Íslenska kvótakerfið í fiskveiðum

Því hefur oft verið haldið fram að íslenska kvótakerfið væri það besta í heimi.  Ef þessi fullyrðing er rétt, þá bið ég nú Guð um að hjálpa öllum öðrum þjóðum heimsins, því þá hlýtur stjórn fiskveiða hjá öllum öðrum löndum á hnettinum að vera hryllingur.  Þegar þetta kerfi var sett á 1984 var sagt að um væri að ræða kerfi til reynslu í eitt ár og átti bara við um þorsk, ýsu,ufsa og karfa. En núna er hvert einasta kvikindi sem syndir í sjónum orðin eign einhvers.  Á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra.   Ég og Steingrímur vorum á þeim tíma góðir vinir og alltaf þegar hann var á ferð um Vestfirði gisti hann heima hjá mér.  Oft sendi ég honum upplýsingar úr mínu fyrirtæki um hvernig reksturinn gengi og ég var mjög ánægður á einum miðstjórnarfundi í Framsóknarflokknum en þar flutti Steingrímur góða ræðu um sjávarútveginn og notaði glærur sem varpað var á tjald sem sýndu hinar ýmsu lykiltölur úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og ég kannaðist við hverja mynd því þetta hafði ég allt sent honum fyrir þennan fund að hans beiðni.  Oft hringdi Steingrímur til að fá upplýsingar og alltaf ef ég átti leið til Reykjavíkur vildi hann að ég kæmi á hans fund til að spjalla um stöðu mála hverju sinni.  Einnig veit ég að hann átti marga svona trúnaðarvini um allt land og gat þannig haft fingurinn á þjóðarsálinni og vissi alltaf hvað var að ske á hverjum tíma.  Þegar kom að því að taka upp þetta kvótakerfi hafði Steingrímur miklar áhyggjur af því að binda þetta við skip.  Hann vildi skipta þessu á milli vinnslu og veiða en af hálfu Halldórs kom það ekki til greina.  Hann sagði eitt sinn við mig að hann hefði af því miklar áhyggjur að verið væri að setja af stað eitthvert kerfi sem stjórnvöld myndu síðan missa öll tök á og aðrir ráða meira en stjórnvöld.  Eins veit ég að það pirraði Steingrím hvað Halldór var linur gagnvart L.Í.Ú. enda mun Kristján Ragnarsson hafa verið tíður gestur hjá Halldóri og ef gera þurfti einhverjar breytingar á kvótakerfinu þá mætti Kristján með flösku og hann og Halldór fóru í bíltúr á ráðherrabíl Halldórs yfirleitt út í Örfirisey, og meðan flaskan var að tæmast þá voru gerðar þær tillögur sem Kristján vild fá í gegn.  Ég hef nú ekki tölu á öllum þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lögum um stjórn fiskveiða. frá 1984 en þær skipta tugum.  Enda hafði starfsfólkið í ráðuneytinu á orði þegar Kristján mætti; "Að nú væri eins öruggt  og nótt fylgir degi að breyting á kvótakerfinu væri á næsta leiti."

En hitt er deginum ljósara að þetta kerfi átti aldrei að snúast um verndun fiskistofna, heldur búa til gervipeninga fyrir útgerðina í formi verðlagningu á kvóta, sem nú er heimilt að veðsetja. Það þarf heldur engan að undra þótt lögin um stjórn fiskveiða séu eitt allsherjar rugl.  Því öll veigamestu atriðin í lögunum eru samin af þeim félögum Kristjáni Ragnarssyni f.v. formanni LÍÚ og Halldóri Ásgrímssyni, blindfullum út í Örfirisey á góðviðrisdegi.  Áhyggjur Steingríms af því að verið væri að setja af stað verkefni sem stjórnvöld misstu síðan alla stjórn á voru líka réttamætar.  Að kalla þetta síðan besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi er þvílíkt öfugmæli að þau munu varðveitast á spjöldum sögunnar sem tákn um hvað sumir menn hafa getað verið heimskir.  Við eigum ekki besta kvótakerfi í heimi, heldur eigum við heimsmet í heimsku hinna ýmsu ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Skil ekki að svona hafi liðist að þessir menn væru við skál í tíma og ótíma þegar þeir áttu að vera að vinna fyrir þjóðina eins og þeir voru kosnir til. Man eftir einum fundi hér fyrir mjög mörgum árum. Þá voru allir flokkarnir með sameiginlegan fund og ferðuðust saman um alla Austfirði. Man að Halldór og Egill á Seljavöllum voru alltaf að fara á bak við uppá sviðinu og ég get nú ekki að því gert en manni datt nú ekkert annað í hug en að þar væri flaska eða flöskur til að súpa úr. Tek það fram að þetta er ágiskun.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband