Útilokar ekki að auknar þorskveiðar verið leyfðar á næstu árum.

Þessi fyrirsögn  er það sem sjávarútvegsráðherra sagði á fundi fyrir stuttu.  Ráðherra hefur nánast farið að einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró um úthlutaðan aflakvóta.  Hann virðist því trúa á þeirra vísindi og allur þessi niðurskurður í þorski sé til að byggja þorskstofninn upp.  Þar sem ráðherrann er svona viss í sinni trú á Hafró, þá hlýtur hann að trúa því líka að þorskstofninn sé að stækka.  Þess vegna skil ég ekki þessa fyrirsögn og hvað eru næstu ár? Er það 5-10-15-20 ár sem ráðherrann er að tala um.  Við getum gengið út frá einu að hann er ekki að tala um næstu 5 ári, því Hafró er búin að lýsa því yfir að a.m.k. næst 5 ár verði ekki hægt að auka við þorskkvótann.   Þannig að ráðherrann hlýtur að vera að tala um næstu 10-20 ár.  Ef ég skil Hafró rétt þá er 130 þúsund tonn í þorskkvóta kominn til að vera svona um ókomna framtíð.  Við byggjum aldrei upp þorskstofninn ef alltaf á að taka mark á rásðgjöf Hafró.  Þessi 25 ára tilraun ætlar að verða okkur nokkuð dýr.  Það sem bjargað hefur því að stofninn er ekki löngu hruninn er sú staðreynd að á fyrsta áratug þessarar vitleysu var ekki farið eftir tillögum Hafró og veitt miklu meiri þorskur en tillögurnar frá Hafró hljóðuðu upp á  og miklu færri tegundir kvótasettar, í byrjun var þetta aðeins þorskurinn.  sl. 10-15 ár hefur verið farið nánast 100% eftir tilögum Hafró og allir vita nú niðurstöðuna. Einnig er nú kominn aflakvóti á allar þær fisktegundir sem eru við Ísland.  Nýliðun hjá þorski hefur verið mjög léleg l. 10-15 ár og hún verður alltaf léleg, því það er búið að eyðileggja alla möguleika á nýliðun við suðurströndina, með öllum þessum virkjunum sem hafa verið reistar á undaförnum árum.  fyrirsögnin hefði því að vera svona: "Ráðherra útilokar auknar þorskveiðar á næstu árum" þá væri hann sjálfum sér samkvæmur
Þannig að ferskvatn sem fer í sjóinn er alltof lítið og sjórinn alltof saltur til að eðlileg nýliðun geti átt sér stað.  Nú er orðið árvisst svokallað hrygningarstopp til að fiskurinn fái frið til að hrygna.  En það er ekki nóg þótt þorskurinn og aðrir fiskstofnar fái næði til að hrygna ef skilyrðin í hafinu er slík að klak fisksins lifir það ekki af.  Þannig tel ég að þegar hrygningarstoppið er hjá fiskiskipum þá ætti líka að hleypa öllu ferskvatni framhjá virkjunum á sama tíma þá myndi klakið heppnast og nýliðun verða góð.  Nú veit ég ekki hvað oft Hafró mælir seltumagn í sjónum og ef það er gert væri fróðlegt að skoða hvað sjórinn er saltur á hinum ýmsu stöðum á landinu.  Kannski er þetta ekki til, en ég held að það þurfi að skoða þetta.  Nú getur vel verið að þetta sé bull í mér, en ég ætla að segja frá því að Páll Bergþórsson f.v. veðurfræðingur, taldi sig búinn að finna út að það væri samspil á milli fjölgun virkjana og hrygningu fiska við suðurströnd Íslands.

Hvort sem þetta er rétt eða rangt, þá er það deginum ljósara að eitthvað hefur skeð í vistkerfi sjávar og við verðum að fá betri rannsóknir til að finna út hvað er að ske og hvernig við getum brugðist við því.  Hafró er komin með sína skýringar, en þær eru að alltof mikið hafi verið veitt umfram þeirra tillögur, en þessi umframveiði tel ég að hafi í raun bjargað þorskstofninum.

Þessi stjórnunaraðferð er dauðadæm og ætla að halda þessari hringavitleysu áfram munu þurrka út þorsk,ýsu ofl. tegundir af Íslandsmiðum.  Kannski er það ætlunin og við eigum bara að lifa á álútflutningi, en oft er verið að bera þessar greinar sama hvað varðar tekjur fyrir þjóðarbúið.  Álverin bera höfuð og herðar yfir aðrar atvinnugreinar hvað varðar útflutningstekjur.  En þegar málin eru skoðuð betur þá kemur annað í ljós.  Á meðan álverin skila mestum gjaldeyrir í þjóðarbúið þá skilja þau ekki eftir í okkar hagkerfi nema innan við 20% sig tekjum á meðan sjávarútflutningur skilur eftir í hagkerfinu  rúm 80% af tekjum og ég held að ferðamennirnir skilji eftir hér á landi meiri gjaldeyrir en álverin.  Þegar þorskkvótinn er svona lítill og stór ýsukvóti,  þá færist stór hluti af veiðinni upp í landssteina og þar er mokað upp smáfiski bæði þorski og ýsu, þetta er ekkert nema rányrkja og nú er brottkastið komið á fulla ferð aftur.  Þannig að í dag er verið að veiða miklu fleiri einstaklinga úr stofninum en áður, sem þýðir það að stóra árganga mun vanta í veiðina á komandi árum og þá kemur tillaga frá Hafró um meiri niðurskurður á aflaheimildum og þá erum við búin að fara í hring eftir hring.  Hafró beinir sókninni í smáfisk sem þýðir að heilu árgangarnir eru litli og þá boða Hafró meiri niðurskurð sem færi sóknina yfir í smáfisk.  Þannig mun Hafró halda áfram að elta skottið á sjálfum sér.

Þetta minnir mig á mann vestur á Bíldudal og hét Guðbjartur og hann gekk alltaf með þann draum í maganum, um að verða kaupmaður.  Svo komst hann yfir gamalt vigtarhús og fór að innrétta allt fyrir væntanlegri verslun.  Svo fór hann að fá vörur og verslun hófst.  Hann stillti vöruverðinu, mjög í hóf og seld jafnvel talsvert af vörum undir kostnaðarverði.  Svo var það einu sinni að það var sjómannadagur og allir gosdrykkir seldust upp hjá Guðbjarti.  Hann greip þá til þess ráðs að fara í Kaupfélagið á staðnum og kaupa nokkra kassa af gosdrykkjum og seldi síðan á sama verði og áður.  Verslunarstjórinn í kaupfélaginu var skyldur Guðbjarti og fór nú til hans og sagði við hann; "Þú hlýtur að sjá þetta getur aldrei gengi hjá þér ef þú ert að greiða með hverjum hlut sem þú selur"  Þá brosti Guðbjartur og sagði; "Ég ætla að ná þessu upp á veltunni.". Það varð því engan undrandi þegar Guðbjartur hætti að versla og lokaði verslun sinni.  Hann var eins og Hafró alltaf að elta skottið á sjálfum sér.  En Guðbjartur þótt ekki væri hann langskólagenginn var fljótur að átta sig á að eitthvað var hann að gera vitlaust og hætti því verslunarrekstri í stað þess að berja höfðinu við steininn og halda ruglinu áfram,  Hann var þó sá maður að viðurkenna sín mistök.  En allir sérfræðingarnir með allar sínar prófgráður eru ekki enn búnir að skilja að eitthvað hefur brugðist í því að byggja upp sterka fiskistofna.  Ég held að þeir gætu margt lært af Guðbjarti, kaupmanni á Bíldudal að stundum verður að viðurkenna mistök sín en ekki berja höfðinu stöðugt í steininn og neita að viðurkenna staðreyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband