Að vera öryrki

Nú er kominn mánaðarmót og þá fá flestir greidd sín laun og við öryrkjar fáum okkar bætur en það er mikill munur þar á.  Þegar ég var búinn að borga það allra nauðsynlegast þá voru eftir 10 þúsund, þá átti ég að fara í apótekið og leysa út mín lyf og þá voru eftir 7 þúsund, ég setti bensín á bílinn fyrir rúm 2.500 krónur og þá voru eftir 4,500 þá fór ég í Bónus og verslaði smáræði til að eiga til að borða um helgina og það kostaði 2.300 og þá voru eftir 2.200 hundruð krónur og allur mánuðurinn fram undan.  Ég má sem sagt eyða um 500 krónum á viku.  Þegar ég var í Bónus voru nokkur hjón á undan mér og kerrurnar voru troðnar eins og í þeim tolldi og ég varð grænn af öfund að horfa á fólið tína upp úr kerrunum allan þennan mat og fólkið hrökk ekki einu sinni við þegar upphæðin var nefnd bara dró upp kreditkortið og borgaði.   Ég gat ekki borgað matinn hérna hjá Sandgerðisbæ eða orkureikninga frá Hitaveitu Suðurnesja og fara þeir því í innheimtu með tilheyrandi kostnaði og einhvern veginn verð ég að semja mig út úr því.  Þegar ég kom heim biðu mín tvö bréf annað frá skattinum þar sem mér er tilkynnt að ég eigi að greiða kr. 90 þúsund á næstu 4 mánuðum.  Hitt bréfið var frá Tryggingastofnun um að ég hefði fengið ofgreitt 22 þúsund.  Ég hringdi strax í umboð TR í Keflavík og spurði hvernig þetta gæti skeð, því ég hefði ekki fengið nein laun á árinu aðeins greiðslur frá TR og lífeyrissjóðunum.  Eftir langa leit fannst þó skýring á þessu sem var að Lífeyrissjóður verslunarmann hækkaði sínar greiðslur til mín um 2 eða 3 þúsund á mánuði.  Það eitt verkaði þannig að þar sem þetta er allt tengt saman að þessi litla hækkun átti að lækka greiðslur frá TR og nú þarf ég að borga TR til baka allt sem lífeyrissjóðurinn hækkaði við mig+álag.  Nú er staða mín orðin þannig að ég neyðist til að selja íbúðina mína og fá mér leigt eitt herbergi.  Það er greinilega ekki til þess ætlast að við öryrkjar getum lifað í eigin íbúðum eins og annað fólk.  Ég greiddi í lífeyrissjóði til að eiga einhvern sparnað til efri áranna en nú telur Tryggingastofnun sig eiga þessa peninga.  Ég skil ekki heldur að ef þetta kerfi er allt orðið samtengt hvers vegna lækkuðu þá ekki mínar bætur frá TR strax og lífeyrissjóðurinn hækkaði sínar greiðslur.  Þetta er ekkert annað en þjófnaður svo les maður um að bankastjórar hafi yfir 60 milljónir á mánuði í bönkum sem eru nú hættir öllum lánveitingum að kröfu ríkisstjórnar Íslands.

Hvað er að verða með þetta þjóðfélag?  Eru ekki eftir í landinu neinir með fullu viti?  Er nema von að virtur bankamaður í Bretlandi varaði landa sín að eiga viðskipti við íslensku bankanna, því þeir yrðu allir komnir á hausi áður en árið væri liðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Lotta það eru brotinn mannréttindi í stórum stíl hér á landi.  Það er enginn sem vill vera öryrki, að ég tali nú ekki um allt gamla fólkið sem hefur þrælað sér út í áratugi við að byggja upp þetta þjóðfélag.  Því er að lokum hent út í horn eins og ónýtu drasli.  Við erum með lögum skyldug að greiða í lífeyrissjóði og það var hluti af okkar launum.  En svo þegar á að njóta sparnaðarins þá telur ríkið sig allt í einu eiga þetta.  Ég væri mun betur settur ef ég hefði aldrei greitt í lífeyrissjóð, heldur lagt sömu upphæð á verðtryggðan reikning, því ég var alltaf mjög tekjuhár maður, fyrst sem framkvæmdastjóri fyrir stóru útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í 20 ár (starfsmenn yfir 100 manns) síðan sem yfirvélstjóri á fiskiskipum í 10 ár.

Jakob Falur Kristinsson, 1.8.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Skammarlegt, annars skrifaði ég meira á öðrum vetvangi sem þú tiltókst fyrir nokkrum dögum, núna rétt í þessu.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 1.8.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo ömurlegt, á sama tíma og við hlustum á tölur um mánaðarlaun ríka fólksins, þvílík stétarskipting í einu landi.  Land sem kemur illa fram við börn, eldri borgara og öryrkja er á engann hátt velferðarríki.  Tala nú ekki um alla þá sem þjást orðið af ofneyslu fíkniefna og annarrar ólyfjan og fá enga hjálp. Ef morð væru leyfð á Íslandi þá væri örugglega búið að skjóta nokkra, þar á meðal mig því ég er engum til gagns en þó fjölskyldu minni til gleði.  Við verðum að fara að láta meira að okkur kveða, þetta er ekki hægt lengur.  Kveðjur til þin kæri Jakob. Double Kiss  Girl In Bed

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Jakob,

ég var að hjálpa henni Ásgerði í Fjölskylduhjálpinni s.l. vetur og komst því miður að því að margir eru í svipaðri stöðu og þú, þrátt fyrir allt góðærið sem var viljandi stýrt fram hjá þeim sem minnst mega sín  

Vonandi er til einhver lausn fyrir þig ef þú leitar ráða hjá góðu fólki.

Bestu óskir til þín Jakob 

Sigurður Þórðarson, 1.8.2008 kl. 23:00

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jakob.

Þessi staða er því miður eitthvað sem fólk er búið að upplifa hér á landi í hálfan annann ártug og það atriði að laun á vinnumarkaði skuli ekki lengur nægja til framfærslu þykist enginn skilja, en bætur taka mið af lágmarkslaunum líkt og venjulega.

Það er þyngra en tárum taki að horfa á aldraða og sjúka þurfa að berjast fyrir afkomu sinni í einu þjóðfélagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 02:43

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að á íslandi er ekki til neitt sem heitir "Velferðarkerfi" nema hjá þingmönnum og ráðherrum en þeir breyttu sínum eftirlaun á sínum tíma eins og frægt er.  Þeirra eftirlaun skerða ekki tekjur af vinnu.  Þeir getað farið á eftirlaun 55 ára og fengið full eftirlaun jafnvel þótt þeir starfi hjá ríkinu.  Davíð Oddson er á topplaunum hjá Seðlabanka Íslands en fær jafnframt full eftirlaun sem forsætisráðherra.  Þorsteinn Pálsson er með góð laun sem ritstjóri Fréttablaðsins og fær líka full eftir laun sem þingmaður og ráðherra.  Það stendur í stjórnarsátt málanum að endurskoða eigi þessi lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra og í vor sagði Ingibjörg Sólrún að sumarið yrði notað til að semja nýtt frumvarp af nefnd sem ætti að skipa til þess verks.  Það yrði síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp um leið og Alþingi kæmi sama í haust.  Nú er komin ágúst og aðeins eftir einn mánuður þar til Alþingi kemur saman og það er ekki búið að skipa þessa nefnd enn

Jakob Falur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband