Þykknar upp

Gert er ráð fyrir hægri sunnan- og suðvestanátt og léttskýjuðu á landinu norðan- og austanverðu í dag og að hiti verði allt að 15 til 20 stig. Vestantil þykknar smám saman upp, þar verður suðaustan 10-15 metrar á sekúndu og fer að rigna sunnanlands og vestan undir kvöldið. Einnig verður lítilsháttar væta norðan og austanlands um tíma í nótt.

Mikið er ég feginn því þegar er glampandi sól og hiti þá er varla líft í íbúðinni minn fyrir hita.  Ég er nú svo áttavilltur hér í Sandgerði að ég er ekki með áttirnar á hreinu.  Þó held ég miðað við sólarganginn á mínum svölum að þær snúi í Norð-Vestur.


mbl.is Þykknar upp vestantil í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Aldeilis margir nýir pistlar hjá þér. Búin að kíkja á þá og þar er um auðugan garð að gresja. Tvíburar, ísbirnir, hraðakstur og ég veit ekki hvað og hvað. Fólk byrjað að sjá ofsjónir vegna ísbjarna sem komu á land. Ég var á keyrslu nýlega í Langadalnum  c.a. 70 km. frá Vopnafirði og einnig hér á Vopnafjarðarheiði. Þá var svo hvasst að það tók í bílinn og vildi ýta honum út af. Ég hugsaði í gríni að ísbjörn hefði ráðist á bílinn.

Þetta er aldeilis ólíkt upplevelse hjá okkur varðandi sólina. Hér hefur sólin sparað að skína á okkur frá því í júní. Við fengum ágætis veður í viku í júní en svo hefur verið hryssingslegt. Þegar við pabbi vorum á leiðinni frá Akureyri 18. júní sl. lentum við í snjókomu og morguninn eftir var búið að snjóa í fjöll alveg niður að bæjum hér hinu megin við fjörðinn. Það snjóaði aftur síðar í mánuðinum og í gær sá ég að það hafði fest snjó aðeins í fjallatoppum en það var bara sýnishorn miðað við hin tvö skiptin. Hér hefur oft rignt og þokan hefur verið þrjósk og verið hér dag eftir dag í júlí en það hefur verið hæglætisveður. Vantaði vind til að hreinsa fjörðinn. Það hefur oft verið kalt í kjölfarið. Ef við fáum norðaustan átt þýðir það oftast nær vetur þótt sumartími sé á almanakinu. Sjaldan fáum við heita rigningu en það gerðist samt nú í júlí. Yfirleitt ef rignir hér er norðaustan og leiðindaveður og ég heyri sama óminn í vindinum eins og á veturna. Hefði viljað skipta við þig og þú hefðir mátt dúsa inni og ég úti.

Í dag er sól og frábært veður en því miður á að breytast aftur á morgunn. Ég er að hugsa um að panta flug til sólalanda og þá bara aðra leiðina.

Vona að þér líði vel  nú þegar blæs aðeins á ykkur.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.7.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband