Laxveiði

Þyrlurnar í Þórsmörk. Dynur þyrluvængja truflaði óvænt öræfakyrrðina í Þórsmörk í síðustu viku. Tvær þyrlur lentu þá með skömmu millibili nálægt tjaldstæðinu við Bása og eins renndu þar að tveir stórir jeppar hlaðnir veisluföngum. Var annar þeirra merktur veiðiþjónustunni Lax-á.

Þetta eru sko karlar sem kunna að fara í lax og ekki blankir.  Þyrla + 2 stórir jeppar með veisluföng.  Ég væri ekki til í svona ferð.  Þótt það verði örugglega mjög skemmtilegt hjá þessum mönnum, Ég öfunda þá ekki. 

Ég er í bindindi svo ég yrði að afþakka svona ferð þótt mér yrði boðið í fyrsta lagi hef ég engan áhuga á laxveiðum og sérstaklega núna þegar fiskunum er sleppt aftur.  Til hvers er verið að veiða fisk og sleppa síðan aftur.  Hins vegar stundaði ég talsverðar netaveiðar á laxi kringum 1990 og bullandi veiði 40 stk og uppí 100 í lögn.  Það var alvöru veiðar.  En að fara í laxveiði á bara til að drekka sig fulla og skítt með alla veiði, þessu er hvort sem öllu sleppt aftur og ef fólki langar að fá sér lax að borða, þá er nóg til af honum í flestum stórmörkuðum.  Nú er líka talið að lax sem dreginn er á land og síðan sleppt, muni ekki lifa lengi, því hreistrið á laxfiskum er svo viðkvæmt að bara það eitt að draga fiskinn upp á árbakkann er nóg til að hreistrið skemmist það mikið að fiskurinn deyr fljótlega eftir að honum er sleppt.  Sérstaklega mun þetta eiga við um fisk sem er nýgenginn í árnar.  Þetta er villimennska á hæsta stigi og ekki bætir nú úr ef menn eru við þessa iðju sina blindfullir.


mbl.is Með þyrlum í laxveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver veit fyrir víst að laxinn lifi ekki lengi eftir að fluga hefur verið losuð og honum sleppt? Og hvar skyldirðu hafa verið að veiða lax í net? Það finnst nú sumum meiri villimennska en veiðimennska,m fyrir nú utan að það eru lög sem banna það. Svona úr því að þú fórst að nefna þetta. En vitaskuld eiga menn aldrei að taka líf undir áhrifum áfengis.

padre 15.7.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er enginn sem veit það engin 100% en ég var að lesa um þetta í einhverju blaði sem ég man nú ekki hvað var, en þetta var viðtal við líffræðing.  Auðvitað lifir fullt af þessum fiskum, en ekki allir það fer eftir því hvernig laxinum er sleppt, t.d. fiskur sem veiddur er á flugu og tekinn upp úr ánni með góðum veiði háfi og haldið þar á meðan flugan er tekin úr og síðan sleppt, ég myndi ætla að sá fiskur hefði alla möguleika til að lifa.  Ég var aftur á móti að meina að þegar fiskur er dreginn upp eftir árbakkanum og síðan sleppt þá tel ég að hreistrið á fiskinum hafi skemmst það mikið að hætta sé á að hann lifi ekki lengi.  Og allra síst ef veiðimennirnir eru blindfullir.  Þar sem ég var að veiða lax í net var vestur í Arnarfirði, þegar ég átti heima á Bíldudal.  Mér var fullkunnugt um að veiðar á laxi væru bannaðar.  En ég gerði þetta samt og allur sá lax sem við veiddum var spriklandi þegar hann var tekinn úr netunum.  Síðan var hann auðvitað drepinn og gert að honum.  Ef þetta telst vera villimennska þá er ég nú hræddur um að margt í okkar veiðum hvort sem í hlut á lax, rjúpa, gæs, hreindýr ofl. sé nú oft talsvert villimannslegt ef grant er skoðað.  Ég er sammála þér í því að vín og veiðar fara aldrei saman.  Hvað heldur þú að hafi verið í þessum 2 jeppabílum sem komu á eftir þyrlunni.  Voru það bara epli og appelsínur?

Jakob Falur Kristinsson, 15.7.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Auðmenn fullir fara á stjá
flá af löxum roðið
Alþjoð hnýpin horfir á
Alsnægtanna hofið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.7.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband