15.7.2008 | 14:15
Útilokar ekki að auknar þorskveiðar verið leyfðar á næstu árum.
Þessi fyrirsögn er það sem sjávarútvegsráðherra sagði á fundi fyrir stuttu. Ráðherra hefur nánast farið að einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró um úthlutaðan aflakvóta. Hann virðist því trúa á þeirra vísindi og allur þessi niðurskurður í þorski sé til að byggja þorskstofninn upp. Þar sem ráðherrann er svona viss í sinni trú á Hafró, þá hlýtur hann að trúa því líka að þorskstofninn sé að stækka. Þess vegna skil ég ekki þessa fyrirsögn og hvað eru næstu ár? Er það 5-10-15-20 ár sem ráðherrann er að tala um. Við getum gengið út frá einu að hann er ekki að tala um næstu 5 ári, því Hafró er búin að lýsa því yfir að a.m.k. næst 5 ár verði ekki hægt að auka við þorskkvótann. Þannig að ráðherrann hlýtur að vera að tala um næstu 10-20 ár. Ef ég skil Hafró rétt þá er 130 þúsund tonn í þorskkvóta kominn til að vera svona um ókomna framtíð. Við byggjum aldrei upp þorskstofninn ef alltaf á að taka mark á rásðgjöf Hafró. Þessi 25 ára tilraun ætlar að verða okkur nokkuð dýr. Það sem bjargað hefur því að stofninn er ekki löngu hruninn er sú staðreynd að á fyrsta áratug þessarar vitleysu var ekki farið eftir tillögum Hafró og veitt miklu meiri þorskur en tillögurnar frá Hafró hljóðuðu upp á og miklu færri tegundir kvótasettar, í byrjun var þetta aðeins þorskurinn. sl. 10-15 ár hefur verið farið nánast 100% eftir tilögum Hafró og allir vita nú niðurstöðuna. Einnig er nú kominn aflakvóti á allar þær fisktegundir sem eru við Ísland. Nýliðun hjá þorski hefur verið mjög léleg l. 10-15 ár og hún verður alltaf léleg, því það er búið að eyðileggja alla möguleika á nýliðun við suðurströndina, með öllum þessum virkjunum sem hafa verið reistar á undaförnum árum. fyrirsögnin hefði því að vera svona: "Ráðherra útilokar auknar þorskveiðar á næstu árum" þá væri hann sjálfum sér samkvæmur
Þannig að ferskvatn sem fer í sjóinn er alltof lítið og sjórinn alltof saltur til að eðlileg nýliðun geti átt sér stað. Nú er orðið árvisst svokallað hrygningarstopp til að fiskurinn fái frið til að hrygna. En það er ekki nóg þótt þorskurinn og aðrir fiskstofnar fái næði til að hrygna ef skilyrðin í hafinu er slík að klak fisksins lifir það ekki af. Þannig tel ég að þegar hrygningarstoppið er hjá fiskiskipum þá ætti líka að hleypa öllu ferskvatni framhjá virkjunum á sama tíma þá myndi klakið heppnast og nýliðun verða góð. Nú veit ég ekki hvað oft Hafró mælir seltumagn í sjónum og ef það er gert væri fróðlegt að skoða hvað sjórinn er saltur á hinum ýmsu stöðum á landinu. Kannski er þetta ekki til, en ég held að það þurfi að skoða þetta. Nú getur vel verið að þetta sé bull í mér, en ég ætla að segja frá því að Páll Bergþórsson f.v. veðurfræðingur, taldi sig búinn að finna út að það væri samspil á milli fjölgun virkjana og hrygningu fiska við suðurströnd Íslands.
Hvort sem þetta er rétt eða rangt, þá er það deginum ljósara að eitthvað hefur skeð í vistkerfi sjávar og við verðum að fá betri rannsóknir til að finna út hvað er að ske og hvernig við getum brugðist við því. Hafró er komin með sína skýringar, en þær eru að alltof mikið hafi verið veitt umfram þeirra tillögur, en þessi umframveiði tel ég að hafi í raun bjargað þorskstofninum.
Þessi stjórnunaraðferð er dauðadæm og ætla að halda þessari hringavitleysu áfram munu þurrka út þorsk,ýsu ofl. tegundir af Íslandsmiðum. Kannski er það ætlunin og við eigum bara að lifa á álútflutningi, en oft er verið að bera þessar greinar sama hvað varðar tekjur fyrir þjóðarbúið. Álverin bera höfuð og herðar yfir aðrar atvinnugreinar hvað varðar útflutningstekjur. En þegar málin eru skoðuð betur þá kemur annað í ljós. Á meðan álverin skila mestum gjaldeyrir í þjóðarbúið þá skilja þau ekki eftir í okkar hagkerfi nema innan við 20% sig tekjum á meðan sjávarútflutningur skilur eftir í hagkerfinu rúm 80% af tekjum og ég held að ferðamennirnir skilji eftir hér á landi meiri gjaldeyrir en álverin. Þegar þorskkvótinn er svona lítill og stór ýsukvóti, þá færist stór hluti af veiðinni upp í landssteina og þar er mokað upp smáfiski bæði þorski og ýsu, þetta er ekkert nema rányrkja og nú er brottkastið komið á fulla ferð aftur. Þannig að í dag er verið að veiða miklu fleiri einstaklinga úr stofninum en áður, sem þýðir það að stóra árganga mun vanta í veiðina á komandi árum og þá kemur tillaga frá Hafró um meiri niðurskurður á aflaheimildum og þá erum við búin að fara í hring eftir hring. Hafró beinir sókninni í smáfisk sem þýðir að heilu árgangarnir eru litli og þá boða Hafró meiri niðurskurð sem færi sóknina yfir í smáfisk. Þannig mun Hafró halda áfram að elta skottið á sjálfum sér.
Þetta minnir mig á mann vestur á Bíldudal og hét Guðbjartur og hann gekk alltaf með þann draum í maganum, um að verða kaupmaður. Svo komst hann yfir gamalt vigtarhús og fór að innrétta allt fyrir væntanlegri verslun. Svo fór hann að fá vörur og verslun hófst. Hann stillti vöruverðinu, mjög í hóf og seld jafnvel talsvert af vörum undir kostnaðarverði. Svo var það einu sinni að það var sjómannadagur og allir gosdrykkir seldust upp hjá Guðbjarti. Hann greip þá til þess ráðs að fara í Kaupfélagið á staðnum og kaupa nokkra kassa af gosdrykkjum og seldi síðan á sama verði og áður. Verslunarstjórinn í kaupfélaginu var skyldur Guðbjarti og fór nú til hans og sagði við hann; "Þú hlýtur að sjá þetta getur aldrei gengi hjá þér ef þú ert að greiða með hverjum hlut sem þú selur" Þá brosti Guðbjartur og sagði; "Ég ætla að ná þessu upp á veltunni.". Það varð því engan undrandi þegar Guðbjartur hætti að versla og lokaði verslun sinni. Hann var eins og Hafró alltaf að elta skottið á sjálfum sér. En Guðbjartur þótt ekki væri hann langskólagenginn var fljótur að átta sig á að eitthvað var hann að gera vitlaust og hætti því verslunarrekstri í stað þess að berja höfðinu við steininn og halda ruglinu áfram, Hann var þó sá maður að viðurkenna sín mistök. En allir sérfræðingarnir með allar sínar prófgráður eru ekki enn búnir að skilja að eitthvað hefur brugðist í því að byggja upp sterka fiskistofna. Ég held að þeir gætu margt lært af Guðbjarti, kaupmanni á Bíldudal að stundum verður að viðurkenna mistök sín en ekki berja höfðinu stöðugt í steininn og neita að viðurkenna staðreyndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.