Mannréttindi

Nú fer að styttast í að stjórnvöld fái í hausinn ávítur og bréfið sem þau sendu Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna vegna kvótakerfisins.  En í þessu bréfi var innihaldið orðagjálfur um að þetta og hitt yrði skoðað af einhverri nefnd sem skipuð yrði á núverandi kjörtímabili en ekki talin ástæða til að gera neinar breytingar á kvótakerfinu eða greiða tveimur sjómönnum bætur.  Nú erum við að setja okkur á sama bekk og mörg ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðinn og vonumst því eftir stuðningi þeirra ríkja til að komast í Öryggisráðið.  Nú er aðeins einn sjómaður að leggja þessum tveimur sjómönnum lið en það er maður hér í Sandgerði sem heitir Ásmundur en hann rær á sinni trillu án þess að hafa kvóta.  Stjórnvöld segja að Ásmundur sé að brjóta lög en eitthvað virðast þau óttast að handtaka manninn, það hefur verið látið nægja að taka af honum skýrslu þar sem hann viðurkennir að hafa ekki kvóta fyrir þeim afla sem hann er að fiska.  Ásmundur bendir réttilega á að hann geti ekki keypt kvóta því að í lögum um stjórn fiskveiða stendur að fiskistofnarnir við Ísland séu eign íslensku þjóðarinnar og ef hann keypti kvóta af öðrum útgerðarmanni þá væri hann að kaupa þýfi og það er líka lögbrot.  Það er spurning hvenær Ásmundur gefst upp og þess vegna er mikilvægt að sjómenn og aðrir sýni honum samstöðu.  Ef 25 til 50 bátar færu af stað og veiddu án þess að hafa kvóta væri kominn svo mikill þrýstingur á stjórnvöld að ekki væri hægt að bíða með að endurskoða kvótakerfið enda stendur það skýrt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það skuli gert.  Varformaður sjávarútvegnefndar Karl V. Matthíasson frá Samfylkingunni er farinn að kalla eftir að þessi nefnd verði skipuð.  En ég var að lesa um  annað sem er að þegar Halldór Ásgrímsson setti kvóta á síldveiðar nokkrum árum áður en kvótakerfið varð að lögum á Alþingi, þá gerði hann það með reglugerð sem engin lagabókstafur var fyrir.  Hann gleymdi að leggja málið fyrir Alþingi, þannig að þeir sem hafa nú kvóta í íslensku sumargotssíldinni eru með kvóta sem aldrei voru sett lög um og er því ekkert annað til ráða en að innkalla þann kvóta, því þessi gjörningur var brot á stjórnarskránni.  Eru nú útgerðarmenn síldarskipa í sömu stöðu og Ásmundur að stunda veiðar á fiski sem þeir hafa engan lögllegan kvóta fyrir.  Nú er í gangi undirskriftalistar til stuðnings Ásmundi en það er nú oft með svona lista að þegar þeir eru afhentir viðkomandi ráðherra þá lenda þeir oftast í ruslafötunni.

Ég er með tillögu um að sjómenn sem eru á móti þessu kerfi taki upp aðgerðir franskra bænda en þeir voru í stríði við ráðherra landbúnaðar í Frakklandi um verð á mjólk.  Þeir tóku sig til og sendu ráðherranum í pósti 1 lítir af mjólk hver bóndi á dag og þegar ráðherrann var búinn að fá 10.000 lítra af mjólk heim til sín gafst hann upp og fór að ræða við bændur.  Hver einasti trillusjómaður ætti að senda Einari K. Guðfinnssyni í pósti heim til hans einn þorsk hver sjómaður á hverjum degi og ætli ráðherrann yrði ánægður þegar hann sæti uppi með nokkur tonn af ónýtum þorski.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband