Smá hrekkur

Góður vinur minn á Ísafirði Eiríkur Böðvarsson, er mjög gefinn fyrir stríðni og prakkaraskap.  Eitt sinn þegar hann var að reka fyrirtækið Básafell hf. á Ísafirði, var maður sem átti hús beint á móti húsnæði Básafells hf.  Þessi maður var nýbúinn að byggja bílskúr við hús sitt og notaði auðvitað nýjustu tækni þ.e. var með fjarstýringu til að opna og loka bílskúrshurðinni.  Einn starfsmananna Básafells hf. var með samskonar búnað á sínum bílskúr.

Eiríkur fékk nú þennan starfsmann til að ná í fjarstýringuna og langaði til að prufa hvort hún virkaði á bílskúrshurð nágrannans.  Maðurinn sótti fjarstýringuna og Eiríkur fór að prófa við glugga á skrifstofunum, sem var beint á móti bílskúr nágrannans.og hún virkaði fínt.  Þá var sest niður og beðið eftir að maðurinn kæmi heim úr vinnu og kom hann um kl 17,00.  Maðurinn ók að bílskúrnum og opnaði hurðina og ók bílnum inn og þegar hann er kominn út þá lokaði hann hurðinni með fjarstýringu sinni.  En þegar hann er að labba til að fara inn í húsið var Eiríkur tilbúinn með hina fjarstýringuna og opnaði hurðina.  Manninum dauðbrá og fór aftur og lokaði hurðinni en hann var ekki búinn að ganga nema nokkur skref þá opnaði Eiríkur aftur.  Þegar manngreyið ætlaði að fara til að loka lét Eiríkur hurðina lokast og opnast á víxl í nokkra stund.  Þá tók maðurinn upp GSM-síma og hringdi og eftir smástund kom bíll frá fyrirtækinu sem hafði selt honum þennan búnað og viðgerðarmaður snarast út.  Fer til mannsins og eru greinilega miklar umræður í gangi.  Viðgerðarmaðurinn tók þá fjarstýringuna og opnaði og lokaði  nokkrum sinnum.  Skilaði síðan fjarstýringunni, skrifaði reikning og manngreyið borgaði og síðan ók hann í burtu.  Maðurinn prufaði þá sjálfur og allt virtist eðlilegt.  Þegar hann er síðan að fara inn í íbúðarhúsið opnar Eiríkur aftur bílskúrshurðina og nú lét hurðin öllum illum látum.  Maðurinn klóraði sér í höfðinu en fór síðan inn þótt hurðin væri ýmist að opna eða loka.

Þá var gamanið búið hjá Eiríki svo hann hætti og fór heim.  Daginn eftir þegar Eiríkur leggur sínum bíl við Básafell hf.  Þá er nágranninn líka að fara í vinnu.  Eiríkur fór að tala við hann og sagði; "Hvað var eiginlega að ske hjá þér í gær, ég sá að bílskúrshurðin var alltaf að opnast og lokast."  Þá svaraði hinn:  "Þetta var alveg ótrúlegt ég réð ekkert við hurðina og það furðulega var að þegar ég féll viðgerðarmann þá var allt í lagi, en hann var varla farinn þegar lætin byrjuðu aftur"  Þá sagði Eiríkur; "Já ég veit að það eru margir í basli með þetta og þetta er bara ónýtt drasl. og þú ættir að skila þessu"  Síðan fór Eiríkur til vinnu sinnar í Básafelli hf. en varð var við það seinna um daginn að það komu menn og tóku hurðina og í staðinn var sett hurð með venjulegri læsingu.  Þá brosti Eiríkur og vissi að hrekkurinn hefði heppnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jakop.

Sagðir þú smáhrekkur ?

Gaktu glaður inn í daginn.

Þórarinn Þ Gíslason 30.7.2008 kl. 06:44

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei Þórarinn ég sagði bara hrekkur.

Jakob Falur Kristinsson, 30.7.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband