Já var það ekki

Þorskur Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag tekið ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári, 2008-2009. Þorskaflinn verður hinn sami og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 130 þúsund tonn. Aflamark í ýsu og ufsa lækkar en minna en Hafró lagði til.

Af hverju fór ráðherra ekki bara nákvæmlega eftir tillögum Hafró, þetta er bara sýndarmemennska að breyta aðeins frá tillögu Hafró og skiptir engu máli.  Til hvers er ráðherra að leggja í vinnu við nýtt frumvarp um aukin geymslurétt á milli ára.  Hvað eiga menn að geyma? Það eina sem verður geymt eru fiskiskipin sjálf og atvinnulaust fólk.  Til þess þarf ekki neitt sérstakt leyfi.  Þetta verður mun harkalegra á næsta ári því margir geymdu þorsk á milli fiskveiðiáranna 06/07 til 07/08 en það verður ekki núna.

Fyrst þessi vitleysa á að halda áfram 25. árið ættum við kannski að skoðaða aðferðir Dana við stjórn fiskveiða en þar er þorskkvótinn svo lítill að litið er á hann sem meðafla og má slíkur afli vera 20% af heildarafla hvers skips.  Eins og þorskkvótinn er orðinn hér á landi er hann nánast tekinn sem meðafli.  Bein sókn í þorsk er löngu hætt.

Sonur minn er skipstjóri á dragnótabát í Hansholm, í Danmörku og er þorskkvóti bátsins 6 tonn en þar sem báturinn er búinn að veiða um 100 tonn af öðrum tegundum aðallega kolategundir, má hann landa 20 tonnum af þorski, þótt þorskkvótinn sé aðeins 6 tonn.

Með þessari aðferð er sókninni beint frá þorskveiðum í aðrar tegundir.  Svona fyrirkomulag gæti auðveldað íslenskum útgerðarmönnum að þrauka af þá vitleysu sem nú er í gangi hér á landi.  Við ættum einnig að reyna að ná samningum við Grænlendinga um veiðar á þorski við Austur Grænland og heimila þeim í staðinn að veiða rækju hér við land, sem við sinnum lítið.  Gæti ekki líka verið að þorskurinn við Austur Grænland sé frá Íslandi komin og hér sé því um sameiginlegan stofn að ræða.


mbl.is Þorskkvótinn 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jakob

Þetta eru athyglisverðar tillögur sem þú leggur hér fram og er vert að skoða sérstaklega þetta með þorskkvótan við Grænland, en lítt er ég hrifinn â að skipta á rækju vegna bágs ástands karfastofnanna, ég man þegar að maður var á rækjunni fyrir norðan áður en að skiljan var lögleidd hvað kom mikið af karfaseiðum með, ég held að þrátt fyrir að skiljan væri lögleidd að þá drepist þessi karfi.

Það mætti styrkja margar smærri útgerðir með dönsku hugmyndinni, hún er óvitlaus

Bk

Hlýri

Hlýri 1.7.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var nokkur sumur á rækju úti fyrir Norðurlandi og þá var skiljan komin til sögunnar.  Ég man ekki eftir því að við fengjum nein karfaseiði eða neitt annað en rækju.  Við eigum líka rækjukvóta á Flæmska hattinum sem við nýtum ekkert.

En aðalmálið í mínum huga er að fá viðurkenningu á að þorskurinn við Grænland og Ísland sé sami stofninn og fá heimild til að veiða við Austur Grænland.

Já Danska fyrirkomulagið myndi bjarga margri útgerð hér á landi.  En því miður erum við föst í 25 ára hringavitleysu og ekkert má reyna nýtt vegna Hafró.

Ég var að fá skýringar á því af hverju þorskstofnarnir í Eystrasalti og Ermasundi eru nú að stækka svona mikið.  Það er vegna þess að veiðar á þorski voru orðnar óarðbærar og því fékk fiskurinn frið.  Nú er einhver Sænskur maður að leggja til að beina auknu ferskvatni í Eystrasalt, því talið er að sjórinn þar sé orðinn alltof saltur til að klak heppnist vel.

Það er kannski engin tilviljun að þorskklak við Suðurströnd Íslands hefur verið lélegt alveg frá því við fórum að virkja svona mikið á hálendinu.

Jakob Falur Kristinsson, 2.7.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband