verið góður aðgangur að fiskimiðum.

Jakob Falur Kristinsson, 28.4.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband