Nú er komið nóg af rugli

Meðferðin á flóttamanninum Paul Rames er okkur Íslendingum til skammar og mun verða lengi.  Hvers vegna var ekki hægt að leyfa manninum að dvelja hér á landi ásamt eiginkonu sinni og nýfæddum syni þeirra.  Ég sá viðtal við forstjóra Útlendingaeftirlitsins í sjónvarpinu og hvílíkur hroki og valdníðsla getur verið í einum manni.  Það var eins og verið væri að tala við vélmenni og algjört möppudýr.  Það vantaði ekki að hann þyldi upp hinar og þessar reglugerðir og lög.  Það kom fram hjá þessu möppudýri að það sem hefði verið í veginum fyrir því að maðurinn fengi hér dvalarleyfi væri það að eiginkona hans dveldist hér í leyfisleysi og næst væri að vísa henni úr landi líka.  Var þá ekki hægt að leysa málið með því a veita henni dvarleyfi líka.   Ég get tekið undir orð Jónasar Kristjánssonar fv. ritstjóra, sem sagði á bloggi sínu að við gætum lokað Útlendingastofnun og í staðinn sett upp símsvara seg segði "Úr landi" í hvert skipti sem hringt væri í þessa stofnun.

Ísbirnirnir sem komu hingað í leyfisleysi voru skotnir en kjarkurinn hjá okkar mönnum var ekki meiri en svo að stjórnvöld þorðu ekki að taka þennan mann af lífi, heldur ætluðu öðrum það verkefni.  Það er alveg rétt hjá möppudýrinu að í þessu máli var farið nákvæmlega eftir lögum og reglum, þótt heilbrigð skynsemi segði það vera rangt.  Möppudýrið viðurkenndi að það hefði verið hægt að gera undanþágu en þá væri búið að skapa fordæmi svo það væri ekki hægt.  Hvað með flóttamennina frá Palestínu verður það ekki fordæmi líka.  Nú er skrýtin staða komin upp hjá þessari fjölskyldu sem er þannig:  Faðirinn Paul Ramses er í flóttamannabúðum á Ítalíu og verður örugglega sendur þaðan til Kenja og drepinn.  Móðirin verður rekin úr landi og send til Svíþjóðar þar sem hún hefur dvalarleyfi.  Litla barnið er fætt hér á landi og á því fullan rétt á að verða íslenskur ríkisborgari.  Er nema von að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra sé ánægður með sitt fólk, sem hefur í einu og öllu farið eftir leikreglunum og ekki verið að gefa neitt eftir.  Því auðvitað gæti verið að Paul Ramses væri hættulegur maður, hann hefur að vísu unnið fyrir íslensk stjórnvöld í hjálparstarfi í Afríku og einnig unnið með barnhjálp ABC í Afríku.  En allur er varinn góður og því þótti öruggast að senda þennan mann beint í aftöku.

Sem betur fer lætur fólk í okkar landi ekki bjóða sér hvað sem er og er nú þessi ákvörðun um að vísa Paul Ramses úr land, gagnrýnd á hverjum degi fyrir framan dómsmálaráðuneytið.  Þessi miklu mótmæli hafa haft þau áhrif að forustumenn innan Samfylkingarinnar vilja láta endurskoða þessa ákvörðun og vonandi verður það gert áður en allt verður vitlaust í þjóðfélaginu.  Það er mín skoðun að reka eigi möppudýrið hjá Útlendingastofnun og Björn Bjarnason eigi að segja af sér vegna alls þess klúðurs sem þetta mál er.  Ég er einn af mörgum sem skammast mín fyrir að vera Íslendingur vegna þessa máls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Ég fór yfir allt sem þú hefur verið að skrifa frá því ég kíkti síðast. Þvílíkur dugnaður og við spólum bara og náum þér ekki.

Ég hlustaði á viðtal sem tekið var við Björn Bjarnason eftir að ríkisstjórnin kom saman í morgunn. Þetta viðtal var á mbl.is

Fyrstu tvær spurningarasvaraði Björn með sömu orðum og fréttamaðurinn notaði en svo fannst honum óþægilega spurt og hluti af svarinu var svona: "Heyrðu það þýðir ekki að ræða þessi mál í viðtengingarhætti. Þarna eru bara alveg..., Það er alveg út í Hróa Hött að ræða við ráðherra um svona mál í viðtengingarhætti, því miður."

Þvílíkur hroki. Tími til kominn að standa uppúr stólnum.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Rósa Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra ætti að segja af sér, því möppudýrin eru á hans ábyrgð.  Nú er ég í fríi frá vinnunni og þess vegna er nægur tími til að skrifa.

Jakob Falur Kristinsson, 9.7.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband