Hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fimm ökumenn, sem urðu uppvísir að því að aka of hratt í gærkvöldi og nótt. Sá sem hraðast ók var á 160 km/klst. á Reykjanesbrautinni. Þá var einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Hvað er eiginlega að þessu fólki, tók það aldrei bílpróf og veit ekki hvað skilti sem á stendur 90 þýðir.  Ég held að það verði að setja upp hraðamyndavélar á nokkrum stöðum á Reykjanesbrautinni eins og búið er að gera hérna á Sandgerðisvegi og Garðsvegi.  Kunningi minn sem var að koma til Sandgerðis gleymdi myndavélinni og var eitthvað yfir 90 km hraða og skömmu seinna fékk hann gíróseðil í pósti með sekt upp á 30 þúsund.  Svo hækkar þetta í áföngum ef bíll þeirra kemur á mynd aftur.  Hann hafði samband við sýslumannsembættið á Blönduósi, sem sér um að innheimta þessar sektir og bað um frest í 2 vikur til að borga þetta.  Konan sem svaraði í símann var virkilega hissa og spurði hvort hann vildi ekki skipta þessu meira niður, en hamm ætlaði bara að borga þetta í einu lagi.  Miðað við viðbrögð konunnar virðist það vera opinn leið að svona sekti sé hæg að fá talsverða greiðsludreifingu á.  Þar með er búið að minnka áhrif sektarinnar, því mörgum munar verulega um að þurfa að greiða þetta strax en og passa sig þá betur en ef hægt er að dreifa þessu á eitt ár eða meira finnur viðkomandi lítið fyrir því.


mbl.is Á 160 á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Ef greitt er innan mánaðar fæst 25% afsláttur af sektinni. Ég sjálfur fékk sekt fyrir einu og hálfu ári, ætlaði að greiða hana strax en það gleymdist einhverra hluta vegna, rúmlega ári seinna fékk ég bréf frá sýslumanni um að það ætti að gera fjárnám út af þessari sekt þannig að ég greiddi hana samdægurs, sektin hljóðaði upp á 15 þúsund og kostnaður og vextir voru 0kr þannig að það virðist líka vera hægt að draga greiðsluna í ár án þess að greiða aukakostnað.

En að hraðakstrinum, 160 er auðvitað allt of hratt en hámarkshraðinn á tvöfaldri Reykjanesbrautinni mætti vel hækka í 100-110.

Björgvin S. Ármannsson, 20.7.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég er sammála þér að þegar Reykjanesbrautin er öll tilbúinn og tvær akreinar í hvora átt vel aðskildar ætti að hækka hámarkshraðan.  Þetta var gert í Danmörk á einhverjum vegi þar að hámarkshraðinn var settur í 120 km en mjög háar sekti voru ef ekið var hraðar en það.  Síðan var vel fylgst með umferðinni í nokkra mánuði og þá kom í ljós að flestir voru að aka á 100-115 km hraða.

Jakob Falur Kristinsson, 20.7.2008 kl. 15:08

3 identicon

Já ég er sammála um að 160 er frekar mikið þó svo tvöföldunin bjóði allveg uppá þann hraða.

Þegar hún er tilbúin ætti að hækka hámarkshraðann í 120 þar sem enginn keyrir lengur á 90 eins og árið 1900 og súrkál, langflestir eru á bilinu 100-120 enda finnur maður bara muninn að keyra á milli á 90 og 110. 

Bílarnir sem framleiddir eru í dag eru ekki sömu og hér áður fyrr svo þessi hámarkshraðar hér á landi mættu allveg fara í gegnum endurskoðun enda bílarnir mikið þróaðri í dag.

Arnar 20.7.2008 kl. 15:42

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér Arnar.  Það er heldur ekki neitt samræmi varðandi hámarskhraða.  Á Vestfjörðum, sem ég þekki vel til er 90 km. hámarkshraði þar sem er bundið slitlag en á handónýtum malarvegum yfir snarbrött fjöll er hámarkshraðinn 80 km, sem enginn keyrir auðvitað á því það er stórhættulegt.

Jakob Falur Kristinsson, 20.7.2008 kl. 16:06

5 identicon

Þetta er Reykjanesbraut og hvort sem menn vilja sætta sig við það eða ekki þá er þetta ekki einu sinni fréttnæmt!

Það er fólk sem keyrir þarna á þessum hraða og hverjum einasta degi og sumir vel yfir 200!

Löggan nær bara afar fáum.

Þess vegna fynnst mér ekki hægt að vera væla yfir þessu og svekkja sig á þessu því þetta verður alltaf til staðar hvað sem aðrir segja, eina sem breytist með sektum og öðrum reglugerðum er að fólkið er meira vakandi núna og tekur mynni "sénsa" en hraðaksturinn verður alltaf til staðar held eg.

Kristinn 20.7.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekkert að væla yfir akstri á Reykjanesbrautinni, Kristinn, heldur benda á staðreyndir og ef þú hefur lesið skrif mín hér að ofan þá er ég hlynntur að hækka hámarkshraðann á þessum vegi.  En í landinu gilda nú einu sinni ákveðinn umferðarlög sem fara verður eftir.  Lögbrot er aldrei hægt að réttlæta með því að segja að einhver annar hafi gert slíkt hið sama eða verra.  Það er barnaskapur að halda slíku fram.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband