Gæðavottun sjávarafurða

Í Viðskiptablaðinu 18. júlí skrifar Viðar þorsteinsson, sem rannsakaði umhverfismerkinga í sjávarútvegi í lokaverkefni sínu í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði.  Hann naut stuðnings Matís við verkefnið og fékk vinnu þar í kjölfarið.  Þessi grein er mjög fróðleg og ég hvet alla sem hafa aðgang að Vðskiptablaðinu til að lesa hana.  Hann segir eftirfarandi;

"Nú hafa allar Norðurlandaþjóðir nema íslendingar tekið upp umhverfisvottun í sjávarútvegi" 

Hann telur að slík vottun myndi skapa mikla möguleika fyrir okkur íslendinga.  Slíka vottun kallar Viðar aðgöngumiða á erlenda markaði.  Hann segir að slík vottun byggi á staðli sem einn aðili skilgreinir og annar aðili vottar að viðkomandi uppfylli kröfur staðalsins og þetta sé eina leiðin sem bjóði uppá nægilegan trúverðugleika.  Hann segir að MSC (Marine Stewvartship Council) sé þekktasta umhverfismerkingin.  Merki MSC vottar að fiskurinn komi frá stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt.  Þar er horft heilrænt á fiskveiðar, bæði ástand og aðferðir sem notaðar eru við veiðar.  Tekið er hart á trollveiðum og botntogveiðum (dragnót) og það þarf að vanda mjög til verka til að fá vottun.  

 Hann segir Breta komna lengst á þessu sviði eftir lengri sögu í landbúnaði, en ýmsa blikur séu á lofti í Bandaríkjunum.  Þó hefur WalMart-verslunarkeðjan lýst því yfir að þar verði aðeins seldar sjávarafurðir sem hafi slíka vottun.

Hann segir að hér á landi hafi LÍÚ og íslenskir útgerðarmenn hafi tekið ákvörðun um að MSC henti ekki hér á landi og ætli að koma með sérstakt merki fyrir Ísland sem eigi að votta það að íslenska kvótakerfið sjái til þess að íslenskur fiskur komi úr sjálfbærum nýttum stofnum.

Flest umhverfissamtök styðja MSC-vottun og Viðar bendir á að þær útgerðir sem stunda handfæra- og línuveiðar eigi auðvelt með að fá slíka vottun Á Bretlandi hafa sex smásölukeðjur tekið upp þessa vottun og Grenpeace veiti henni stuðning.  Hann telur að eftir 2-3 ár verði erfitt að selja okkar fisk til Bretlands, því kröfur um MS-vottun sé stöðugt að aukast og umhverfissamtök þrýsti þar á.´

Hann telur að það verði erfitt fyrir stóru útgerðarfyrirtækin á Íslandi að fá MSC-vottun, því að þorskveiðar í Norður-Atlandshafi séu almennt ekki taldar sjálfbærar og trollveiðar eigi við ákveðið ímyndunarvanda að stríða.

Ég ætla nú ekki að endurskrifa greinina hans Viðars en bendi fólki á að hún er í Viðskiptablaðinu sem kom út  18. júlí.  En mér finnst með ólíkindum að láta sér detta í hug að vera með einhverja sér vottun fyrir Ísland, sem væri búin til af LÍÚ til verndar sægreifum og blanda kvótakerfinu inn í.  Það þíðir bara eitt að við töpum mörkuðum fyrir okkar fisk, því eins og Viðar bendir á verður erfitt að selja fisk eftir nokkur ár ef hann er ekki með MSC-vottun og við getum ekki horft framhjá áhrifum umhverfissamtaka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hingað til hefur dugað að vita að fiskurinn sé veiddur við Ísland og unnin hér, það var sú gæðavottun sem dugði líka í den.  Það er þessi endalausa þörf fyrir meiri pappírsvinnu sem dregur menn í svona held ég. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvernig á fólk sem kemur í stórmarkað erlendis að vita að fiskurinn sé veiddur við Ísland ef ekki er einhver viðurkennd merking sem sannar það.  Svo verðum við líka að viðurkenna breytta tíma sem eru að áhrifamikil umhverfissamtök eru farin að hafa mikil áhrif og verslunareigendur þora ekki annað en taka tillit til þeirra.  Ég get sagt þér eitt gott dæmi úr versluninni Nóatúni þar er búið að verra í kæliborðinu merktur nýr lax og allir sem hafa keypt hann hafa talið sig vera að kaupa villtan íslenskan lax.  En í blaðaviðtali fyrir stuttu kom fram að mikill skortur væri á íslenskum laxi og þegar verslunarstjóri Nóatúns var spurður, svaraði hann að þetta væri eldislax frá Færeyjum. Merkingin hjá búðinni var rétt þetta var nýr lax.

Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi að bæta við að þetta er enginn auka pappírsvinna.  Þegar gengið er frá fiskinum um borð í fiskveiðiskipi eru prentaðir út límmiðar með dagsetningu og klukkan hvað fiskurinn er veiddur og með hverskonar veiðarfærum.  Þegar kemur að því að vinna fiskinn í landi eru notaðar lófatölvur sem lesa af miðanum á karinu og senda í móðurtölvu fyrirtækisins og við pökkun á fiskinum er aftur prentað út sjálfvirkt límiði með öllum upplýsingum og límdur á umbúðirnar.  Þessi vinna er með öllu óþörf ef notast er við þetta MSC-vottun því þá er búið að gera úttekt á fyrirtækinu og vitað að svona hlutir eru í lagi og þá dugar einn MSCmiði í lokinn.  Framfarir í fiskvinnslu síðustu 15 ár hafa verið ótrúlegar og þar hefur tölvutæknin verið nýtt að fullu.  Þessi pappírsvinna sem þú ert að tala um lagðist af fyrir um 20 árum.  Nú getur húsmóðir í Bretland sem er að kaupa ferskan fisk séð nákvæmlega hvað hann er gamall og ef hún finnur eitthvað að honum er nóg að kvarta og þá er þessu númeri slegið inní tölvu og um leið birtist hvaða skip veiddi fiskinn og hvenær og hvar hann var unninn og viðkomandi fyrirtæki verður að bæta sakaðan ef fiskurinn er skemmdur.  Þetta fyrirkomulag er ekki ósvipað og við þekkjum í stórmörkuðum hér á landi því við kassann er vorunni rennt yfir skanna og það heyrist píp og þá er verið að senda móðurtölvunni upplýsingar um hvað mikið af hverri vöru hefur verið selt og lager búðarinnar minnkað mikið.

Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband