Nakinn maður

Talsverður viðbúnaður er af hálfu lögreglu við Esju. Þyrla Landhelgisgæslunnar er að leggja af stað til að aðstoða við leit í Esjunni að karlmanni, sem sást þar nakinn á gangi í 600 metra hæð um hádegisbil í dag. Lögregla og björgunarsveitarmenn með sporhunda hafa leitað í fjallinu síðustu klukkustundir en ekkert fundið.

Hvaða læti er þetta má maðurinn ekki vera nakinn á toppi Esjunnar ef hann vill og að Landhelgisgæslan skuli vera notuð í svona fíflagang er hneyksli á meðan varðskipin liggja í höfn vegna fjárskorts.  Hver ætlar að borga fyrir þessa andskotans vitleysu.


mbl.is Maðurinn enn ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Aldrei má maður ekki neitt.

  

Það væri nú gaman að vera á Esjunni núna.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Krummi

Vissulega er þetta dýrt, en væri þetta fíflagangur og hneyksli ef að þetta væri pabbi þinn sem var að labba í Esjunni í rigningasudda og vindi. Og lenti í því að detta og reka hausinn í og ruglast og tæki upp á svonalöguðu.  Maður í þessu ástandi kælist ansi hratt niður við þessar aðstæður.

Krummi, 24.7.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Pabbi minn er nú látinn fyrir mörgum árum. svo hann er örugglega ekki að ganga á fjöll núna.  Það er rétt að fólk kælist ótrúlega hratt og líklega er þessi maður eitthvað ruglaður.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Það er spurning hvað vakir fyrir manninum, ef þetta er rétt að hann hafi farið úr vinnu án þess að láta nokkurn vita í morgun. Kannski ef maður hugsar um það allra versta þá vildi hann enda líf sitt þarna uppi á fjalli og komast um leið í fréttirnar. Liggur kannski fyrir neðan eitthvað klettabeltið. Kannski er þetta bara einhver hrekkur og vinur hans beið uppi með föt. Maður veit aldrei.

Björgvin S. Ármannsson, 24.7.2008 kl. 19:11

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur.

Vona að maðurinn sé kominn til byggða fyrir löngu.

Á bloggvin sem fór í fjallgöngu þegar hann var lítill drengur. þegar hann var uppi á fjallinu þá klæddi hann sig úr og naut sín þarna einsamall á Adamsklæðum. fötin voru ekkert langt frá og klæddi hann sig í þau og kom sér til byggða. vona að þannig sé með þennan mann líka. Ef ekki og hann finnst kannski slasaður eða dáinn þá er það virkilega sorglegt.

Ég vona að það finnist lausn á þessu sem fyrst.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi maður er auðvitað vitleysingur og sennilega ekki heill á geði og ef hann vill endilega drepast úr kulda alsnakinn má hann það mín vegna og ég segi eins og Lotta að ég gat ekki annað en hlegið þegar fyrstu fréttir komu um þetta mál.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband