Erfiður dagur

Þetta var erfiður dagur, ég var mest allan daginn að stemma af viðskiptaskuldir og hringja og bjóða fyrirtækjum að greiða hluta af inneign sinni 15.08.2008 gegn því að eftirstöðvar yrðu felldar niður og náði ég að spara fyrir fyrirtækið hátt í 500 þúsund og hef því unnið fyrir mínum launum í dag.  Síðan er ég í frí á morgun vegna jarðafarar og tek svo aftur törn í þessum samningum á mánudaginn.  Svo þurfti ég að klára að færa þessar leiðréttingar og var því að vinna til kl:21,00.  Fór þá að heimsækja son minn,tengdadóttur og börnin þeirra fjögur.  Þau eru að reyna að leigja þetta nýja raðhús en dvelja þar núna vegna jarðarfararinnar á morgun.  Þau ætla ekki að búa í þessu nýja húsi, þar sem þau eiga einbýlishús á Bíldudal, sem ekki er hægt að selja og enginn hefur sýnt því áhuga að leigja nýjju íbúðina og þar sem ég er að selja mína íbúð hér í Sandgerði ætla ég að leigja raðhúsið nýja og þótt ég borgi ekki hærri upphæð en ég er að borga af minni íbúð þá léttir það þeim að greiða um 100 þúsund á mánuði en ég ætla að borga 75 þúsund.  Þetta er 140 fermetra íbúð en sonur minn mun hafa eitt herbergi fyrir sig.  Hann er að fara sem stýrimaður á frystitogara frá Grindarvík. Ég kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti og ætti auðvitað að vera farinn að sofa.  En þá beið mín leiðinda bréf í email-hólfinu sem kom mér í vont skap og því er ég enn vakandi.  Hinsvegar verð ég örugglega fljótur að sofna, því ég er orðinn dauðþreyttur.  Það stóð til að gera upp öll laun í dag og kom víst greiðsla frá Rússlandi en bankinn taldi að það yrði komið inn á mánudag og fæ ég þá rúm 800 þúsund og fer að hreinsa upp allar mínar skuldir, sem hafa verið að safnast upp undanfarna mánuði..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Gott í þér hljóðið eftir annasaman dag í gær.

Gangi þér vel í dag þegar þú ferð með börnunum þínum að kveðja ömmu þeirra og fyrrverandi tengdamóður þína.

Guð blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 07:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir Rósa mín.

Jakob Falur Kristinsson, 8.8.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafðu góðan dag félagi!

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband