19.7.2008 | 12:32
Gæðavottun sjávarafurða
Í Viðskiptablaðinu 18. júlí skrifar Viðar þorsteinsson, sem rannsakaði umhverfismerkinga í sjávarútvegi í lokaverkefni sínu í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði. Hann naut stuðnings Matís við verkefnið og fékk vinnu þar í kjölfarið. Þessi grein er mjög fróðleg og ég hvet alla sem hafa aðgang að Vðskiptablaðinu til að lesa hana. Hann segir eftirfarandi;
"Nú hafa allar Norðurlandaþjóðir nema íslendingar tekið upp umhverfisvottun í sjávarútvegi"
Hann telur að slík vottun myndi skapa mikla möguleika fyrir okkur íslendinga. Slíka vottun kallar Viðar aðgöngumiða á erlenda markaði. Hann segir að slík vottun byggi á staðli sem einn aðili skilgreinir og annar aðili vottar að viðkomandi uppfylli kröfur staðalsins og þetta sé eina leiðin sem bjóði uppá nægilegan trúverðugleika. Hann segir að MSC (Marine Stewvartship Council) sé þekktasta umhverfismerkingin. Merki MSC vottar að fiskurinn komi frá stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt. Þar er horft heilrænt á fiskveiðar, bæði ástand og aðferðir sem notaðar eru við veiðar. Tekið er hart á trollveiðum og botntogveiðum (dragnót) og það þarf að vanda mjög til verka til að fá vottun.
Hann segir Breta komna lengst á þessu sviði eftir lengri sögu í landbúnaði, en ýmsa blikur séu á lofti í Bandaríkjunum. Þó hefur WalMart-verslunarkeðjan lýst því yfir að þar verði aðeins seldar sjávarafurðir sem hafi slíka vottun.
Hann segir að hér á landi hafi LÍÚ og íslenskir útgerðarmenn hafi tekið ákvörðun um að MSC henti ekki hér á landi og ætli að koma með sérstakt merki fyrir Ísland sem eigi að votta það að íslenska kvótakerfið sjái til þess að íslenskur fiskur komi úr sjálfbærum nýttum stofnum.
Flest umhverfissamtök styðja MSC-vottun og Viðar bendir á að þær útgerðir sem stunda handfæra- og línuveiðar eigi auðvelt með að fá slíka vottun Á Bretlandi hafa sex smásölukeðjur tekið upp þessa vottun og Grenpeace veiti henni stuðning. Hann telur að eftir 2-3 ár verði erfitt að selja okkar fisk til Bretlands, því kröfur um MS-vottun sé stöðugt að aukast og umhverfissamtök þrýsti þar á.´
Hann telur að það verði erfitt fyrir stóru útgerðarfyrirtækin á Íslandi að fá MSC-vottun, því að þorskveiðar í Norður-Atlandshafi séu almennt ekki taldar sjálfbærar og trollveiðar eigi við ákveðið ímyndunarvanda að stríða.
Ég ætla nú ekki að endurskrifa greinina hans Viðars en bendi fólki á að hún er í Viðskiptablaðinu sem kom út 18. júlí. En mér finnst með ólíkindum að láta sér detta í hug að vera með einhverja sér vottun fyrir Ísland, sem væri búin til af LÍÚ til verndar sægreifum og blanda kvótakerfinu inn í. Það þíðir bara eitt að við töpum mörkuðum fyrir okkar fisk, því eins og Viðar bendir á verður erfitt að selja fisk eftir nokkur ár ef hann er ekki með MSC-vottun og við getum ekki horft framhjá áhrifum umhverfissamtaka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Hingað til hefur dugað að vita að fiskurinn sé veiddur við Ísland og unnin hér, það var sú gæðavottun sem dugði líka í den. Það er þessi endalausa þörf fyrir meiri pappírsvinnu sem dregur menn í svona held ég.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:37
Hvernig á fólk sem kemur í stórmarkað erlendis að vita að fiskurinn sé veiddur við Ísland ef ekki er einhver viðurkennd merking sem sannar það. Svo verðum við líka að viðurkenna breytta tíma sem eru að áhrifamikil umhverfissamtök eru farin að hafa mikil áhrif og verslunareigendur þora ekki annað en taka tillit til þeirra. Ég get sagt þér eitt gott dæmi úr versluninni Nóatúni þar er búið að verra í kæliborðinu merktur nýr lax og allir sem hafa keypt hann hafa talið sig vera að kaupa villtan íslenskan lax. En í blaðaviðtali fyrir stuttu kom fram að mikill skortur væri á íslenskum laxi og þegar verslunarstjóri Nóatúns var spurður, svaraði hann að þetta væri eldislax frá Færeyjum. Merkingin hjá búðinni var rétt þetta var nýr lax.
Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 18:39
Ég gleymdi að bæta við að þetta er enginn auka pappírsvinna. Þegar gengið er frá fiskinum um borð í fiskveiðiskipi eru prentaðir út límmiðar með dagsetningu og klukkan hvað fiskurinn er veiddur og með hverskonar veiðarfærum. Þegar kemur að því að vinna fiskinn í landi eru notaðar lófatölvur sem lesa af miðanum á karinu og senda í móðurtölvu fyrirtækisins og við pökkun á fiskinum er aftur prentað út sjálfvirkt límiði með öllum upplýsingum og límdur á umbúðirnar. Þessi vinna er með öllu óþörf ef notast er við þetta MSC-vottun því þá er búið að gera úttekt á fyrirtækinu og vitað að svona hlutir eru í lagi og þá dugar einn MSCmiði í lokinn. Framfarir í fiskvinnslu síðustu 15 ár hafa verið ótrúlegar og þar hefur tölvutæknin verið nýtt að fullu. Þessi pappírsvinna sem þú ert að tala um lagðist af fyrir um 20 árum. Nú getur húsmóðir í Bretland sem er að kaupa ferskan fisk séð nákvæmlega hvað hann er gamall og ef hún finnur eitthvað að honum er nóg að kvarta og þá er þessu númeri slegið inní tölvu og um leið birtist hvaða skip veiddi fiskinn og hvenær og hvar hann var unninn og viðkomandi fyrirtæki verður að bæta sakaðan ef fiskurinn er skemmdur. Þetta fyrirkomulag er ekki ósvipað og við þekkjum í stórmörkuðum hér á landi því við kassann er vorunni rennt yfir skanna og það heyrist píp og þá er verið að senda móðurtölvunni upplýsingar um hvað mikið af hverri vöru hefur verið selt og lager búðarinnar minnkað mikið.
Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.