Kynferðislegt áreiti eða nauðgun

Sem betur fer leituðu aðeins tvær konur á bráðamóttöku vegna nauðgunar um liðna helgi, en samt er það tveimur tilfellum of mikið.

Það er talsvert skrýtið að þegar rætt er um kynferðislegt áreiti og nauðgun, þá er alltaf átt við konur.  En þessir hlutir eru líka fyrir hendi hjá karlmönnum.  bæði kynferðislegt áreiti og tilraunir til nauðgunar af hálfu kvenna.  Á slíkt er aldrei minnst og vekur það nokkra furðu hjá mér.  Ég lenti einu sinni í því eftir skemmtun á Bíldudal og í partýi í heimahúsi á eftir.  Ég var nokkuð drukkinn og sit við eldhúsborðið í húsinu og er að spjalla við húsráðendur, þegar kona ein kemur og tekur um háls mér og fer að reyna að kyssa mig.  Ég kærði mig ekkert um þetta og sagði við konuna að koma sér í burtu, þá settist hún við hlið mér og reyndi að káfa á mér.  Það var sama kvað oft ég bað konuna að fara í burtu og láta mig í frið að það var eins og það bara æsti konuna.  Ég hefði auðvitað getað staðið upp og hent konunni í burtu.  En ég bara hef það mottó að leggja aldrei hendur á konur.  Þetta endaði þannig að henni tókst að velta mér af stólnum og skall ég illa í gólfið og hálf rotast.  Þegar ég ranka við mig er konan byrjuð að reyna að toga af mér buxurnar og var greinilega ákveðinn í að nauðga mér.  Ég hrinti henni til hliðar og stóð upp og forðaði mér inn í stofu sem var líka full af fólki.  Þegar konan elti mig síðan þangað, þá stóð ég upp og fór heim að sofa hjá minni eiginkonu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hva. minn bara hraðbloggar uppá morguninn   konur geta líka gert svona það veit ég, vinur minn lenti í einni sem stóð við hliðina á honum í partýi og var að spjalla við annað fólk, hún var komin með hendina niður á rass á honum, honum fannst það ekki aðlaðandi. Techy

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Svo þekkjum við því miður dæmi um að karlmenn nauðga drengjum eins og t.d. í Breiðavík og víðar. Margir þolendur hafa átt mjög erfitt líf, lent í mikilli óreglu og sumir hafa tekið sitt líf. 

Ég vona og vona að það verði ekki sparað í forvarnarstarf gegn nauðgun, misnotkun, kynferðislegri áreitni, einelti, ofbeldi, andlegu ofbeldi og margt fleira er hægt að nefna. Margir þolendur fara út í lífið með brotið líf og lenda í allskyns erfiðleikum og enda oft sem öryrkjar sem er dýrt fyrir ríkið. Væri nú ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann?

Baráttukveðjur/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nýta tímann Ásdís.  Ég er þér sammála Rósa en þú hefur aðeins misskilið mig , ég var ekki að tala um hina hræðilegu meðferð sem sumir drengir verða að þola af hendi karla.  Ég var að benda á að konur reyna líka að nauðga karlmönnum.

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Jakob minn! Þetta er alveg út í hött. Konur geta verið eitthvað skrýtnar á þessu sviði, sér í lagi drukknar, en að þær geti nauðgað karlmönnum það passar bara ekki. Þær geta verið með áreiti ef þeim finnst maðurinn tilkippilegur og þreifað fyrir sér ef hann er ofurölvi eða áfengisdauður en lengra nær það ekki. Bæði því karlmaðurinn verður að hafa ákveðinn hluta svolítið reisnarlegan og svo, ja hérna hér! Ég hef aldrei vitað um karlmann sem hefur ekki haft líkamlega yfirburði yfir mig. Karlmen nauðga, EKKI KONUR. Nauðgun er ofbeldi sem sá sterkari notar.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.8.2008 kl. 19:01

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þarna fullyrðir þú Tara um að sá sem nauðgar sé alltaf sá sterkari aðilinn.  Ertu þar með að viðurkenna að konur séu alltaf veikara kynið og þá ekki bara á kynferðissviðinu heldur í öllum málum.  Þar með ert þú að viðurkenna að karlmenn hafi talsverða hæfileika umfram konur og því eigi jafnrétti ekki að vera til og karlar að hafa hærri laun en konur.  Ég er bara hneykslaður á svona úreltum skoðunum og að slíkt skuli koma frá konu.

  Ég get alveg fallist á að dauðadrukkinn maður gerir konu ekki mikið gagn kynferðislega.  En það eru ekki allir karlar dauðadrukknir þegar þeir hitta konur og öfugt.

Af hverju heldur þú að ég hafi hætt að nota áfengi fyrir rúmum tveimur árumán þess að fara í neina meðferð.  Ég tók bara þá ákörðun einn og óstuddur einn daginn og það mun halda áfram

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nei nei, alls ekki, nei, konur hafa oftast nær meira vit í kollinum en karlar, mannlegt innsæi og tilfinningagreind. Ég var ekki að kenna eingöngu drukknum körlum um nauðgun, þeir þurfa ekkert að vera drukknir. Allir kallmenn geta beitt nauðgun ef þeir eru þess eðlis. En jú því miður, og ég meina það þá hef ég ekki hitt karl sem ekki hefur ekki haft meiri krafta en ég líkamlega (á ábyggilega við flestar konur), allt annað á við þegar talað er um vitsmuni, þar er ég oft og mjög oft meira að segja langt yfir þá hafin, næstum þannig að ég fel það fyrir þeim til að særa þá ekki. Ég er góð í  mér ;) En það er rétt sem þú segir í greininni, konur geta átt skrýtnar hliðar líka þó ég þekki ekki eina einustu slíka

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.8.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Aðeins meira minn kæri. Nei karlar eiga ekki að fá hærri laun en konur af því þeir geta nauðgað þeim vegna aflsmuna, það er ranghugmynd. Gluggaðir þú nokkuð of djúpt í Gamla Testamentið. Þetta síðasta var næstum því djók ;) Og ég held, vegna míns innsæis þá hafir þú ekki hætt að drekka til að geta nauðgað heldur talið þig geta verið meira karlmenni í ákveðnu sambandi við konur. Veit að þetta er rétt hjá mér (eins og alltaf) he he, sorry, ég er ekkert að segja mig vitsmunalega yfir þig hafinn hm hm

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.8.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Ég vildi bæta þessu við og ég hefði líka getað tekið það fram að fullorðinn karlmaður hefur oft ráðist á annan fullorðinn karlmann. Þarf ekki börn til.  

Þetta er viðurstyggilegt ódæði.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 22:54

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Tara, sá vægir sem vitið hefur meira og það eru KONUR.  Ég hætti að drekka fyrir sjálfan mig og engan annan og það er hinn mesti misskilningur hjá þér að ég hafi gert það til að vera meira karlmenn í samandi mínu við konur, þar klikkar þitt innsæi og tilfinningagreind.

Góða nótt ég ætla að fara að sofa og dreyma um gáfaðar konur.

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 23:32

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Jakob, það var stór sigur að geta kvatt Bakkus.

Því miður hefur ekki tekist það en þér tókst það og átt heiður skilið.

Guð gefi þér góða nótt og dreymi þig gáfaðar konur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 23:41

11 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég misskildi þig ekkert, bara sneri aðeins út úr fyrir þér, það á ættir að rekja til elsku hjartans mömmu minnar sem hefur líka svolítið spes húmor. Hann skýn í gegn ennþá þrátt fyrir hennar Alzheimer og ég er sallaánægð með okkur báðar. Ef ég móðga einhvern þá verður sá sami að taka það á sig. Ég og lífið erum búin að móta mig og EKKERT fær truflað mig lengur, þó mér sé samt illa við að særa fólk þá ......... Góða nótt og dreymi þig gáfaðar konur, vona að það séu einhverjir þarna úti sem kunna að meta svona ólíkindatól eins og mig og hafi mig hjá sér í draumum sínum

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.8.2008 kl. 23:56

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú vaknaði ég snemma í morgun, því ég var boðaður í vinnu kl.09,00.  Útgerðarmaðurinn sem ég er að vinna hjá hringdi í gærkvöldi og nú loksins var hann búinn að fá alla pappíra frá Rússlandi varðandi sölu á togaranum sem hann hefur gert út en er að selja og vildi að ég færi yfir þessi skjöl með honum áður en hann skrifaði undir.  Ég svaf vel í nótt og viti menn mig dreymdi eina mjög gáfaða og yndislega konu.  Þetta er ein af mínum bloggvinum. sem mér þykir orðið mjög vænt um.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 05:57

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi að segja hver þessi kona var í draumnum en þið verði að giska og fyrsti stafurinn er Tara.  Ég var full fljótur að segja að mér þætti mjög vænt um þessa konu.  Það var bara í draumnum, því Töru hef ég aldrei hitt þótt það gæti verið spennandi að fá að sjá þetta ólíkindatól með eigin augum.  Þá myndi hún líka hitta karlmann í fyrsta sinn, sem er ekki sterkari en hún líkamlega, því mín vinstri hönd er lömuð og jafnvægið ekki 100% svo auðvelt er að hrinda mér niður.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 06:13

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fyrirgefið þessar stöðugu leiðréttingar hjá mér. en ég ætlaði að enda þetta með tilvitnun í spekinginn Agriðða en þar segir: "Konur eru betri og fullkomnari en karlar.  Orðið Adam merkir mold en Eva merkir líf.  Og lífið er óneitanlega meira virði en mold." 

Tara merkir stjarna en stjarna er ekki merkileg nema hún skíni.

Ég ætlaði ekki með þessum skrifum mínum að gera lítið úr konum og ef ég hef einhverja sært biðst ég afsökunar á því.  Eigið allar góðan dag bæði Tara og aðrar konur.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 06:51

15 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ja hérna, þetta grín mitt setti þig út af laginu, eða hvað var það eiginlega? Stjarna skín alltaf það fer bara eftir skilyrðum, verður að vera dimmt og heiðskýrt og stjarnan að sjálfsögðu í fjarska. En ég heiti Tara en er ekki stjarna nema þá augum sona minna tveggja og tengdadóttur og alla tíð í mömmu augum, ég sé enn stjörnur í augum hennar þegar ég kem á deildina til hennar. Þetta dugar mér fyllilega það sem eftir er. Að öðru leyti tek ég skrifin ekki til mín því við þekkjumst ekki og skil ekki hverning ég ætti að hafa gert eitthvað til þess.  Nema kannski mér varð það á að uppljóstra að ég og bróðir minn heitinn voru send nokkur sumur á Bíldudal þegar aðstæður voru þannig að enginn gat sinnt okkur. Hélt að ég hefði lært að halda persónu minni frá, gleymdi mér þarna víst, best að taka betur á þessari ákvörðun. En Bíldudalur er góður staður og eins og ég sagði átti sinn þátt í að herða mig sem manneskju. Jæja Bloggvinur vona að dagarnir verði þér gæfuríkir og allt fari að dafna. Kveðja, Tara  :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.8.2008 kl. 08:46

16 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þú settir mig aðeins út af laginu en það gerir ekkert til, ég er svo fljótur að fyrirgefa.  Bíldudalur er góður staður og hefur örugglega gert þér gott að dvelja þar.  Eins er líka allt gott sem frá Bíldudal kemur, eins og til dæmis ég er gott dæmi um.  Nú er ég búinn að fá staðfest að ég fæ öll launin sem ég á inni greidd á morgun.  Þá verður gaman að lifa.  Passaðu þig á ljótu körlunum í dag Tara mín og njóttu dagsins.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 11:27

17 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Að lokum þú hefur ekki hugmynd um hverjir telja þig vera stjörnu umfram þá sem þú taldir upp.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 11:29

18 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Til hamingju með launaleiðréttingin og gangi þér vel. Jú það skiptir heilmiklu máli að þú skulir taka orðum mínum svona illa, þykir það leitt en get ekkert að því gert. Auðvitað þekkja mig fleiri en þessir þrír einstaklingar sem ég tiltók þó ég eigi ekki fleiri ættingja á lífi en þá. Og þær persónur virðast kunna vel við glaðlyndi mitt og húmor og góðviljaða persónu mína (ekki orð beint úr mínum munni) það fer ekki fram hjá mér. En ég vona að þú týnir mig og bróður minn heitinn úr Grænum Bíldudalsbaunum svo þær innihaldi ekki neina óværu og gleymir tengslum okkar við staðinn alveg skilyrðislaust   Gerðu mér þann greiða vinur,  og vertu áfram bloggvinur ef þú kærir þig um það, rétt eins og aðrir slíkir.

Gott gengi kæri Jakob og gæfan fylgi þér hvert skref. Vertu sæll.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.8.2008 kl. 13:00

19 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég bið þig innilegra afsökunar Tara ef ég hef skrifað eitthvað sem fór svona illa í þig.  Það var ekki mín ætlun.  Ég taldi þig vera þannig gerða að þú kynnir að taka smá gríni.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband