Sund yfir Ermasund

Benedikt sést hér fá sér sopa í miðju Ermarsundi. Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er hálfnaður með að synda yfir Ermarsundið. Hann hefur nú synt yfir 25 km, eða sem jafngildir 20.000 sundtökum. Þrátt fyrir að hafa verið stunginn af marglyttu fyrr í dag hefur sundið gengið ágætlega.

Jæja vonandi tekst þetta núna hjá karlgreyinu.  En þá er eftir að komast til baka, og það held ég að hann klári ekki að synda.


mbl.is Benedikt hálfnaður yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndu að kynna þér málin að minnsta kosti eitthvað áður en þú ferð að

úttala um þau. Það stóð aldrei til að hann synti „til baka“. Ekki frekar en

á jafnan við um aðra sem synda einir þessa leið.

Farðu varlega í að kalla aðra „karlgrey“, það er ekki að sjá að þú komist í

halfkvisti við þennan mann.

Jakob Kristinsson er auli 16.7.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú kallar mig aula en veistu hvað það orð þýðir, ég held ekki en þú skilur það þegar þessi sundmaður gefst upp einu sinni enn á því að synda yfir Ermasund. Hann sagði sjálfur í viðtali að þessar tilraunir hans við að synda yfir Ermasund, væru að sjálfsögðu bilun, sem það er.  Ég var að grínast með að hann þyrft að synda til baka.  Ég þekki þennan mann ekkert og hvort ég kemst í hálfkvist við hann veit ég ekki og er alveg sama.  Hinsvegar hef ég skömm á aumingjum eins og þér sem þora ekki að skrifa undir nafni heldur fela sig á bak við IP-tölu eitthvað slíkt er aumingjaskapur eða minnimáttarkennd, svo ég ráðlegg þér að leita til geðlæknis.

Jakob Falur Kristinsson, 16.7.2008 kl. 18:05

3 identicon

Þú virðist ekki átta þig á því að þetta er ekki sami maður og reyndi við sundið um daginn og mistókst enn eina ferðina. Þessi Benedikt er "aðeins" að reyna þetta í annað sinn.

Svenni 16.7.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það getur verið alveg rétt að þetta sé bara önnur tilraun hjá þessum Benedikt.  Annars er sund yfir Ermasund ekkert sérstakt áhugamál hjá mér.  Mín vegna er öllum Benediktnum þessa heims frjálst að reyna sig á Ermasundi og gefast upp eftir þörfum hvers og eins.  Ég sef alveg rólegur yfir þessu.

Jakob Falur Kristinsson, 16.7.2008 kl. 21:44

5 identicon

>Þú kallar mig aula en veistu hvað það orð þýðir, ég held ekki en þú

>skilur það þegar þessi sundmaður gefst upp einu sinni enn á því að

>synda yfir Ermasund.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/16/tokst_ad_synda_yfir_ermarsund/

Hver er aulinn núna?

Jakob auli

Jakob Kristinsson er auli 17.7.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú verð ég að éta ofan í mig það sem ég var búinn að skrifa um þetta sund Benedikts, því Benedikt tókst að synda yfir og er greinilega mikil hetja, sem ég ber virðingu fyrir.

Jakob Falur Kristinsson, 18.7.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband