19. aldar borgarstjóri

Þótt ég sé ekki íbúi í Reykjavík er hún nú samt höfuðborg míns lands og tel ég mig því hafa fullan rétt á að hafa skoðun á því hvernig borgin lítur út.  Núverandi borgarstjóri er greinilega kexruglaður maður og ég get ómögulega skilið hvernig Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðugt hlífiskildi yfir þessum manni.  Hann stöðvaði Bitruvirkjun og nú ætlar hann að stöðva byggingu á glæsilegu húsi fyrir Listaháskólann við Laugaveg vegna þess að byggingin væri ekki í 19. aldar stíl.  Nú hefur Hanna Birna og Hjálmar R. Ragnarsson, skólastjóri skólans fundað með höfundum verðlaunatillögunnar og segir Hanna Birna að nú sé komin lausn á þessu máli sem allir aðilar eru sáttir við.  En þarna er Hanna Birna full bjartsýn, því Ólafur F. Magnússon á eftir að samþykkja þetta og miðað við hans fyrri vinnubrögð verður svarið örugglega Nei.

Síðustu embættisfærslur Ólafs haf vakið undrun margra, hann rak fyrirvaralaust aðstoðarkonu sína Ólöfu Valdimarsdóttur úr starfi en óskaði eftir að hún sæti áfram sem varaformaður í Skipulagsráði.  Síðan endurtekur hann sama leikinn aftur og nú rekur hann Ólafur konuna úr ráðinu og lætur ekki einu sinni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vita en samt þarf hann þeirra stuðning til að kjósa nýjan fulltrúa í Skipulagsráð, sem Ólafur hefur ákveðið að verði Magnús Skúlason, sem Ólafur segir að sé líka 19. aldar maður.

Ólöf Valdimarsdóttir var rekinn sem aðstoðarmaður Ólafs vegna þess að hún neitaði að senda frá borginni fréttatilkynningu um að Ólafur F. Magnússon væri dýrlingur og borgarbúar ættu að klæðast 19. aldar fötum.  Þetta gerði hún af tillitsemi við persónu Ólafs.  Hún var rekin úr Skipulagsráði vegna þess að hún vildi ekki tjá sig í útvarpsviðtali um nýbyggingu Listaháskólans fyrr en um þær hefði verið fjallað í Skipulagsráði.

Hvaða vitleysu dettur manninum næst í hug.  Það gæti verið að leggja niður Strætó og taka aftur upp notkun á hestum og hestakerrum a.m.k. á Laugarveginum.  Það mætti líka taka aftur í notkun þvottalaugarnar í Laugardalnum og einnig að grafa upp Lækjargötuna og hafa opið úr Tjörninni til sjávar.  Það mætti líka rífa Perluna og setja gamlan torfbæ í staðinn.  Ráðhúsið er ekki heldur í 19. aldarstíl svo það mætti rífa líka.

Hvað ætla Sjálfstæðisflokkurinn að láta kexruglaðan mann   kúga sig lengi. 

 Er öllu fórnandi fyrir völdin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband