Jón Ólafsson

Símon Á. Gunnarsson, Hreggviður Jónsson og Jón Ólafsson í... Jón Ólafsson athafnamaður kveðst saklaus af ákærum um skattsvik en ákæra um skattsvik á árunum 1999 til 2002 var þingfest í Héraðsdómi í dag. Þess var krafist að annar tveggja verjenda Jóns viki sæti í málinu vegna þess að hann kynni að verða kallaður til sem vitni.

 Auðvitað er maðurinn saklaus þótt hann hafi lagfært aðeins skattaskýrsluna sína.  Það hefur aldrei verið talin glæpur á Íslandi að svíkja aðeins undan skatti.  Annars er þetta ótrúlegur maður, þegar Norðurljósaveldið var að hruni komið tókst honum að selja allt batteríið og fara úr landi með nokkra milljarða í vasanum.  Síðan snýr hann sér að vatnsútflutningi, sem margir íslendingar haf reynt án árangurs.  En Jóni tekst að markaðasetja sitt vatn í Bandaríkjunum með þátttöku stórfyrirtækis þar í landi og er núna að byggja stóra verksmiðju í Þorlákshöfn og allt bendir til að honum takist að flytja út nokkur þúsund tonn af vatni árlega ef ekki nokkur hundruð þúsund tonn.  Allir aðrir sem hafa reynt þetta hafa farið lóðrétt á hausinn.  Jón mun víst ekki hafa neitt nám að baki bara barnaskólapróf ef hann náð því sem vafi er á.  En það er sama honum tekst að slá algerlega við öllum markaðsfræðingum og rekstrarhagfræðingum.  Maðurinn virðist græða á öllu sem hann tekur sér fyrir hendur svo ég er hræddur um að ríkisskattstjóri með alla sína hásólamenntuðu sérfræðinga, muni ekki ná tökum á Jóni Ólafssyni og þetta mál sem hefur verið 6 ár í rannsókn verður örugglega svipað Baugsmálinu að því líkur með einni allsherjar skítalykt og verða þeim sem að því stóðu til skammar.  Hvernig má það vera að það taki 6 ár að skoða skattaframtal hjá einum manni og þótt ríkinu takist að ná einhverjum peningum af Jóni verður það ekki nema brot af öllum þeim kostnaði sem þessi 6 ára rannsókn hefur kostað.  Það kæmi mér ekki á óvart að sumt af því sem Jón er ákærður fyrir væri fyrnt.


mbl.is Segist saklaus af ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband