Klikkaði borgarstjórinn

Ég hef aldrei séð annað eins og var í Kastljósþætti í gærkvöld.  Þar fékk Helgi Seljan sjálfan borgarstjórann í Reykjavík Ólaf F. Magnússon, til að sitja fyrir svörum varðandi brottrekstur Ólafar Valdimarsdóttur.  Þegar Helgi hafði borið upp fyrstu spurninguna varandi Ólöfu, þá fór Ólafur að ræða um ráðningu á Jakob Frímann Magnússyni og launakjör hans og þess sem var í starfinu áður.  Þegar Helgi reyndi að stöðva orðaflaum borgarstjórans og vildi fá svar við sinni spurningu.  Þá brást Ólafur hinn versti við og sagði ætluðum við ekki að ræða borgarmálefni.  Helgi benti honum þá á að sín spurning væri um borgarmálefni og ítrekaði spurninguna.  Þá svaraði Ólafur því til að hvernig hann ætti að geta svarað spurningum þegar hann væri sífellt að grípa frammí fyrir sér og trufla sig.  Ekki fékkst hann til að svara neinu varðandi Ólöfu Valdimarsdóttur og bar fyrir sig trúnaði.  Þá fór Helgi að spyrja hann um byggingu hins nýja Listaháskóla við Laugaveg.  Því var svarað með þeim orðum að það mál yrði leyst í góðri sátt.  En það stæði skýrt í málefnasamningi meirihlutans að 19. aldar götumynd Laugarvegar yrði varðveitt og þegar Helgi spurði hvort honum fyndist húsið ljótt eins og Magnús Skúlason hefur sagt, þá fór Ólafur aftur að ræða önnur málefni hjá borginni en Helgi gekk fast eftir svari við sinni spurningu og bað um að svarið yrði annað hvort já eða nei.  Ólafur reyndi hvað hann gat að koma sér undan að svara en Helgi gaf ekkert eftir og að lokum kom svarið: "Húsið er kannski ekki voðalega ljótt en.........................?".  Þá sleit Helgi viðtalinu og skömmu síðar sást hvar borgarstjóri æddi á dyr.  Ólafur F. Magnússon talaði allt viðtalið eins og sá sem valdið hefur og tók ekki til greina þegar Helgi sagði honum að hann (Helgi) stjórnaði þættinum og legði fram spurningar.  Framkoma Ólafs F. Magnússonar í þessum Kastljósþætti er honum og öllum meirihlutanum til hábornar skammar.  Ég var búinn að heyra að maðurinn ætti við geðræn vandamál að stríða og þessi þáttur sannfærði mig algerlega um að maðurinn er geðveikur og á miklu meira erindi á geðdeild en í stól  borgarstjóra.  Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að tapa nær öllu sínu fylgi í Reykjavík með því að koma geðveikum manni til valda í Reykjavík.  Því þeir bera fulla ábyrgð á Ólafi F. Magnússyni og allri hans vitleysu?.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband