Kreppa

Illugi Gunnarsson. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að engin ríkisstjórn mundi horfa upp á það aðgerðalaus ef meiriháttar kreppa kæmi upp í fjármálakerfinu, það mundi ógna almannahagsmunum. Því yrði í nafni almannahagsmuna að grípa til aðgerða til að vernda þá hagsmuni, ekki hluthafa bankanna.

Þá held ég að Illugi verði að styðja aðra ríkisstjórn en þá sem nú situr því hún gerir ekki neitt og ætlar ekki að gera neitt.  Annars var ég að lesa góða grein í Viðskiptablaðinu í morgun og þar kom fram að skuldatryggingarálag Glitnis og Kaupþings væri komið yfir 1000 punta og Landsbankinn fylgdi fast á eftir.  Þetta þýðir að íslensku bankarnir geta ekki fengið lán erlendis nema á mjög dýrum kjörum.  Höfundur greinarinnar sem er breskur bankamaður sagði að svona hátt skuldatryggingarálag þýddi í raun að bankarnir væru komnir á hættu stig og ef ríkisstjórnin gripi ekki strax inní þá yrðu bankarnir gjaldþrota.

Ríkið á að þjóðnýta bankanna og láta hvern íslending fá eitt hlutabréf nýjum banka sem yrði búinn til úr þessum þremur.  Ef hlutafé yrði haft 300 milljarðar fengi hver íslendingur hlutabréf að virði ein milljón króna og allir yrðu ánægðir.


mbl.is Engin ríkisstjórn myndi horfa aðgerðalaus á fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband