Paul Ramses

Nú er búið að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar mál Paul Ramses til dómsmálaráðuneytisins og er það nú í höndum Björns Bjarnasonar ráðherra.  Ég ætla að vona að Björn muni gera allt sem hann getur til að bjarga Paul Ramses.  Svo vonandi fær þessi harmleikur lítillar fjölskyldu góðan endir.

Annars hrökk ég illa við þegar ég var að horfa á sjónvarpsfréttir í gærkvöld og sá þar að Jón Magnússon alþingismaður var að réttlæta þá ákvörðun að vísa manninum úr landi.  Þetta hélt ég að væri ekki stefna Frjálslynda flokksins.  Ég varð svo reiður að hlusta á Jón að ég fór alvarlega að íhuga að segja mig úr Frjálslynda flokknum, en ákvað að bíða og sjá til.  Því annaðhvort er ég eða Jón í röngum flokki miðað við okkar skoðanir.  Hvað rekur Jón Magnússon til þess að verja óréttláta meðfeð stjórnvalda á máli Paul Ramses.  Við sem störfum í grasrótinni hjá Frjálslynda flokknum höfum mátt hafa okkur öll við að sannfæra fólk og útskýra að Frjálslyndi flokkurinn er ekki á móti að erlent fólk setjist hér að.  En svo kemur Jón með þessa yfirlýsingu og slær um leið öll vopn úr okkar höndum.  Þótt Jón hafi þessa skoðun var óþarfi að koma með hana í sjónvarpsfréttum, hann átti alla veganna að hafa vit á því að halda kjafti. 

Getum við kannski átt von á því að Jón Magnússon fari að verja mannréttindabrot stjórnvalda um kvótakerfið.  Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Snorri Bergsson - Sneott Bergz, bloggvinur minn bloggaði um Jón Magnússon vegna þess að minnispunktar sem hann sendi á skrifstofu Frjálslyndra hafi farið á heimasíðu þeirra en það voru víst misstök. Ég fann fyrir neikvæðni þegar ég las punktana svo þetta kemur mér ekki á óvart. Mér fannst líka Ágúst Ólafur loðinn í tilsvörum eftir fund Allsherjarfundarins. Það voru geysilega mikil vonbrigði.

 Fréttin: "Athugasemdir Jóns fóru óvart á netið" birtist í Vísi. http://hvala.blog.is/blog/hvala/entry/587398/#comments

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakob, ég er búinn að vera virkur í grasrót FF frá upphafi og eiginlega stórmerkilegt að okkur hafi tekist að hittast ekki, ef við höfum ekki gert það.  Hitt er alveg öruggt að við eigum alveg helling af sameiginlegum kunningjum.  Við förum ekki að segja okkur úr flokknum vegna Poul Ramesar að svo komnu máli.  Fyrst þyrfti maður að vita eitthvað um málið ekki satt?  Ég hef lært það á langri ævi að það er ekki allt gull sem glóir. Núna hefur verið þyrlað upp moldviðri, brátt mun það setjast og myndin mun skýrast. Vonandi fæst þá réttlát og viðeigandi lausn fyrir Ramos og hans fólk. En ef lögin okkar eru gölluð þá á að breyta þeim. Við viljum ekki sér reglur t.d. fyrir tengdadætur ráðherra.  Reglurnar þurfa að vera skýrar og réttlátar og við eigum ekki að gefast upp við að búa til slíkar reglur.  

Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Hvar var Poul Ramses milli 12 ára og 30tugs, Jakob? Er hann ekki bara loddari eins og svo margir Afríkubúar sem hafa af okkur bláeygum Íslendingum fé?

Fyrir nákvæmlega 41 ári, er Ísafjarðarkaupstaður hafði náð 100 ára aldri, unnum við hlið við hlið að beygja járn. Rekur þig nokkuð minni til þess?

Sigurður Rósant, 12.7.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sæll Sigurður,  Já ég man eftir þér og þetta hundrað ára afmæli er mér sérstaklega minnisstætt, því að á þeirri hátíð drakk ég mig fullan í fyrst skipt á ævinni.  En hvað Paul Ramses varðar veit ég ekki hvað hann er gamall, trúlega um 30 ára +/-.

Rósa mín, ég er ekki neitt að hugsa mig um að segja skilið við Frjálslynda flokkinn.  Hins vegar finnst mér allt í lagi að segja okkar þingmönnum ef okkur mislíkar eitthvað.  Ég fæ reglulega bréf frá Jóni Magnússyni og svara þeim alltaf og segi mína skoðun á þeim málum, sem verið er að fjalla um.  Við sem erum að vinna í grasrót flokksins og höfum haft mikið fyrir því að þvo rasistastimpilinn af flokknum, sem andstæðingar hans reyna að klina á flokkinn.  Þá kemur Jón Magnússon fram í sjónvarpinu og segir þar að meðferðin á Paul Ramses hafi verið eðlileg.  Og um, leið er farið al klína þessu aftur á flokkinn þ.e, að þetta sé flokkur rasista.  Þessi málflutningur Jóns er ekki í stefnuskrá Frjálslynda flokksins.

7-

Jakob Falur Kristinsson, 15.7.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband