Að lifa í núinu

Það er mörgu fólki erfitt að lifa í núinu.  Annað hvort er það að velta sér upp úr fortíðinni eða skipuleggja fram í tímann.  Það sem lið er kemur aldrei aftur og þar verður engu breytt.  Engin getur vitað hvað morgun dagurinn ber í skauti sér og því engum hollt að vilja hafa allt rígbundið niður í skipulagi.  Við eigum að láta hvern dag hafa sína þjáningu eða vellíðan. 

Þegar okkur tekst að lifa í núinu þá líður okkur best.  Það er dagurinn í dag sem skiptir máli en ekki gærdagurinn og ekki morgundagurinn.  Við eigum líka að venja okkur á að vera sátt við líðandi stund. 

Það var eitt sinn sagt að þegar friður ríkir eru allir að bíða eftir stríði og þegar stríð er þá eru allir að bíða eftir friði.  Ef við vanrækjum okkar eigin frið fer okkur að líða illa og til hvers að láta sér líða illa ef við getum komist hjá því.

Það er auðvelt með því að lifa í núinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér lærðist fyrir nokkrum árum að lifa í núinu og finnst það æðislegt, missi þó stundum cúlið en er fljót að laga mig aftur. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Svo hrjáir það suma sem lifa í núinu tilfinningin: Fyrir hverju kvíðir mig eiginlega, það er allt í lagi. Þetta þekkja margir og ég líka en tókst að yfistíga það. Ekkert truflar eða hræðir mig lengur, eiginlega gerði ég hálfgerðan Rambó úr mér og kann sko að meta það  Þessar litlu myndir gætu verið af mér í dag

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.8.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þeir sem geta tamið sér það að lifa í núinu líður yfirleitt vel og kvíða engu og sakna einskis.

Jakob Falur Kristinsson, 5.8.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er mikið rétt hjá þér Jakob. Það eru trúlega fáir sem lifa í núinu miðað við allan hraðann og kröfurnaar sem að fólk gerir til lífsins.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.8.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Guðrún Þóra.

Jakob Falur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 06:15

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er allt satt og rétt og margir gera sér grein fyrir því. En þar með er ekki sagt að mönnum takist að lifa í núinu. Það er ekki bara einföld viljaákvörðun. Ég held að afar fáir, ef nokkrir, lifi í núinu í raun og veru. Miklu fleiri segjast bara gera það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband