Hafskipsmálið

Nú rifjast Hafskipsmálið upp fyrir mörgum þegar fólk les um andlát Ragnars Kjartanssonar fv. stjórnarformanns Hafskips.  Þegar maður hugsar um þetta mál liggur við að maður skammist sín fyrir að vera íslendingur.  Hafskip var aldrei gjaldþrota heldur knúið í gjaldþrot af Kolkrabbanum fræga og önnur eins meðferð á saklausum mönnum eins og átti sér stað í þessu máli er varla hægt að finna í nokkru lýðræðisríki.  Sem betur fer er Björgólfur Guðmundsson búinn að slíta af þessum Kolkrabba alla arma og dysja restina.  Hvar eru þeir nú, Hörður Sigurgeirsson, Indriði Pálsson og saksóknararnir sem lögðust allir á eitt markmið að koma Hafskip á hausinn.  Ætli þeir liggi ekki betlandi á ríkisjötunni eða eru einhverstaðar í felum skíthræddir um sína framtíð.  En sennilega hafa þeir náð því að mata krókinn svo vel hjá Eimskip að þeir liggja eins og ormar á gulli og hafa það náðugt.  Það er deginum ljósara að lokauppgjör við þessa menn er ekki búið og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.  Með réttu ættu þeir allir að vera á Litla-Hrauni í læstum klefa og löngu búið að henda lyklinum.  Því það sem þessir menn gerðu var glæpur og því á að flokka þessa menn sem glæpamenn og taka á þeim sem slíkum.  Ragnar Kjartansson lagði mikla vinnu í að endurheimta æru sína og ætli orsökin fyrir hans veikindum hafi ekki að stórum hluta verið vegna þess hvernig var farið með hann í þessu máli og flýtt fyrir andláti hans.  Ragnar var duglegur og heiðarlegur maður og skilað sínum störfum með sóma sama hvað hann tók að sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband