Að leggja sig á daginn

Mikið getur maður nú verið ruglaður ef maður sofnar um miðjan dag, þetta kom fyrir mig í dag.  Ég er einn af þeim sem vakna alltaf snemma á morgnanna milli 5-6 og fæ mér þá kaffi og bíð eftir dagblöðunum.  Þannig var það í morgun og kl.12 kveikti ég á sjónvarpinu og horfði á fréttirnar og síðan hef ég sofnað í hægindastólnum mínum.  Allt í einu hrekk ég upp og lít á klukkuna og sé að hún er rúmlega eitt, ég fékk mér kaffi og sígarettu og var að velta fyrir mér að nú hefði ég misst af allri kvölddagskránni og kvöldfréttunum líka því ég mundi ekki eftir að hafa horft á þær.  Þegar ég var búinn að drekka kaffi og reykja var klukkan að verða þrjú og ég hugsaði með mér að þetta gengi nú ekki og fór inn á baðherbergi og ætlaði að taka þau lyf sem ég verð að taka á hverju kvöldi og er raðað í lyfjabox en tók þá eftir að ég var ekki heldur búinn að taka hádegislyfin svo ég tók kvöldlyfin og burstaði tennurnar og ætlaði að fara að hátta en ákvað nú að reykja eina sígarettu fyrst.  Þá tek ég eftir því að það er glampandi sól á svölunum hjá mér sem var talsvert skrítið klukkan þrjú um nótt.  En þá kviknaði allt í einu á perunni og ég fattaði að það var miður dagur.  Það er svona þegar maður býr einn, því í fyrrakvöld steinsofnaði ég yfir sjónvarpinu í stólnum fræga og vaknaði ekki fyrr en kl. fimm um morguninn eftir og þá var kominn tími til að fara að laga morgunkaffið.  Þetta er ekki eðlilegt og auðvitað er þetta stólnum að kenna og sjónvarpinu því sjónvarpið mitt er svo svæfandi.  Ég verð að fara að breyta þessu og sitja í öðrum stól og fá mér annað sjónvarp.  Ég held þetta ekki út öllu lengur að geta aldrei horft á sjónvarp nema að steinsofna eftir smá stund.  En nú ætla ég út á svalir í sólbað því aldrei þessu vant er nánast logn hér í Sandgerði í dag og ég veit að margir sem hafa búið hér lengi eiga erfitt með að anda í svona logni því þeir eru svo vanir að loftið blásist fyrirhafnarlaust niður í lungu og svo snúa þeir sér við til að anda frá sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið skrítið.  Heldurðu að þú verðir andvaka í kvöld??  Hafðu það gott kallin minn Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Þetta var meiri lífsreynslan. Vona að allt gangi vel og þú verðir ekki andvaka í kvöld.

Guð geymi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei ég var sko ekki andvaka því að ég steinsofnaði í stólnum góða fljótlega eftir kvöldfréttirnar, en vaknaði um kl: 02,00 og fór þá í rúmið og var vaknaður kl: 05,00 í morgun.

Jakob Falur Kristinsson, 20.7.2008 kl. 08:45

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, þú átt ýmislegt eftir ólært, sýnist mér. Menn fá sér yfirleitt "siesta" við Miðjarðarhafið þegar sólin skín eins og þú gerðir einmitt þarna.

Þú verður sennilega að gera það líka, ef þú ætlar að sigla þar um á sumrin næstu árin.

Mér líst vel á þau áform þín. Ekki seinna vænna. Dekraðu svolítið við þig eftir puð síðustu 40 - 45 ára.

Sigurður Rósant, 20.7.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband