Ást á rauðu ljósi

Ég þurfti að fara til Reykjavíkur sl. föstudag og þá er umferðin slík að það mætti ætla að margir bílstjórar hefðu fengið 100 þúsund flog eins og Bjartmann söng um hérna um árið.  Ég var að aka eftir Bústaðarveginum og þegar ég kem að fyrstu umferðarljósunum er komið gult og ég stoppa.  Byrjar þá ekki bílstjórinn á bílnum fyrir aftan mig að flauta og flauta til að láta óánægju sína í ljós yfir því að ég stoppaði.  Hann ætlaðist til að ég svínaði yfir á gulu ljósi því hann var að flýta sér og þegar ég leit aftur fyrir bílinn sá ég manninn steyta báða hnefanna út í loftið, slík var reiðin.  Ég  fór þá út úr mínum bíl og labbaði til mannsins og spurði kurteislega hvort hann þyrfti að tala eitthvað við mig og flautið og handapatið hefði bent til þess.  "Nei hvæsti maðurinn á mig, þú áttir að fara yfir áðan og þótt komið væri gult ljós hefði ég sloppið líka".  Meðan við vorum að ræða saman skiptust ljósin og maðurinn öskraði á mig "það er komið' grænt og drullaðu þér af stað".  Ég spurði manninn hvort hann væri eitthvað veikur og afhverju honum lægi svona mikið á.  En á meðan við vorum að ræða þessi mál skiptust ljósin aftur og nú var komið rautt.  Maðurinn trylltist og öskraði á mig; "Sjáðu hvað þú ert búinn að geta helvítis asninn þinn og menn eins og þú ættu ekki að hafa bílpróf, helvítis andskotans djöfullulls vandræði"grenjaði maðurinn á eftir mér þegar ég fór aftur inn í minn bíl.  Svo kom auðvitað græna ljósið og ég fór af stað með brjálæðinginn fyrir aftan mig.  Svona er nú Ísland í dag í föstudagsumferðinni í Reykjavík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Það er spurning um hver var asninn í þessu tilviki. margur heldur mig sig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta telst bara eðlilegt í föstudagsumferðinni í Reykjavík, þegar allir eru að hópast í sumarbústaði sína.

Jakob Falur Kristinsson, 17.7.2008 kl. 17:44

3 identicon

Óborganlegt! En kannski hefðir þú átt að biðja hann að spila Lúdó við þig?

Jakob Bragi Hannesson 17.7.2008 kl. 21:31

4 identicon

Óborganlegt! En kannski hefðir þú átt að bjóða honum að spila Lúdó við þig?

Jakob Bragi Hannesson 17.7.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég verð að segja þér það Jakob Bragi að mér leist ekkert orðið á manninn og taldi að þarna værið geðveikur maður á ferð.  Ég var hinsvegar að hugsa um að hringja í 112 og láta vita og fá sjúkrabílinn á staðinn.  En það var ekki tími til þess því að þegar græna ljósið koma aftur þá hefði hann gefið allt í botn og ekið á minn bíl.  Hins vegar skora ég á alla að gera þetta þegar menn liggja á flautunni við umferðarljós.  Það myndi orugglega bæta umferðina.

Jakob Falur Kristinsson, 18.7.2008 kl. 11:36

6 identicon

Hárrétt hjá þér nafni. Líklegast hefur maðurinn verið á eiturlyfjum!

Jakob Bragi Hannesson 18.7.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég held að hann hafi ekki verið á eiturlyfjum, heldur er þetta bara stressið í umferðinni sem gerir suma menn kolruglaða.

Jakob Falur Kristinsson, 18.7.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband