Fíkniefnadómur

HéraðsdómurReykjaness Hollenskt par var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmt í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa í sameiningu flutt hingað til lands rúm 300 grömm af kókaíni með flugi frá Amsterdam þann 17. júní sl. Parið játaði skýlaust brot sitt en efnin voru geymd í hitabrúsa í ferðatösku konunnar.

Alltaf verður maður jafn undrandi á hvað dómar í fíkniefnismálum eru vægir.  Er því nokkuð skrýtið að hér skuli allt vera fljótandi í fíkniefnum. Það þarf að taka mikli harðar á þessum málum ef einhver árangur á að nást í þessari baráttu.  En þetta snýst auðvitað um framboð og eftirspurn og á meðan eftirspurn er eftir dópi þá koma alltaf einhverjir fram til að mæta þeirri þörf.  Svo finnst mér alveg ástæðulaust af lögreglu að gefa stöðugt út verðskrá á hinum ýmsu eiturlyfjum.  Alltaf þegar lögreglan nær að góma stórar sendingar er fréttamönnum boðið að mynda góssið og lögreglan útskýrir vandlega á hvaða verði viðkomandi efni eru seld á á götum Reykjavíkur og hvert heildarverðmæti hverrar sendingar er mikið.  Í baráttu gegn fíkniefnum skiptir engu máli hvað einhver sending sem löggan hefur náð er mikils virði.  Það sem skiptir máli er magnið sem næst að taka úr umferð.


mbl.is Tíu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Harðir dómar eru kannski ekki öll lausnin en geta verið hluti af henni en það nær ekki nokkurri átt að menn skuli fá svokallaðan "magnafslátt" þegar þeir hljóta dóm fyrir stærri fíkniefnamál.

Jóhann Elíasson, 7.7.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ærið oft erum við sammála en á því er undantekning núna. Hér á landi eru tiltölulega vægir dómar á mjög grófum ofbeldisbrotum miðað við dóma fyrir fíkniefni. Þannig að það getur borgað sig fyrir grunaða brotamenn sem eig yfir höfði sér 10 ára dóm eða meira fyrir fíkniefni að láta limlesta hugsanleg vitni og fá í mesta lagi örfá ár fyrir. Ég væri ekki að tala um þetta nema vegna þess að þetta er raunverulegt vandamál.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ærið oft erum við sammála en á því er undantekning núna.  Hér á landi eru tiltölulega vægir dómar á mjög grófum ofbeldisbrotum miðað við dóma fyrir fíkniefni. Þannig að það getur borgað sig fyrir grunaða brotamenn sem eig yfir höfði sér 10 ára dóm eða meira fyrir fíkniefni að láta limlesta hugsanleg vitni og fá í mesta lagi örfá ár fyrir.  Ég væri ekki að tala um þetta nema vegna þess að þetta er raunverulegt vandamál.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Af því að hér var verið að vitna til Bandaríkjanna, þá má alveg eins líta til Hollands, en þar í landi eru fíkniefni lögleg og til að draga úr afbrotum gefa yfirvöld fíklum frítt dóp.  Þar er líka talsvert athyglisvert að í Hollandi eins og svo mörgum öðrum löndum er í gildi tóbaksreykingarbann á krám og kaffihúsum, en ekki bann við að reykja kannabisefni.  Það er heimilt í sérstökum reykherbergjum.  Viljum við fá slíkt hér á landi.  Svar mitt er NEI en auðvita geta aðrir haft aðra skoðun en ég.  Það er rétt hjá þér Sigurður að dómar í ofbeldismálum hér á landi er oft vægir miðað við alvarleika brotanna.  En vægir dómar í einum málaflokki réttlætir ekki væga dóma í öðrum, þótt hver einasti dómur gefi ákveðið fordæmi.

Jakob Falur Kristinsson, 8.7.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Jakob, hefurðu kynnt þér tölur um glæpi í Hollandi ?

Hlutfallslega eru glæpir þar færri en á Íslandi (svona á að giska, þar sem ég nenni ekki að finna tölurnar um það).

og þar fyrir utan er Holland með mun minni glæpatíðni en flest öll lönd í kringum sig, af hverju ættum við ekki að "vilja slíkt hér" ?

Getur verið að ofbeldis og ránsglæpatíðni í Hollandi sé lægri en hjá öðrum þjóðum, þar sem fíkniefni eru ólögleg. Sé sú að fíklum er einmitt gefin lyf, verðið helst niðri, þeir sem þurfa að dópa, þurfa jafnframt ekki að stela eða beita ofbeldi til þess að fjármagna neysluna. Og þar afleiðandi sé hinn almenni borgari í Hollandi öruggari ?

Fólk dópar, alveg sama hvort það er löglegt eða ólöglegt. Samanber bannár áfengis í Bandaríkjunum, og/eða bjórbann á Íslandi.

Allt eru þetta bönn, sem áttu að stoppa eitthvað, kæfa eitthvað í fæðingu, eða eitthvað annað álíka útópískt. En gerðist ekki !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.7.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef ekki kynnt mér glæpatíðni í Hollandi, Ingólfur en ég tók Holland sem dæmi um að þar er neysla þessar efna lögleg og stjórnvöld gefa fíklum frítt dóp til að halda niðrið afbrotum.  Ég er alveg sammála þér að fólk dópar hvort sem það er löglegt eða ekki.  Ég tel að við ættum að skoða þetta betur í Hollandi og með því að fíklum sé gefið frítt dóp og ef það dregur úr afbrotum finnst mér sjálfsagt að gera slíkt hið sama hér á landi.  Það er alltaf betra að viðurkenna vandann og reyna að ná stjórn á honum en þykjast ekki sjá vandamálið.  En ég er ekki tilbúinn að samþykka að við göngum eins langt og þeir í Hollandi þ.e. að leyfa að fíkniefni séu lögleg hér á landi, þá er hætta á að við missum allt úr böndunum.

Jakob Falur Kristinsson, 9.7.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband