1.8.2008 | 18:27
Að vera öryrki
Nú er kominn mánaðarmót og þá fá flestir greidd sín laun og við öryrkjar fáum okkar bætur en það er mikill munur þar á. Þegar ég var búinn að borga það allra nauðsynlegast þá voru eftir 10 þúsund, þá átti ég að fara í apótekið og leysa út mín lyf og þá voru eftir 7 þúsund, ég setti bensín á bílinn fyrir rúm 2.500 krónur og þá voru eftir 4,500 þá fór ég í Bónus og verslaði smáræði til að eiga til að borða um helgina og það kostaði 2.300 og þá voru eftir 2.200 hundruð krónur og allur mánuðurinn fram undan. Ég má sem sagt eyða um 500 krónum á viku. Þegar ég var í Bónus voru nokkur hjón á undan mér og kerrurnar voru troðnar eins og í þeim tolldi og ég varð grænn af öfund að horfa á fólið tína upp úr kerrunum allan þennan mat og fólkið hrökk ekki einu sinni við þegar upphæðin var nefnd bara dró upp kreditkortið og borgaði. Ég gat ekki borgað matinn hérna hjá Sandgerðisbæ eða orkureikninga frá Hitaveitu Suðurnesja og fara þeir því í innheimtu með tilheyrandi kostnaði og einhvern veginn verð ég að semja mig út úr því. Þegar ég kom heim biðu mín tvö bréf annað frá skattinum þar sem mér er tilkynnt að ég eigi að greiða kr. 90 þúsund á næstu 4 mánuðum. Hitt bréfið var frá Tryggingastofnun um að ég hefði fengið ofgreitt 22 þúsund. Ég hringdi strax í umboð TR í Keflavík og spurði hvernig þetta gæti skeð, því ég hefði ekki fengið nein laun á árinu aðeins greiðslur frá TR og lífeyrissjóðunum. Eftir langa leit fannst þó skýring á þessu sem var að Lífeyrissjóður verslunarmann hækkaði sínar greiðslur til mín um 2 eða 3 þúsund á mánuði. Það eitt verkaði þannig að þar sem þetta er allt tengt saman að þessi litla hækkun átti að lækka greiðslur frá TR og nú þarf ég að borga TR til baka allt sem lífeyrissjóðurinn hækkaði við mig+álag. Nú er staða mín orðin þannig að ég neyðist til að selja íbúðina mína og fá mér leigt eitt herbergi. Það er greinilega ekki til þess ætlast að við öryrkjar getum lifað í eigin íbúðum eins og annað fólk. Ég greiddi í lífeyrissjóði til að eiga einhvern sparnað til efri áranna en nú telur Tryggingastofnun sig eiga þessa peninga. Ég skil ekki heldur að ef þetta kerfi er allt orðið samtengt hvers vegna lækkuðu þá ekki mínar bætur frá TR strax og lífeyrissjóðurinn hækkaði sínar greiðslur. Þetta er ekkert annað en þjófnaður svo les maður um að bankastjórar hafi yfir 60 milljónir á mánuði í bönkum sem eru nú hættir öllum lánveitingum að kröfu ríkisstjórnar Íslands.
Hvað er að verða með þetta þjóðfélag? Eru ekki eftir í landinu neinir með fullu viti? Er nema von að virtur bankamaður í Bretlandi varaði landa sín að eiga viðskipti við íslensku bankanna, því þeir yrðu allir komnir á hausi áður en árið væri liðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Athugasemdir
Já Lotta það eru brotinn mannréttindi í stórum stíl hér á landi. Það er enginn sem vill vera öryrki, að ég tali nú ekki um allt gamla fólkið sem hefur þrælað sér út í áratugi við að byggja upp þetta þjóðfélag. Því er að lokum hent út í horn eins og ónýtu drasli. Við erum með lögum skyldug að greiða í lífeyrissjóði og það var hluti af okkar launum. En svo þegar á að njóta sparnaðarins þá telur ríkið sig allt í einu eiga þetta. Ég væri mun betur settur ef ég hefði aldrei greitt í lífeyrissjóð, heldur lagt sömu upphæð á verðtryggðan reikning, því ég var alltaf mjög tekjuhár maður, fyrst sem framkvæmdastjóri fyrir stóru útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í 20 ár (starfsmenn yfir 100 manns) síðan sem yfirvélstjóri á fiskiskipum í 10 ár.
Jakob Falur Kristinsson, 1.8.2008 kl. 21:06
Skammarlegt, annars skrifaði ég meira á öðrum vetvangi sem þú tiltókst fyrir nokkrum dögum, núna rétt í þessu.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 1.8.2008 kl. 21:54
Þetta er svo ömurlegt, á sama tíma og við hlustum á tölur um mánaðarlaun ríka fólksins, þvílík stétarskipting í einu landi. Land sem kemur illa fram við börn, eldri borgara og öryrkja er á engann hátt velferðarríki. Tala nú ekki um alla þá sem þjást orðið af ofneyslu fíkniefna og annarrar ólyfjan og fá enga hjálp. Ef morð væru leyfð á Íslandi þá væri örugglega búið að skjóta nokkra, þar á meðal mig því ég er engum til gagns en þó fjölskyldu minni til gleði. Við verðum að fara að láta meira að okkur kveða, þetta er ekki hægt lengur. Kveðjur til þin kæri Jakob.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 22:41
Kæri Jakob,
ég var að hjálpa henni Ásgerði í Fjölskylduhjálpinni s.l. vetur og komst því miður að því að margir eru í svipaðri stöðu og þú, þrátt fyrir allt góðærið sem var viljandi stýrt fram hjá þeim sem minnst mega sín
Vonandi er til einhver lausn fyrir þig ef þú leitar ráða hjá góðu fólki.
Bestu óskir til þín Jakob
Sigurður Þórðarson, 1.8.2008 kl. 23:00
Sæll Jakob.
Þessi staða er því miður eitthvað sem fólk er búið að upplifa hér á landi í hálfan annann ártug og það atriði að laun á vinnumarkaði skuli ekki lengur nægja til framfærslu þykist enginn skilja, en bætur taka mið af lágmarkslaunum líkt og venjulega.
Það er þyngra en tárum taki að horfa á aldraða og sjúka þurfa að berjast fyrir afkomu sinni í einu þjóðfélagi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 02:43
Það er rétt að á íslandi er ekki til neitt sem heitir "Velferðarkerfi" nema hjá þingmönnum og ráðherrum en þeir breyttu sínum eftirlaun á sínum tíma eins og frægt er. Þeirra eftirlaun skerða ekki tekjur af vinnu. Þeir getað farið á eftirlaun 55 ára og fengið full eftirlaun jafnvel þótt þeir starfi hjá ríkinu. Davíð Oddson er á topplaunum hjá Seðlabanka Íslands en fær jafnframt full eftirlaun sem forsætisráðherra. Þorsteinn Pálsson er með góð laun sem ritstjóri Fréttablaðsins og fær líka full eftir laun sem þingmaður og ráðherra. Það stendur í stjórnarsátt málanum að endurskoða eigi þessi lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra og í vor sagði Ingibjörg Sólrún að sumarið yrði notað til að semja nýtt frumvarp af nefnd sem ætti að skipa til þess verks. Það yrði síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp um leið og Alþingi kæmi sama í haust. Nú er komin ágúst og aðeins eftir einn mánuður þar til Alþingi kemur saman og það er ekki búið að skipa þessa nefnd enn
Jakob Falur Kristinsson, 2.8.2008 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.