Eignir á Keflavíkurflugvelli

Mér er með öllu óskiljanlegt hvernig íslensku samnigafulltrúnum tókst að klúðra samningum um flugvöllinn á Miðnesheiði þegar herinn fór.  Nú er komið í ljós að Ísland á ekki allt það sem þeir héldu.  NATO á t.d. olíulögnina úr Helguvík upp á flugvöll.  NATO á þó nokkrar fasteignir og það sem er öllu alvarlegra að NATO á tvær flugbrautir.  Þar sem við erum í NATO fáum við að nota þessar eignir á meðan NATO þarf ekki að nota þær.  En sá tími gæti komið að NATO  þyrfti að nota þessar eignir og þá geta þeir gert það án þess að spyrja okkur um leyfi og ef þeir þyrftu t.d. að nota flugbrautirnar tvær gætu þeir stöðvað allt borgarlegt flug um völlinn.  Það vekur líka furðu að dómsmálaráðherra segir að þessar eignir séu alfarið í eigu íslendinga á sama tíma er fullyrt að í utanríkisráðuneytinu að NATO eigi  og ég spyr hvaða vitleysingar komu fram fyrir Íslands hönd í samningunum við bandaríska herinn þegar hann fór og lét okkur fá allar sínar eignir?  Er ekkert samráð milli ráðuneyta þegar verið er að semja um svona stóra hluti?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Merkilegt þetta, hafði ekki hugmynd. Því skildi þetta vera svona??

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 15:44

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er bara embættismannaklúður sem ekki má tala um.  En það komst upp þegar ákveðið var að hætta öllum akstri á flugvélaeldsneyti um Reykjanesbrautina og nota heldur olíulögnina úr Helguvík sem liggur upp á flugvöll.  Þegar olíufélagið sem sér Icelanair fyrir eldsneyti fór að kanna með leyfi til að nýta leiðsluna vísað hver á annan og í ljós koma að hún er í eigu NATO og þeir veittu leyfið.

Jakob Falur Kristinsson, 20.7.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta er semsagt frábært, við fáum afnot af þessu og NATO sér um viðhald og rekstur. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.7.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þetta var algjört klúður. Fyrst herinn er farinn þá hefði ég kosið að við værum ekkert háð þeim með eignir og værum endanlega laus við þá en þeir kusu að fara.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.7.2008 kl. 16:12

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Þorsteinn málið er ekki svona einfalt NATO á þessar eignir og við fáum afnot af þeim gegn því að sjá um allt viðhald og eftirlit fyrir NATO.

Jakob Falur Kristinsson, 20.7.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband