Hraðakstur

Lögreglan við eftirlit. Lögreglan á Selfossi var við hraðamælingar á Suðurlandsvegi, við Svínahraun, í um klukkustund í dag. Á þeim tíma stöðvaði hún sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá er ók greiðast, var á 130 km hraða.

Hvað liggur fóli svona mikið á að það getur ekki ekið á löglegum hraða.  Ég hef verið að undra mig á því, að núna er búið að setja upp hraðamyndavélar bæði á Sandgerðisveg og Garðsveg, en engin er á Reykjanesbrautinni, þar sem umferð er þó miklu meiri en á hinum tveimur vegunum.  Ég hefði haldið að fólk reyndi að spara eldsneyti þegar það er í hæstu hæðum.  Þegar ég ek Reykjanesbrautina, sem nú er búið að tvöfalda að Grindavíkur afleggjaranum, þá ek ég á 80 til 90 km. hraða, því þá eyðir minn bíll minnst.  þrátt fyrir það að ég sé á löglegum hraða þjóta bílarnir fram hjá mér og oft hef ég orðið hissa þegar flutningabílar og rútur sem ekki mega aka hraðar en á 80 krn eru að fara fram úr mér og eru örugglega vel yfir 100 km. hraða.  Eins hef ég tekið eftir því að merktir fyrirtækisbílar aka langt yfir hámarkshraða enda þurfa bílstjórar þeirra bíla ekki að greiða sektina sjálfir ef þeir eru teknir.  Mér finnst að bílar frá einu ákveðnu fyrirtæki séu verstir í umferðinni en það eru bílar frá Íslandspósti.  Þeir eru kannski að flytja hraðpóst, sem gæti skýrt þetta og bílstjórinn telur sig hafa sama rétt og sjúkrabílar, hver veit?  Það er að sjálfsögðu virðingarvert hjá Íslandspósti að koma póstinum til skila fljótt og vel en að brjóta umferðarlög til þess finnst mér nú full langt gengið.  Sá sem ekur á yfir 100 km hraða er að eyða um 10% til 20% meira af eldsneyti en ef ekið er á löglegum hraða og mínúturnar sem sparast eru mjög fáar.  En þeir sem eru í vinnu hjá öðum við akstur þurfa ekki að borga eldsneytið og er því alveg sama, en fyrirtækin hljóta að gera þær kröfur til sinna bílstjóra að haga sér vel í umferðinni og brjóti ekki umferðarlög. 


mbl.is Sextán teknir fyrir of hraðan akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband