Að fara úr landi

Nú er ég alveg búinn að fá nóg af baslinu og vitleysunni hér á landi og er búinn að setja íbúðina mína á sölu og bílinn líka.  Ég er að kaupa 43 feta snekkju í Danmörk.  Þetta er eikarskip um 20 tonn að stærð með tveimur káettum, eldhúsi, borðsal og salerni og sturtu.  Öll yfirbygging er úr massífu tekki og í bátnum eru öll helstu siglingartæki.  Báturinn er í Horsens í Danmörku og fylgir plássið þar með.  Þar er hann tengdur við rafmagn í landi.  Þarna ætla ég að búa og sigla um svæðið þarna í kring.  Síðan þegar fer að hausta sigli ég kannski til Kanarí eða í Miðjarðahafið og næ mér í pening með því að sigla með ferðamenn.  Ef vel liggur á mér næsta sumar skrepp ég kannski til Íslands og fer hring um landið á bátnum.  Ég verð í engum vandræðum að sigla því ég er bæði lærður vélstjóri og með skipsstjórapróf.  Þetta kostar mig rúmar 10 milljónir en á eftir að verða mikið ævintýri og ég er búinn að kanna að ef ég gerist danskur ríkisborgari þá fæ ég danskar örorkubætur sem eru miklu hærri en hér á landi.  Ég ætla því að bjóða mínum bloggvinum í heimsókn og mun skilja eftir símanúmer hér á síðunni áður en ég fer og vonast eftir að fá sem flesta í heimsókn og koma í smá ævintýraferð.  Það eina sem mig vantar er kona sem kann að elda og þrífa og er til í allt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Þetta hljómar eins og almennilegt ævintýri.

Við fáum að fylgjast með ævintýrinu.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.7.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Þetta er fallegur draumur, Jakob. Ég þekki einn sem geymir skútuna sína í Tyrklandi yfir vetrartímann eða frá 1. nóv til 30. apríl.

Vinnur svo í 6 mánuði í Danmörku og safnar fyrir kostnaði yfir sumarmánuðina.

Já, konu finnur þú áreiðanlega þarna suður frá. En plássið í Horsens getur þú ekki notað til að búa í allt árið, er það nokkuð?

Sigurður Rósant, 20.7.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú ég get notað plássið í Horsens allt árið, en ætla ekki að gera það heldur vera í Miðjarðarhafinu eða á Kanarí yfir veturinn.  Ég var að fá nýjar upplýsingar um örorkubæturnar.  Ég þarf ekki að vera danskur ríkisborgari aðeins að flytja lögheimili og þá fer ég inn í danska kerfið, því það er samningur um slíkt milli Íslands og Danmerkur.  Já konuna finn ég örugglega.

Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband