18.7.2008 | 19:46
Kvótakerfið
Mikið getur maður orðið hissa þegar velmenntaðir menn eru að fullyrða að kvótakerfið hafi ekki verrið sett á til að vernda fiskistofna og viðhalda byggð víða á landinu heldur hafi það verið sett á til hagræðingar, enda sé hagur útgerðar allur annar nú en áður. Annað hvort eru þessir menn ekki læsir eða að þeir voru enn með bleyju þegar kvótakerfið kom til sögunnar. Því í lögum um stjórn fiskveiða stendur það skýrum stöfum hver er tilgangurinn með því. Auðvitað batnaði hagur útgerðarinnar verulega þegar farið var að verðleggja óveiddan fisk og færa sem eign í bókhaldi útgerðar Við getum líka bætt stöðu ríkissjóðs verulega og alltaf verið með hallalausan ríkissjóð ef við færum í ríkisbókhaldið sem eign öll fjöll á Íslandi og hver rúmmeter af sjó í 200 mílna lögsögu það væri engin smáræðis eign í krónum talið ef við hefðum verðið nógu hátt. Síðan gætum við reiknað vexti af upphæðinni og tekjufært hjá ríkissjóði. Þá væri sama hve miklu yrði eytt við gætum alltaf verið með ríkissjóð hallalausan. Við gætum líka bjargað viðskiptahallanum við útlönd með því að gefa okkur það að ákveðið magn af fiski hefði synt til annarra landa segjum bara 250 þúsund tonn af þorski til Grænlands og Færeyja og reiknað síðan kvótaleigu á allt magnið og fært sem útflutning. Með liðstæðum aðferðum var nú sjávarútvegurinn réttur af. Ef kvótakerfið á ekki að vernda fiskistofna til hver er þá verið að reka Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofu? Það er líka áhugavert að skoða bókhald margra útgerðarfélaga, því að þegar þorskveiðar voru minnkaðar um 60 þúsund tonn hefði maður nú haldið að eigið fé útgerðar rýrnaði en það skeði ekki heldur er þorskílóið bara verðlagt á kr. 3.000,- í bóhaldinu en var kr. 2.000,- áður. Þetta er allt leikur að tölum og oft minnir þetta mig á þegar Halldór Laxnes lét Sölva Helgason reikna barn í konu í einu verka sinna. Ég var í morgun að lesa viðtöl við fólk hjá greiningardeildum bankanna um efnahagsástandið á Íslandi í dag og eftir þann lestur er ég sannfærður að flest af þessu fólki er enn með bleyju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Það er nenfilega málið Jakob, fólk hefur ekki hundsvit á því sem það er að segja. Þó það sé meira og minna allt Háskólagengið. Því fleirri Háskólar því vitlausara fólk.
Ég held að fræða þurfi þjóðina um staðreyndir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.7.2008 kl. 21:07
Viðurkenni að ég hef lítið vit á kvótakerfinu, en þekki þó það marga sjómenn sem hafa óbeit á því að ég tek mark á þeim
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 22:47
Góður pistill Jakob.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 00:34
Það er alveg rétt hjá þér Erlingur að gæðamálin eru í dag allt önnur en var fyrir 25 árum en það er ekki eingöngu kvótakerfinu að þakka. Ég þekki þetta vel eftir að hafa starfað í fiskvinnslu í 20 ár. Það sem hefur breyst er þetta; Hér áður fyrr voru það þrjú stór fyrirtæki sem fluttu út yfir 90% af allri fisk-framleiðslunni og þar á ég við SH, SÍS og SÍF. Með tilkomu fiskmarkaðanna spruttu upp lítil fyrirtæki sem ekki voru í útgerð og þau fóru að selja sínar afurðir sjálfir og voru fyrst allra fyrirtækja til að senda fersk flök út með flugi. Hinir þrír risarnir á markaðnum ráku eigið gæðaeftirlit og sendu eftirlitsmenn í fyrirtækin til að skoða framleiðsluna. Þeirra sala byggðist að mestu á því að selja stofnunum og dreifingaraðilum afurðirnar og helst í heilum skipsförmum. Þegar litlu fyrirtækin gátu alltaf keypt fiskinn á mörkuðum á hæsta verði fórum við sem vorum tengdir risunum að kanna hvernig þetta gæti staðist og fórum þá einnig að líta til þess að komast meira inná markaðinn. Ég t.d. var alltaf að selja einn og einn gám beint til verslana erlendis og þá fóru að myndast bein tengsl milli framleiðenda og kaupenda. Þessir kaupendur sendu sína eftirlitsmenn til framleiðenda til að skoða aðstæður hjá hverjum og einum. Eins fórum við framleiðendur að fara í heimsóknir til kaupenda. Mér er mjög minnisstætt þegar fulltrúi eins kaupanda kom í mitt fyrirtæki og skoðaði allt og skrifaði skýrslu. Síðan settumst við niður og fórum að fara yfir málin og það var eitt atriði sem hann setti algert bann við en það var að strákarnir sem unnu við frystitækin voru að drekka kók úr glerflöskum þegar hann skoðaði þar og geymdu flöskurnar upp á tækjunum. Þetta höfðu eftirlitsmenn hjá þeim sölusamtökum sem við vorum í oft séð og fannst bara eðlilegt. Þannig að það var ekki kvótakerfið sem bætti gæðamálin heldur fiskmarkaðirnir og þessi beinu tengsl milli framleiðenda og kaupanda. Fiskmarkaðirnir höfðu líka þau áhrif að sjómenn fóru að vanda betur meðhöndlun afla til að fá sem hæst verð. Í dag má segja að flestir fiskverkendur selji sínar afurðir sjálfir.
Guðrún Þóra ég er sammála þér með háskólaliðið og ástæðan er sú að nú fara allir í háskóla hvort sem þeir eiga þangað erindi eða ekki og búið er að þynna allt út í meðalmennsku. Enda verður maður oft var við kunnáttuleysi við fréttalestur og í útvarpi. Málfarið er slíkt að maður skilur oft ekki hvað verið er að tala um. Nú þarf orðið háskólanám til að sinna mörgum störfum, sem ekki þurfti áður. Það þarf háskólapróf til að kenna litlum börnum að lesa og skrifa, þótt kennarinn kunni varla slíkt sjálfur. Ég heyrði einn prófessor tala í sjónvarpinu um undirliggjandi launaskrið og hann nefndi einnig að núna í efnahagslægðinni yrðu fyrirtækin að straumlínulaga rekstur sinn að breyttum aðstæðum. Og ég tala nú ekki um þegar menn eru að rífast um hvert eigi að flytja Reykjavíkurflugvöll og sumir tala um að flytja hann til Keflavíkur. En það flytur enginn flugvöll það er ekki hægt, en það er hægt að flytja starfsemina eitthvað annað.
Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.