Hús rifið

Mynd 473205 Hafist var handa í dag við að rífa hús Stálsmiðjunnar við Mýrargötu í Reykjavík. Framkvæmdir við endurnýjun götunnar hófust í lok mars. M.a. er gert ráð fyrir að timburkirkja í rússneskum stíl rísi við götuna á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi.

Þá eru horfin öll þau mannvirki sem aldarmótamennirnir byggðu upp við Reykjavíkurhöfn af stórhug, reyndar er slippurinn sjálfur eftir en hann mun eiga að fara upp á Grundartanga.  Einnig tókst að bjarga gamla Alliace húsinu en þá varð að hafa þar verslun.  Það  má helst ekkert sjást við Reykjavíkurhöfn sem minnir á sjósókn eða fisk nema í formi safna.  Var nú ekki hægt að finna aðra lóð fyrir timburkirkju í rússneskum stíl en einmitt þarna.  Síðan er Laugavegurinn heilagur þar má ekki hreyfa við neinum kofa og verðlaunatillagan um nýtt hús fyrir Listaháskóla Íslands sem byggja á við Laugaveg er ekki nógu ljót og gamaldags svo hægt verði að nota hana.

Hvað er eiginlega að í Reykjavík er fólk búið að gleyma að hún byggðist upp vegna öflugrar útgerðar og fiskvinnslu.  Verður kannski það næsta að banna að fiskiskip komi í þessa höfn, það kæmi ekki á óvart.


mbl.is Hús Stálsmiðjunnar rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Sæll Jakob. Hjartanlega sammála þér þegar kemur að staðsetningu rússneskrar rétttrúnaðarkirkju.
Finnst þessi staðsetning einfaldlega alls ekki vera við hæfi.
Kannast reyndar hvergi við að hafa séð kirkju á hafnarsvæði eða við sjó yfirleitt innan borgarmarka og hef ég þó víða farið..

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 23.7.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef líka ferðast talsvert og hef hvergi séð kirkju á hafnarsvæði enda sóma þær sé yfirleitt betur á öðrum stöðum.  Það þætti skrýtið ef t.f. Hallgrímskirkja hefði verið byggð út í Örfirisey.

Jakob Falur Kristinsson, 23.7.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Sammála þér með kirkjuna. Er ekki nóg pláss út um allt fyrir hana í henni Reykjavík? Ömurlegt þetta snobb að ekkert má minna á sjóinn niðri við höfn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Jakob. Það er ömurlegt að sjá hvernig þessir drulludelar fá að vaða stjórnlaust um gamlabæinn, þannig að það stendur ekki steinn við steini. Á endanum fylla þeir upp í höfnina. Faxaflóahafnartrúðarnir kalla þetta vandað og gott skipulag.

Sturla Snorrason, 23.7.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það kæmi ekki á óvart þótt fyllt yrði upp í gömlu höfnina til að byggja íbúðarblokkir sem enginn skortur er á.  Faxaflóahafnir hafa skilgreint Akraneshöfn sem fiskihöfn og samkvæmt því er Reykjarvíkurhöfn ekki fyrir fiskiskip.  Ég held að þegar fólk er á ferðalagi innanlands byrji flestir á því að aka niður á höfn í hverju byggðalagi.  Það er miðpunktur á hverjum stað og mannlíf mest.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband