Lífsleiði

Í dag er einn af þessum dögum sem mér finnst allt leiðinlegt.  Ég hef verið þunglyndissjúklingur frá því ég lenti í þessu andskotans slysi sem gerði mig að öryrkja.  Svo gerir þessi helvítis ríkisstjórn ekkert af viti.  Fyrirbærið Samfylking sem öllu lofaði fyrir kosningar, svíkur allt helvítis asnarnir.  Ef ég ætti byssu myndi ég skjóta allt þetta andskotans hyski og óska þess að það færi allt lóðrétt til helvítis.  Ég reyni að spila tónlist til að reyna að komast í betra skap en þá koma nágrannarnir og kvarta yfir hávaða.  Ég ætlaði í bíltúr en þá var bíllinn nær því bensínlaus og ég á til um 50 krónur svo ekki fer ég langt á því og ekki þýðir að ætla að fara í verslun.  Ofan á allt þetta er ég að verða tóbakslaus, sneri íbúðinni nær því á hvolf í morgun í leit að tóbaki og fann einn pakka af smávindlum og bréf af píputóbaki og er að svæla þetta i mig og við liggur að ég kafni við hvern smók og fæ heiftarleg hóstaköst á eftir.  Ef ég ætti til pening færi ég í ríkið og drykki mig blindfullan til að reyna að slaka á og tveggja ára bindindið væri farið en mér er andskotans sama.  Ég þoli ekki þetta örorkulíferni ekki lengur.  Af hverju get ég ekki fengið krabbamein eins og venjulegt fólk og drepist úr því.  Þetta er ekki hægt lengur ekkert nemaFootinMouth  djöfuls vandræði og eymd.Angry Angry Alien Alien Ninja Ninja .  Ætlar þessi andskotans dagur aldrei að líða, hann er mikið lengri en aðrir dagar og svo þurfa endilega að vera 31 dagur í þessum mánuði svo það er talsvert langt í mánaðarmót og fimmtíu krónurnar verða að duga það sem eftir er af mánuðinum.  Ég veit að margt fólk í heiminum hafa það verr en ég en það er sama hvað mörg börn svelta í Afríku það hjálpar mér ekki.  Ég er alger aumingi og kjarklaus í þokkabót.  Þori ekki einu sinni að drepa mig nema þá blindfullur.  Nú er alger uppgjöf á þessu andskotans lífi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Jakob!! Þetta er háalvarleg færsla hjá þér,svona á engum að þurfa að líða. Leitaðu hjálpar og það strax!!Einhver félagsþjónusta hlýtur að vera í Sandgerði og læknisþjónusta. Þunglyndi er háalvarlegt mál þegar það er komið á það stig að þú villt ekki lifa lengur.Jakob gerðu það fyrir mig að gera ekki neitt,,,,, ég get ekki látið þetta afskeftalaust.

Rannveig H, 24.7.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er gengið yfir bæði hringdi ég í geðlæknirinn minn og hann sagði mér að taka auka skammt af ákveðnu lyfi og svo hefur tónlistin róað mig niður og mér líður bara nokkuð vel eftir að ég tók þessi lyf.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Ferðu reglulega á AA fundi. Ég þekki til í Keflavík og AA er mjög virkt þar.

Guð veri með þér og varðveiti þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég sæki AA-fundi en yfirleitt í Reykjavík og tek alltaf til máls á fundunum.  Mér finnst þeir ekki gera nógu mikið gagn ef maður situr bara og hlustar á aðra.  Eins fer ég stundum í Gula húsið við Tjörnina en þar eru mjög góðir fundir á laugardögum.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sorglegt að lesa þessa færslu þín Jakob. Fegin að þér líður örlítið betur. Það hlýtur að vera einhver félagsþjónusta í Sandgerði sem getur aðstoðað þig eitthvað.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.7.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér gagnast alltaf best að hringja í minn geðlæknir sem er Snorri Ingimarsson og hefur alltaf reynst mér vel Þegar ég fæ svona köst, sem betur fer er ekki mjög oft.

Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 07:22

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Snorri er góður læknir, gott að þú getur hringt þegar þér líður svona illa. Það er alltaf erfitt að horfa á samborgara sína líða svona illa.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.7.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband