Góður dagur

Mikið svaf ég nú vel í nótt og dreymdi fallegan draum um sömu konuna og nóttina áður.  Því vaknaði ég kátur og hress í morgun.  Ég veit að þetta verður góður dagur hjá mér, því ég ætla að láta hann vera góðan.  Þótt svo mörgum þætti verkefnið sem bíður mín ekki sérstaklega spennandi.  En það er að semja við nokkra tugi aðila um að lækka sína inneign hjá útgerðafyrirtækinu og reyna að láta alla fá einhvern pening.  En þetta er bara eins og hver önnur vinna, sem vinna þarf.  Það er sama hvaða vinnu ég hef stundað um ævina, hefur mér aldrei leiðst neitt verk.  Ég bara geng í verkin og klára þau.  Er ekki alltaf kvartandi og kveinandi eins og svo margir.  Ef hugarfarið er jákvætt þá verður vinnan miklu skemmtilegri.  Þetta er síðasti vinnudagurinn í vikunni . því að á morgun verð ég í fríi.  Þá verður útför minnar fv. tengdamóður í 30 ár og ég ætla að fylgja henni síðasta spölinn þótt að oft hafi okkur ekki samið vel.  En það er nú allt önnur Ella eins og sagt er.

Mínu kæru bloggvinir þið passið  fyrir mig síðuna og svarið fyrir mig í dag.

Þið eruð öll yndislegar manneskjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Gott að vita að vel gengur hjá þér og vonandi geturðu gert eitthvað gott fyrir þig núna.

egvania, 7.8.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Ég samhryggist þér með fyrrverandi tengdamóðir. Ábyggilega hafið þið átt margar góðar stundir þó þið væruð oft ekki sammála um ýmis mál eins og gengur og gerist.

Aldeilis flott að vera með konu í draumum sínum. Hvað ætli það tákni?

Gangi þér allt í haginn.

Guð blessi þig og hressi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að dreyma vel og ég er sammála, dagarnir verða eins góðir/vondir eins og maður vill.  Samhryggist með fyrrverandi tengdó, gott hjá þér að fylgja henni, maður á að fylgja fólki sem maður þekkir.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er óþarfi að vera að samhryggjast mér þótt mín fyrrverandi tengdamóðir sé látin.  Við áttum aldrei skap saman og hún kunni ekki að meta svona góðan tengdason.  Þótt ég hafi frétt að hún væri að hæla mér þegar mér gekk sem best og var moldríkur.

Jakob Falur Kristinsson, 8.8.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband